Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Snjórinn orðin...

Að rigningu, hér í Trois Rivieres, en alla leiðina frá Beu Como snjóaði og það var frekar þreytandi að aka alla þessa leið (um 600km) á sumardekkum í hundslappadrífu.

En hér er ég komin og allt í gúddí með mig. ´

Hef s.s. ekki mikið að segja annað en það að ég hreinlega verð að fara hingað aftur að sumri til og keyra hér um, því að hér er sko öruggulega gríðarlega fallegt þegar allt er í sumarskrúða.  Ekki það að það sé ekki fallet núna, en það er bara öðruvísi og ekki eins ferða vænt.

Ég set inn myndir seinna, náði reyndar ekki mörgum, en einhverjar eru eflaust nothæfar.

Kveð að sinni.......


Engar myndir....

En smávegis texti...

Ég var að fara gera mig kláran í það að setja hér inn einhverjar myndir, en þá uppgvötvaði ég að ég varekki með snúru til að ná þeim útúr minniágætu myndavél, og verður það því að bíða enn um sinn.

Veðrið hefur breyst nú er 4 stiga frost og það moksnjóar, svo að það verður gríðarlega fróðlegt að keyra suðureftir eftur ef svona snjóar áfram, því að það sem að bílaleigur í Montreal kalla heilsársdekk eru heima á skerinu léleg sumardekk.  En það er rétt að örvænta ekki, því að ég held að helmingurinn af saltforða heimshafana verði til hér,  þegar vegagerðin sú Kanadíska hálkuver þjóvegi þá sem hér eru.

Næst verðu beðið um fjórhjóladrifsbíll en ekki bara tekin sú Harlemtýpa af bíl sem í boði er hvert sinn.

En dagurinn í dag er búinn að vera fróðlegur, nú veit maður hversu mikið okkar tæki og tól hafa þróast í gegnum tíðna því að þetta álver er með 55 ára gömlum kerskálum og 40 ára gamalli víravél.  Víravélin er reyndar töluvert endurnýjuð og það er margt líkt en engu að síður margt mun betra í okkar vél.... huh en ekki hvað... allt glænýtt!!

En nóg hamrað í bili....

 


Smá uppfærsla..

Á þesari bloggsíðu minni.  Hef ekki haft mikin tíma til að setja neitt hér inn undanfarið en það er nú bara eins og hlutirnir eru í dag.

Vorum að koma til Beu Como í Kanada, þar sem ég mun eyða næstu þremur dögum á ður en ég held aftur suður á bógin til Beucancour.  Hér verður skoðuð víravél sem er reyndar mun eldri en sú sem er í Beucancour, en sumir hlutar þessarar vélar eru líkari okkar.  Ég er hér með góðum hóp af fólki sem er búin að vera í ströngu prógrammi síðan í september við að læra á þessar maskínur, og koma þau ekki heim fyrr en 9 des.

Það var reyndar gríðarlega skemmtilegt að keyra hingað uppeftir alla 700 kílómetrana, en það var ekki mikið hægt að stoppa því að tíminn er af skornum skammti og prógrammið stíft.  Reyndi að taka eitthvað af myndum á leiðinni og ég mun setja eitthvað af þeim hérna inn í kvöld þegar við erum búin að fara fyrsta hring um verksmiðjuna

Veðrið er gott, 4 stiga hiti sól og heiðskýrt, og ég vona að þannig verði það líka á fimtudaginn þegar ég keyri aftur til baka  og þá ætti ég að geta náð fleiri myndum.

Þar sem að ég get ekki hringt úr GSM símanum hér þá mun ég nota þessa síðu til að senda ykur heima sem ég hef reynt að hringja í á hverjum degi, eitthver skilaboð um það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.

En kveð í bili.....


Já..

Það er greinilega ekki nóg að gera á Alþingi þessa daganna.  Kanski er ég bara karlremba út í eitt, en mér finnst að þingmenn (lesist þingkonur) geti nú eytt tímanum sínum í eitthvað þarfara en þetta, hlut sem skiptir akkúrat engu máli.

Það er fullt af starfsheitum sem hafa skýrskotun til annars hvors kynsins, en það er einungis í kolli þeirra sem lesa eða sjá starfsheitin sem mismunun eða kynjaskipting verður til.

Ég mynnist þess ekki að hafa tal mentamálaráherran okkar bíða þess hnekki á nokkurn hátt að vera ráðherra" eða fyrverandi Iðnaðarráðherra svo einhverjir ráðherrar kvenkyns séu nefndir.

Ættum við að fara með þetta niður í allar starfstéttir og breyta starfsheitum sem eru kven eða karl læg?  Með ómældum kostnaði og fyrirhöfn og ruglingi þá er það eflaust hægt, en ég held að það sé skynsamlegra að reyna að losa fordómana úr höfði þeirra sem hugsa á þessum nótum.


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak, en...

Það eru einnig viðskiptavinir Iceland air sem borga þetta, með skiptimynt og peningum sem þeir skilja eftir í vélum félagsins þegar þeir fara frá borði. 

Umslög þar sem fólk er hvatt til þess að styrkja þetta verkefni með skiptimynt sem að ekki er hægt að skipta í aðra gjaldmiðla þegar heim er komið eru um´borð í vélunum og ég veit um marga sem gera þetta, þ.e. setja klinkið í þessi þar til gerðu umslög.

En engu að síður er þetta gott framtak hjá þeim.

 


mbl.is Icelandair býður börnum með krabbamein í skemmtiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

með daginn..........

Kári Elvar Arnórsson á afmæli í dag og við félagar hans ákváðum að gefa drengnum almenilega gjöf í tilefni dagsins...

Afrakstur þess er hér á þessari mynd....Mynd013

Hann vissi nú ekki alveg hvernig átti að taka þessu, að bíllin hans væri komin með ný númer, en ég held að hann hafi verið nokkuð kátur með þetta....


Eitt sinn....

Var ég eldheitur stuðningsmaður þess að áfengi færi í matvöruverslanir, eða bara í allar verslanir sem vildu. 

En ég er það ekki lengur.

Mikil breyting hefur orðið á ÁTVR síðan ég var þessarar skoðunar og það er fyrst og fremst þessvegna sem ég er ekki hlyntur því að þetta fari í allar almennar búðir, og einnig er það vegna þess að ég bý á landsbyggðinni og sé fyrir mér minna vörúrval og skerta þjónustu verði þetta frumvarp að veruleika.

Skoðum málið aðeins....

Ef við tökum út aðgegnis tökin, þ.e. að aukið aðgengi valdi auknum skaða þá stendur eftir fullyrðing frumvarpssmíðenda að þetta auki þjónustu og tryggi lægra verð.

Eflaust lækkar verðið eitthvað en hvað kostar þetta að öðru leiti??  Ef við tökum staði eins og Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð,  Djúpavog Norfjörð, Seyðisfjörð og Egilsstaði fyrir, en allir þesir staðir eru með verslun frá ÁTVR í dag,þá þýðir þetta minni þjónustu og minna vöruúrval.  Af hverju?

Jú, á minni stöðum eins og þessa sem ég var að telja upp hefur ÁTVR tryggt ákveðið lágmarks vöruúrval í léttum vínum og bjór ásamt því að selja sterka drykki.  Ef t.d. Sparkaup á Djúpavogi mundi höndla með létta vínið og bjórinn, myndi vöruflokkum í þeim tegundum fækka, því að áfengislager er dýr og einungis handfylli af vinsælustu tegundunum standa eftir. 

Því næst myndi ÁTVR loka sinni verslun á staðnum því að ekki borgar sig að halda henni úti ef vinsælustu bjórtegundirnar fást í matvöruverslun staðarins (bjór er með margfalt hraðari vöruveltu en aðrar áfengistegundir og hann er afar stór  prósenta af heildar veltu og sölu ÁTVR)  og því myndu sterku drykkirnir ekki fást nema með gamla laginu, í gegnum póstkröfu.

Þegar "ríkið" væri farið er komin möguleiki fyrir verslunina að hækka álögur á þær fáu tegundir sem eftir sitja og þá sjá allir hvaða vítahring við erum komin í.

Eflaust lækkar verð þar sem samkeppnin er mest og eflaust eykst vöruúrval þar sem fólkið er flest, en ekki annarsstaðar

Þannig að það er mín skoðun að þetta frumvarp er tímaskekkja, því eftir að ÁTVR breytti stefnu sinni og fór að fjölga vínbúðum þá hefur þjónustan verið til fyrirmyndar og verðið það sama hvort sem um er að ræða Reykajavík eða Reyðarfjörð.

Svo má einngi benda á það að áfengi er nú þegar í matvöruverslunum t.d. á Djúpavogi og í bensínstöðvum t.d. á Seyðisfirði.  Meira að segja er hægta að versla útivistarfatnað og áfengi nánast í sömu verslun, á Reyðarfirði og Norfirði.

Það er engin þörf fyrir þetta frumvarp......


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband