Hefði ekki trúað því....

Að ég myndi ekki nenna að keyra eitthvað.   Enn þannig hefur málið verið vaxið af minni hálfu í gegnum tíðina að ef eitthvað hefur verið hægt að keyra þá er ég alltaf til. 

En nú bar svo við að ég hreinlega nennti ekki að keyra vestur á Gufuskála til að sinna unglingunum mínum og tók því flug til Reykjavíkur og mun ég keyra þaðan til móts við þennan hóp af frábærum krökkum sem eru framtíð Björgunarsveitarinnar hér á Reyðarfirði.

En það er kannski ekki svo skrítið að maður sé seinþreyttur til aksturs akkúrat núna þar sem ég hef ásamt fleirum félögum í Ársól lagt að baki um 3000 km í hálendisverkefni SL á undanförnum dögum.

Síðustu dagar eru búnir að vera hreint út sagt frábærir, fyrst 5 dagar á fjöllum með félögum mínum úr Ársól, síðan aðrir 5 með fjölskyldu og vinum, fyrst í bústað og svo á tjaldferðarlagi, og þrátt fyrir að allt þetta hafi verið virkilega gaman þá var nú voðalega gott að koma loksins heim eftir þennan mega rúnt.

En nú er stefnan tekin á Gufuskála þar sem að Landsmót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landabjargar fer fram í ár og mun það eflaust vera mjög gaman að taka þátt í því.  Ársól er þar með 13 krakka sem eru klár í allt sem að fyrir þau verður lagt, og að öðrum ólöstuðum þá held ég að þessi hópur verði algerlega til fyrirmyndar á allan hátt.

En senn fer þessum dögum ferðalaga og sælu að ljúka, því að nú fer að koma að því að maður þarf að fara að mæta til vinnu, en áður en það gerist mun ég fara í Skrúð til veiða á nokkrum lundum með veiðimanni af guðs náð Henning Aðalmundssyni og verður það eflaust grenjandi snilld að venju.

 Sí jú aránd..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ævinlega sæll og blessaður, það styttist í Skrúðinn gamli minn og er ekki laust við að manni sé farið að hlakka til, enda verður félagsskapurinn ekki af verri endanum...

Sjáumst hressir

hennarinn

Henning Þór (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband