29.5.2006 | 08:36
Kaffiþurð
Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir það í gegnum tíðina að vera langrækin, en nú er komið að því. Ég hugsa að það væri kanski réttara að segja langþrjóskur, þó að það sé orðskrípi sem ég hafi nú bara smíðað rétt í þessu. Yfirlýsingar mínar á aðfararnótt sunnudags kalla engu að síður á svona langþrjósku, því að ég lýsti því yfir að ég myndi ekki mæta í kaffi hjá Myrkrahöfðingjanum og Samúel svarta næsta árið ef við (Framsóknarmenn) fengum ekki inn 3 menn.
Nú er bara að bíða og sjá langþrjóskan (asgoti er ég að verða hrifinn af þessu orði) dugir.
En svona á léttu nótunum, það er fallegt veður úti núna og ég spái því að það sé bara komið sumar, og þetta sumarið og næstu fjögur fara í garðvinnu hjá mér, enda er garðurinn eins og sprengjuæfingarsvæði á að líta með holu hér og torfi þar og grjóti á enn einum staðnum. Þar þarf að taka til hendinni heldur betur.
ó vot æ bjútífúl moring..........
Athugasemdir
Jæja ég skil þig vel :(
Þetta fór eitthvað svipað hér
En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði !
bryndís (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.