Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
31.12.2006 | 11:01
Djöfulsins hálfvitar..............
Heppnir að sprengja ekki af sér hausinn þessir djöf............ hálfvitar. Og hvar fengu þeir tívolíbombu ég bara spyr, það er ekki leyfilegt að selja þessa vöru tiil almennings.
Það er svona fikt sem veldur flestum slysum sem tengd eru flugeldum , og sauðdrukknir skotmenn.
Eigið slysalaus áramót..
Sprengdu strætóskýli í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2006 | 03:09
Ánægjulegt
Þetta eru góðar fréttir fyrir alla þá veiðimenn sem ekki fengu leyfi á síðasta tímabili. Nú verða eitthvað færri sem sitja eftir með sárt ennið í næsta hreindýralottói...
Kanski að ég fái leyfi núna en ég fékk ekkert í fyrra.
Gott er dauðu dýri heim að drösla.......
Heimilt að veiða 1.137 hreindýr árið 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2006 | 08:42
Já.... það er nefnilega það
Þegar maður hélt að maður væri búinn að upplifa alla þá heimsku sem ameríkanar eru með inbundið í sína stjórnarskrá, þá poppar upp enn ein vitleysan.
Ætli Rebublicanar liggi á bæn um ekki skjótan bata??????????
Tvísýnt um meirihluta demókrata á Bandaríkjaþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2006 | 00:54
Björn Dagur
Kastljósþáttur nokkur hafur verið mikið í umræðunni hér á netinu, þar sem þeir mætast Björn Ingi og Dagur B. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra í þessum þætti og ég veldi því stundum fyrir mér hvort að allir hafi verið að horfa á sama þáttinn.
Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja um þetta allt saman, hvort að þessar ráðningar séu réttar eða rangar, en það virðist sem mönnum hafi yfirsést aðalmálið, það er hvort að viðkomandi einstaklingar séu hæfir eður ei.
Ég get ekki fyrir mitt leyti lagt nokkuð mat á það hversu hæfir eða óhæfir viðkomandi einstaklingar eru, því að ég þekki þett ágæta fólk ekki neitt, en nú skulum við aðeins velta einu fyrir okkur:
Myndi pólitískt kjörinn fulltrúi, hvort sem hann er Framsóknarmaður, Sjálfstæðismaður, Samfylkingarmaður, Vinstri Grænn, eða bara Frjálslyndur, ráða menn í vinnu, varanlega eða tímabundið, án þess að vera viss um að hann myndi klára verkið og gera það vel?????
Ef að samflokksmaður er óhæfur eða veldur ekki starfinu, hvað þýðir það?? Það þýðir bara að útkoman er ekki góð fyrir kjörna fulltrúann, það verður klúður, illa gert eða illa rekið.
Og hvað gerist þá næst? Jú það koma kosningar og við sem kjósum, sjáum klúðrið, við sjáum hvað reksturinn er slæmur, og við refsum KJÖRNA fulltrúanum með því að merkja við bókstaf af rangri gerð, fyir viðkomandi kjörna fulltrúa...
Og annað til viðbótar, ef það er auglýst og hæfasti einstaklingurinn er samflokksmaður kjörna fulltrúans, hvað gerist þá???
Menn standa upp og hrópa PÓLITÍSK RÁÐNING.....SPILLING..... osfrv.
Þannig að vera pólitískt kjörin fulltrúi og að þurfa að ráða fólk í vinnu, það er svona..
No win situation....................
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2006 | 17:26
Já aumingja hún...
Ég var að lesa pistil á síðunni hans Gumma Steingríms. Það var s.s. ekki í frásögur færandi nema hvað hann vitnar í eina ágæta persónu, og vandræði hennar við að fá aðstoð við að skipta um bíldekk.
Ég ætla að leyfa mér að taka hluta af hans pistli og skeyta honum hér inn:
"Beta rokk sá ég að skrifaði grein í Fréttablaðið í gær um að Íslendingar væru orðnir ruddar upp til hópa. Öll hjálpsemi gleymd og náungakærleikur. Hún eyddi þremur tímum í að fá einhvern til þess að hjálpa sér að skipta um dekk í miðjum Vesturbænum á dögunum. Fólk lyfti ekki litla fingri. Strunsaði bara framhjá."
Ég man ekki betur en að áðurnefnd Beta hafi verið ein af álitsgjöfum fréttablaðsins, þegar Krummaskuðsfréttin ógurlega kom út. Þetta er bara fyndið, því að ég er þess fullviss að ef hún Beta hafði verið stödd á Eyrarbakka eða Blöndósi eða Reyðarfirði, þá hefði hún fengið aðstoð á innan við 3 mínútum og líklega hefðu fleiri en einn boðist til að hjálpa.
Já það er gott að búa í...................
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2006 | 11:18
Uppfærsla.....
Ég var að skrifa smá grein í fréttabréf Fjarðaáls sem er sent á öll E-mil hér á svæðinu og ákvað í leiðinni að yfirfara hversu ógurlega mikið ferðalag þetta var hjá okkur, og hér má sjá niðurstöður frá þeirri uppærslu.
Þetta eru flugleiðirnar og kílómetratalan var 20.550. km í loftinu....... Og borgirnar voru eftirtaldar í þeirri röð sem við flugum til eða frá þeim:
Egilsstaðir - Keflavík - Baltimore - Charlotte - Charlstone - Charlotte - Cincinatty - Austin - Salt Lake City - Seattle - Wenatchee - Seattle - Cincinatty - Pittsburg - Minneappolis - Keflavík - Egilstaðir.
16 flug á 13 dögum, og samt voru 5 dagar þar sem ekkert var flogið......
Ja mikið helv......
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2006 | 15:03
Umferðarómenning
Það er staðreynd að flest umferðarslys verða vegna vanmat á aðstæðum og eigin getu, og það er það sem við (og ég meðtalinn) þurfum virkilega að vinna í. Hvað ætli t.d. að margir árekstrar verði vegna þess að það er tekið framúr á heilli línu?? Eða framúakstur reyndur þar sem í raun ekkert pláss er fyrir slíkt??
Ég lánaði t.d. bíl sem ég átti (eða konan reyndar) norður á Akureyri í fyrra, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað sá sem fékk bílinn lánaðan hringdi í mig og tjáði mér að bíllinn væri ónýtur því að hann hefði lent í árekstri. Ég sá fyrir mér að það hefði verið svona "hefðbundinn" árekstur þar sem tveir bílar nuddast svona saman, en nei bíllin var gerónýtur af því að hann hafði fengið tæplega 3 tonna jeppa beint framan á sig, þar sem jeppin var að reyna að taka framúr 18 metra löngum flutningabíl á TVÖFALDRI ÓBROTINNI LÍNU.
Þarna var bara mildi að engi slasaðist alvarlega, einungis var um mar og smáskrámur að ræða.
Þarna hefðu 2 akreinar í hvora átt komið í veg fyrir þetta slys, það er alveg á hreinu, en þarna hefði heilbrigð skynsemi í kolli viðkomandi ökumanns líka komið í veg fyrir slys.
Svona lagað er náttúrulega bara fíflaskapur og það er mikið af honum í gangi því miður. Annað sem þessu tengist eru merkingar Vegagerðarinnar, þær eru stundum ekki nógu góðar. Ég hef oft sleppt því að tka framúr þar sem merkingar leyfa það, einungis vegna þess að mér hefur fundist of blint á viðkomandi stað til framúraksturs.´
Nú finnst sum ég sjálfsagt vera að henda grjóti úr glerhúsi, því ekki hef ég það endilega fyrir reglu að keyra alltaf á löglegum hraða, en á óbrotinni línu eða blindhæð tek ég ekki framúr, ef að mikil umferð er þá tek ég ekki framúr, en þetta eru hættulegustu tilvikin, þegar menn eru að reyna eitthvað í þeim dúr.
Ég er ekki með þessum skrifum mínum að fella dóma yfir þeim hörmulegu slysum sem átt hafa sér stað undanfarið, því ég veit ekkert um málsatvik þar, ég er einungis að vitna í atvik sem ég þekki persónulega.
Gott er heilum vagni heim að aka.........
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.12.2006 | 09:54
Þetta verð ég að sjá
Ég man eftir fyrstu kynnum mínum af þessari frábæru sveit, en það var einhverntíman þegar ég og Baddi frændi minn vorum að skoða plötusafn pabba hans. Þar rákumst við á Jethro Tull og Led Zeppelin og það var gersamlega ofvaxið okkar skilningi af hverju í ósköpunum ekkert þessu líkt væri ekki spilað í útvarpinu, okkur fannst þetta einfaldlega tær snilld!!
En hafa ber í huga að þetta var líklega í kringum 1986 og tónlist af þessu tagi var bara einfaldlega ekki spiluð á öldum ljósvakans því miður.
Nú er ég hinsvegar að hlusta á Creed og Red Hot Chili Peppers og ekki er það heldur slæmt.
Can yoou take me higher........
Jethro Tull snýr aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2006 | 12:27
Áramót
Það er nú kanski fullsnemmt að fara að tala um áramótin núna strax, en engu að síður...
Var núna í morgunn uppí í Grunnskóla að prédika yfir 4 efstu árgöngunum varðandi flugelda og hversu hættulegir þeir geta verið. Sýndi þeim m.a. nokkrar ekki fallegar myndir til að vekja þau til lumhugsunar um það hversu alvarlegt það getur verið að sprengja flugeld í höndunum á sér eða framan í sig. '
Þegar ég hafí lokið minni tölu þá tóku Heiðar og Björgvin við og Heiðar sem lennti í alvarlegau slysi á síðasta ári (hann fékk voðaskot í hendi) sagði krökkunum frá sinni reynslu, en nú er akkúrat ár liðið frá slysinu og fimm aðgerðir að baki og því getur hann sagt nákvæmlega hvernig það er að slasa sig á þennan hátt, en hans áverkar og þeir sem geta orðið við flugeldafikt eru áþekkir að flestu leyti.
Ég er ekki frá því að þetta hafi haft áhrif og vonandi hugsa gríslingarnir sig um áður en þeir fara út í eitthvað helv.... fikt sem kostar þá útlim eða auga.
Eigum slysalaus áramót........
7.12.2006 | 09:03
Snilld!!!!!!!!!!!!
Þetta er eitthvað sem mætt alveg klárlega gera oftar. Þeir eru alltof margir sem stunda svona helv..... sóðaskap og komast upp með það.
Götur eru ekki ruslafötur..........
Kærður fyrir sóðaskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |