9.11.2006 | 05:57
Eitt stykki dauð belja....
Í dag var aldrei þessu vant ekkert flogið og ég er á sama staðnum 2 nætur í röð. Við byrjuðum daginn á morgunmat eins og lög gera ráð fyrir, og síðan var rennt til Rockdale til að skoða.. já einmitt steypuskála. Eiddum deginum í það ásamt því að fara yfir mögulega byrjunarörðugleika í okkar tækjum, sem sett verða upp í okkar skála, en þarna hafa starfsmenn aðiens meiri reynslu en við, ehh það er að segja við höfum enga og þeir ca 50 ár.
En þegar því var lokið var farið út að borða á veitingastað sem var nú frekar sjoppulegur, en maður minn hvað maturinn var góður, og steikurnar voru svona, ja hvað skal segja ca hálf belja eða heil eftir því hvarsu svangur þú varst. Og fljótt frá sagt þá var engin leið að klára eitt stykki steik af stærri gerðinni
En það er rétt sem sagt er, eki panta stórt af nienu í Ameríku því að það er RISASTÓRT!!!!!!
Ég veit að það hefur verið kvartað yfir myndaskorti en ég hef nú ekki tekið mikið af myndum (enda lítið annað séð nema innviði álvera og flugstöðvarbygginga) en um leið og eitthvað kemur af myndum set ég þær inn
Sjú
Athugasemdir
Það á víst að vera "y" í "Eyða"
Eiður Ragnarsson, 9.11.2006 kl. 05:58
Muuu... ég er að fara að sofa, kl. er 6.22, nýr visir.is kominn í loftið.
Jón Ragnarsson, 9.11.2006 kl. 06:23
ég þekki einn sem gæti örugglega tæklað svona muu steik en fyrsti stafurinn er gylfi og étur hann á við heila bjsv einsog þú veist hehe hér er annars allt gott að frétta en simmi tók vel af dósum á ´þriðjudag en kofinn var alveg smekk eftir mánudagskvöldið "shitturinn" bið að heilsa kv "staðgengillinn"
ingi lár vilbergssona (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.