Hvernig fóru....

Fuglarnir að áður en mannskeppnan settist hér að á skerinu???

Þessi spurning kviknaði í kolli mínum þegar ég sat á Olís í dag og drakk kaffibolla og át Rommý með, og las bændablaðið.

Þar var grein eftir einhvern eflaust vel þenkjandi mann sem hafði miklar áhyggjur af því hvernig væri fyrir varpi komið á Hornströndum, þar sem allt er víst yfirfullt af tófu. 

Ég fór að velta því fyrir mér hvernig fuglar Íslands fóru að þessi 9.800.- ár sem liðu frá þvi að heimskautarefurinn settist hér að og þar til að skeggjaðir og síðhærðir norðmenn, sem samkvæmt Snorra Sturlusyni komu sunnan frá Tyrklandi og nágrenni, settu sig hér niður á skerinu og hófu hernað gegn ref.....

Kanski að þeir ágætu lundar og fleiri svartfuglar á þessum tíma hafi haft einhver ráð með að verjast ránsferðum lágfótunnar eða að hún hafi ekki sest að á Hornströndum fyrr en eftir landnám og því hafi mannskeppnan séð um að vernda varp þessara ágætu fugla frá skollanum til að eiga greiðan aðgang að eggjum fyrir sig.

Eða kannski að sögnin um það hvernig það bar til að tófan settist að á eyjunni í norðri, sé sönn og að rebbi hafi aldei athafnað sig á landi hér nema með afskiptum mannskepnunar.

Ég veit það ekki, en ég held að náttúran sjái um sig í þessu máli í það minnsta og ef að melrakkinn gengur of nærri bjargfugli þá verði einfaldlega ekki nóg af æti og því verða gotinn minni og honum fækkar.  Ef að tæfan fær ekki æti þá sveltur hún og étur jafnvel undan sér, og ég held að ekki sé þörf á því að missa mikin svefn yfir því þó að ekki megi veiða ref á Hornströndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála þessu. Góður punktur.

Marinó Már Marinósson, 27.6.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband