19.4.2007 | 11:16
Sumarið er tíminn..........fyrir 10 miljónum ára
Gleðilegt sumar öll........
Samkvæmt þjóðtrúnni stefir í gott sumar því að vetur og sumar frusu saman. Ekki veit ég hver reynslan hefur verið af þessu í gagnum tíðina, en vonandi reynist þetta rétt.
Reyndar veltir maður því fyrr sér á hverju ári hvurn ands..... forfeður okkar voru að hugsa þegar þeir sttu þennan dag niður á þessum tíma, tíma þar sem allra veðra er von og á tíma þar sem snjókoma og bylur eru mun líklegri heldur en sól og blíða.
Það hlýtur að hafa verið allmikið hlýrra hér á skerinu í tíð Ingólfs og félaga og því hefur þessi tími hentað vel. Það hafa reyndar verið leidd að því rök af mönnum mér mun fróðari að hér hafi verið hlýrra, minnst er á Klofajökul í Landnámu, og telja menn líklegt að þar sé Vatnjökull mættur vannærður af úrkomu og því ekki nem um helmingur þess sem hann nú er.
Einnig er minnst á það í fleiri af okkar merkisfornbókmenntum að bæði gróður hafi verið meiri og jökulvötn minni á miðhálendinu, þar hafi menn fari þvert yfir hálendið á Þingvöll, og væri það erfitt nema kæmi til meiri gróður og minni fallvötn.
En vangaveltur um hlýrra Ísland á tímum landnáms hverfa þó alveg í skuggan af því veðurfari sem hér ríkti fyrir um 10 miljónum ára. Hér uxu risafurur og annar gróður sem finnst núna ekki fyrr en mun sunnar er komið, en talið er að gróðurfar hér hafi verið svipað og það er nú í miðríkjum austurstrandar Bandaríkanna.
Hér hafa fundist steingerðir trjábolir sem eru yfir 1m í þvermál og eitthvað af öðrum steingerfingum sem gefa sterkar vísbbendingar um að hér hafi verið töluvert mikið hlýrra en nú er, og mun hlýrra heldur en var um landnám, og að hér hafi landið verið vaxið skógi frá tindum niður að sjó, og það alvöru timbur á ferðinni ekki einhverjar birkikræklur.
Þá hefði nú verið við hæfi að halda upp á sumardaginn fyrsta í apríl.......
Athugasemdir
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi, nú 19. til 25. apríl, en 9. til 15. apríl í gamla stíl fyrir 1700. Um fyrsta sumardag er getið þegar í elstu heimildum. Vikan var helsta tímaeining í gamla íslenska tímatalinu, og kann það að valda nokkru um að nafn fyrsta sumarmánaðar, hörpu, er ekki þekkt fyrr en frá 17. öld.
Nafnið virðist dregið af vorhörkum, en síðar tengist það öðrum persónugerðum mánaðaheitum og er þá litið á Hörpu sem yngismey sem piltar eiga að fagna á fyrsta degi. Sumarblóta er lítillega gerið í frásögnum af heiðnum sið. Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að Íslendingar hafi alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum. Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki var unnið nema nauðsynjastörf eða táknræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja. Víða var messað á sumardaginn fyrsta til miðrar 18. aldar en húslestrar héldust mun lengur. Samkomur hefjast í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamót tengjast þær ungmennafélögunum, en frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi. Fyrsti „barnadagurinn" var í Reykjavík árið 1921. Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu, og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur „frýs saman" aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar maður sá fyrsta tungl sumars átti hann að steinþegja þar til einhver ávarpaði hann. Úr ávarpinu mátti lesa véfrétt, og hét þetta að láta svara sér „í sumartunglið".
Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson, 1996
Ég er engu nær
Jón Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 23:15
gleðilegt sumar
Ólafur fannberg, 22.4.2007 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.