Er alveg að verða Kol....

Vitlaus á þessu Kolviðarkjaftæði sem er í gangi þessa dagana.  Kolviður þetta og kolviður hitt.  Það er varla hægt að opna blað eða horfa á fjölmiðil þessa dagana nema rekast á eitthvað sem er kolefnisjafnað, ég er viss um að bændur fara bráðum að auglýsa kolefnisjafnaðar beljur, kýr gefa jú töluvert frá sér af gróðurhúsalofttegundum þó vissulega sé það ekki Co2 nema í litlu mæli.

Bílaumboð auglýsir "græna" bíla og fleira og fleira.  Það eru meira að segja uppi hugmyndir um að kolefnisjafna heilt álver við Húsavík, hvað þarf að leggja mikið landd undir skóg til að það náist og er það búið að fara í umhverfismat??

Ekki misskilja mig, ég tel þetta vera skref í rétta átt, en ég tel það ekki umhverfisvænt ef það á að fylla allar heiðar í nágrenni við Húsavík af lerki, greni eða þessháttar erlendum hríslum, það er í mínum huga ekki vistvænt eða æskilegt.

Ef það á að reyna að binda íslenska mengun, verður að gera það með íslenskum plöntum, ekki eintómum útlendingum.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvað ætli Kolviður blikksmiður segi um þetta?

Jón Ragnarsson, 28.6.2007 kl. 03:40

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Skyldi maður geta kolefnisjafnað samviskuna? 

Marinó Már Marinósson, 28.6.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Hvað gerum við þegar við höfum ekki pláss til að kolefnisjafna meira

Marinó, við erum að kolefnisjafna samviskuna

Arnfinnur Bragason, 28.6.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband