Við erum stödd......

Í vinalegum fallegum bæ úti á landi.

Við horfum í kringum okkur, og þá kemur í ljós að það eru 300 metrar í grunnskólan og svipað  í leikskólan, það eru 600 metrar í matvöruverslunina á staðnum 350 metrar í heilsuræktina og íþróttahúsið, 800 metrar í kirkjuna og svipað í heilsugæsluna, og samt er húsið sem við stöndum við alls ekki í miðjum bænum.

Ekki nóg með það, heldur eru 150 metrar í gjöfulan berjamó, og ef maður gengur 50 metra í viðbót getur þú týnt lerkisveppi og á veturna gætir þú veitt rjúpu, en þarft reyndar að labba um 800 metra í viðbót því að ekki má skjóta rjúpu innanbæjar.

Þennan dag sem við erum þarna eru hreindýraveiðimenn að veiðum í ekki nema um 5 km fjarlægð og úti á spegilslettum firðinum eru tveir félagar að draga þorsktitti á sjóstöng sér til búdrýginda og ánægju.

Ef að fólk kýs gönguferð í nánast ósnortnu umhverfi þarf ekki nema að rölta í 10-15 mínútur og þá er bærinn og oll ummerki um annað en ósnortna náttúru, horfið sjónum okkar.

Hvar finna menn svona einstakan stað með öllum þessum gæðum??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kongó maður, Kongó.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:36

2 identicon

"Þú ert á góðum stað....Fjarðarbyggð"

Djöfull er ég samála þér, ekkert jafnast á við litla vinalega staði úti á landi.  En eitt skil ég ekki, hvers vegna vill fólk búa á höfuðborgarsvæðinu þar sem það þarf að borga jafn mikið fyrir blokkaríbúð og fyrir einbýlishús hér? Samt er ekki lægri laun hér en í bænum. Börnin geta leikið sé úti í guðsgrænni nátúruni og fullorðna fólkið getur veit fisk og fugla, farið á fjöll, sleða og skíði.  Stutt í allt, vinnuna og rætina en í bænum þarf að sitja í bíl í 40mín til að komast í næstu búð.   HVAÐ ER Í GANGI???

Gylfi Frímannsson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Fallegustu staðir landsins ef ekki heimsins eru á austfjörðum það er ekki spurning.  Þessi lýsing getur reydnar átt við marga staði þar en geri ráð fyrir að þú sért að svolítið litaður í tali og sért að tala um Reyðarfjörð

Óttarr Makuch, 26.8.2007 kl. 14:56

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Egilsstaðir.is , Drengur !!!

Ingólfur Þór Guðmundsson, 26.8.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband