14.4.2007 | 00:48
Tekjutengingar......
Eiga fyllilega rétt á sér...
Sumri virðst álíta það réttlætismál að afnema með öllu tekjutengingar, að allir sem einn eigi að fá bætur, lífeyrir eða annað í þeim dúr óháð því hver innkoma viðkomandi aðila er.
En er það réttlátt??
Hver er tilgangurinn með grunnlífeyri eða öðrum bótum?? Er það ekki til að tryggja það að allir geti framfleitt sér og sínum?
Ef ég er 71 árs og hef góðar tekjur af vinnu sem ég er í afhverju ætti ég að fá fullar bætur líka?
Þetta er eiginlega frekar spurning hvar skerðingarmörkin liggja, þar er vandamálið. Bætur eiga ekki að skerðast strax við fyrsta 10 þúsund kallinn heldur eiga skerðingarmörk að vera á vitrænum grunni.
Öryrkjar litu á það sem mikin sigur þegar tekjutenging maka var afnumin, og það voru færð rök fyrir því að þetta væri mannréttindarmál. ég get vel skilið þau rök, en ef ég er öryrki með fulla örorku og maki minn er með virkilega góð laun, hver er þá þörfin???
Tekjutengingar eiga fullan rétt á sér, en mörkin verða að vera skynsamleg, ekki alltof lág eins og þau eru í dag......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og ég segi í niðurlaginu, þá þurfa að vera vitræn mörk þegar tekjutenging er annars vegar. Eins og staðan er í dag eru skerðingarmörk of lág alveg sama hvað bætur eru inni í dæminu, og því þarf að breyta.
Eiður Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 05:35
Sæll frændi. Ég er sammála því að það verði að vera vitræn mörk á þessu eins og öllu öðru í lífinu og ég skil þitt sjónarmið en það er nú bara einu sinni þannig að samfélagið á að líta á hvern og einn meðlim þess sem einstakling sem ekki þurfi að vera háður öðrum. Lífið er líka það hverfult að maki manns, þ.e. þessi með ,,háu" launin, er kannski ekki alltaf til staðar. Ég held líka að þeir sem mest hafa í lífinu séu ekki endilega að nota sér bætur! Ég trúi því varla því það ferli sem fólk þarf að fara í gegnum til þess að fá bætur er ekki það manneskjulegasta í heimi og síður en svo það aðgengilegasta.....við þekkjum það af eigin raun.
Kv. Fríða frænka sem kemur austur í sumar.
Svanfríður Ingjaldsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.