Ég á .....

Tvö af þeim börnum sem fengið hafa undanþágur frá Heilbrigðiseftirlitinu og ég skrifaði uppá undanþágur fyrir þau bæði með glöðu geði

Ekki er ég fanatískur á reykingar, reyki nú ekki mikið sjálfur en engu að síður finnst mér að þetta sé nú komið út fyrir allan þjófabálk þetta reglugerðarfargan í kringum þetta allt saman.  Á meðan þetta er löglegur varningur og það er löglegt að 14 ára ungmenni vinni við afgreiðslustörf þá eru þetta bara öfgar og ekkert annað að banna þeim að afgreiða eina vöru.

Tökum eldra barnið mitt sem þarna vinnur sem dæmi, hann er 17 ára og er þarna í fullri vinnu, er meira að segja yfir sinni vakt og er að standa sig vel í vinnu, hann má hinsvegar ekki afgreiða tóbak, hvaða helv... rugl er þetta. 

Og svona til að árétta það misræmi sem er í lögum og reglugerðum varðandi aldur og leyfi til að gera eitt og annað þá er til dæmis hægt að benda á það að hann má ekki eiga bíl nema hafa til þess leyfi frá sýslumanni, hann má síðan á næsta ári eiga bíl og gifta sig, en ekki skála í kampavíni í eigin brúðkaupi.

Honum er semsagt treyst til þess að stofna fjölskyldu, fjarfesta í fasteignum stofna fyrirtæki, en hann verður að bíða í 2 ár til viðbótar með það að skála fyrir brúði sinni.

Ef aftur á móti 12 ára gamalt barn þarf á flugfari að halda innan lands sem utan telst það fullorðið en ekki barn.

Ég tek takmörkunum á reykingum fagnandi, en öllu má nú ofgera.


mbl.is 14 ára fá undanþágu til að afgreiða tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband