Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

365 daga á ári......

Og 24 klst á sólarhring, það er vaktin sem björgunarsveitarmenn og konur standa að öllu jöfnu.  Þessi vakt er staðin hvernig sem viðrar og alltaf eru einhverjir klárir í útkallið, ef það skyldi koma.

En það er um að gera að gera SL erfiðara fyrir, því nú er einhver snillingur búinn að kæra félagið til samkeppnisstofnunar og samkeppnisstofnun búin að úrskurða að félaginu sé skylt að vera með tvöfaldan rekstur, eina deild sem sinnir því sem talist geti samkeppnisrekstur og aðra deild sem heldur utanum allt hitt.

Þvílí endemis djöfulsins vitleysa, maður á ekki til orð yfir þessu!!!  Á meðan við sem búum úti á landi borgum vikulaun verkamanns í flugfargjöld til höfuðstaðarins, og samkeppni þar er engin og því okrað á okkur, þá eru samkeppnisyfirvöld að vasast í því að veikja stærstu sjálfboðaliðasamtök á íslandi með svona vitleysisgangi.

Ég efast um að þessi söluaðili sjúkrakassa sé tilbúinn til að leyta að rjúpnaskyttu á komandi veiðitímabili, né vokkuð annað af því sem að björgunarsveitirnar standa í daglega, ja nema kanski gegn borgun.

Ég held að það sé komin tími til að stokka upp samkeppniseftirlitið allt, þannig að það beiti sér þar sem virkileg samráð og fákeppni er til staðar, en ráðist ekki á samtök sem eru að vinna í almannaþágu.

Sjá nánar hér:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1297856


Borgin við sundin...

Er mál málana þessa dagana, eða pólitíkin þar á bæ öllu heldur.   Ekki veit ég (frekar en margur annar) hver er sekur um hvað í þessu REI máli öllu, því ansi margsaga hafa menn verið undanfarið.

En hvar eru rannsóknarblaðamenn þessa lands þegar við þurfum á þeim að halda??  Ekki hefur neinn sprottið fram en til að kryfja málið til mergjar okkur öllum til upplýsininga.

Ég held nú reyndar að Sjálfstæðismenn geti sjálfum sér um kennt hvernig fór með meirihlutasamstarfið, því að þeir voru svo langt frá því að vera samtaka í byrjun málsins, þó kórinn hafi verið farin að tóna rétt í restina.  Lýðræðið var því miður ekki virt sögðu sjallarnir, en ef að þessi nýji meirihluti sem myndaðist með þessum farsakennda hætti er sammála um þetta mál, er það þá ekki lýðræðislegt??  Ekki var samstaða innan fráfarandi meirihluta um málið, og ef maður les milli línana átti Bingi einfaldlega að beygja sig undir vilja þeirra bláu í málinu.  Það er víst lýðræði í hugum Sjálfstæðismanna!!

Hitt er svo aftur annað mál hvort að þessi REI gjörningur allur er eitthvað sem vit eða óvit í, eða hvort að þetta er spilling af stærstu gráðu, ég veit bara einfaldlega ekki nóg til að meta það, en sitt sýnist hverjum um það.

Sumir málsmetandi aðilar hafa talað um spillingu bæði hjá Framsókn í þessu máli og aðrir beina fingri að Sjálfstæðismönnum og þeir benda hver á annan. Ekki veit ég, en mér finst þessir kaupréttarsamningar (það litla sem ég hef heyrt) frekar vafasamir, og einnig matið á þessum verðmætum.  Þetta er eins og einn góður hagfræðingur sagði eitt sinn "það er best að gefa sér niðurstöðuna fyrst og reikna svo, þar til henni er náð"

Það er margt skrítið í hausnum á kúnni......


Merkilegur andskoti......

Setti inná bloggsíðun mína fyrir nokkru tengil sem gerir mér kleyft að fylgjast með umferð inná hana, og margt merkilegt hefur dúkkað upp eftir að ég gerði það.

Til dæmis þá hefur síðan fengið heimsóknir frá 19 þjóðlöndum: Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Ungverjalandi, Kanada, Bandaríkunum, Svíðþjóð, Litháen, Írak, Suður Afríku, Rúmeníu, Þýskalandi, Spáni, Portúgal, Kína, Japan, Belgíu og Ítalíu.

Alveg stórmerkilegur andskoti

En misjafnt er þó hversu lengi viðkomandi heimsækja síðuna, eða allt frá 1 sek uppí 16 mínútur, og meðaltalið er rétt um 2 mínútur.

Það er gaman til þess að vita að einhver skuli nenna að eyða hér heilu korteri, þó að það sé ekki algengt, og vonandi hafði viðkomandi eitthvað gaman af.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband