Enn og aftur....

Kemur það í ljós hversu handónýtar þessar "mótvægisaðgerðir" eru, ég er ekki viss um að eitt nýtt starf hafi skapast niðri á fjörðum vegna þeirra.

Það má reyndar líta á stóru myndina í þessu, og segja að Egilsstaðabúar missi hvað mest þegar svona kvótaskerðing er annars vegar, því að samdráttur í tekjum við sjávarsíðuna skilar sér væntanlega í samdrætti á kaupum á þjónustu Fjarðamanna á Héraði og þessvegna mætti segja að þetta sé réttlætanlegt, en mér finnst nú persónulega að mótvægisaðgerðir sem þessar eigi að beinast að þeim byggðum sem eru utan áhrifasvæðis virkjunar og stóriðju hér fyrir austan, fyrst og fremst, og þar eru Egilsstaðir ekki.

Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Djúpivogur og Breiðdalsvík eru staðir hér fyrir austan sem þurfa mest á þessu að halda, og best væri ef hægt væri að skapa varanleg framtíðarstörf á þessum stöðum, en ekki eitthvað tímabundið.


mbl.is Tvö ný störf í boði á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strax er farið að ræða um mótvægisaðgerðir vegna loðnustopps..

Heyrst hefur að það eigi að leggja nýjann veg á Seyðisfjörð. Hann á að liggja frá Köldukvísl á Fagradal, liggja í 32 beygjum upp á Gagnheiðina framm hjá möstrunum, og svo niður á gamla veginn við stífluna hjá Fjarðavirkjun áður en fer að halla undan oní Seyðisfjörð. Kostnaðurinn er talinn vera 3,2 milljarðar.

Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband