Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
28.4.2010 | 07:43
Það er alveg grátbroslegt...
Að lesa bloggin um þessa frétt...
Guðrún er ýmist gerspillt frá gerspilltum flokki eða þessi gerspillti flokkur er að losa sig við óspilltan ferskan stjórnmálamann af því að hún er ekki þóknanleg eiinhverju "flokkseigandafélagi". Bara eftir því hvað hentar málstað viðkomandi....
Ég er alveg að verða búinn að fá mig fullsaddan af svona helvítis bulli, eini flokkurinn sem eitthvað hefur tekið til í sínum ranni er Framsóknarflokkurinn og það kemur berlega í ljós núna þegar þingmenn annara flokka þurkast í leyfi frá Alþingi, býst við að þeim gjörningum sé ekki lokið og fleiri eigi eftir að fara í frí.
Segir sig af lista Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2010 | 00:10
Spurning...
Hvað þetta heldur lengi áfram, það eru fordæmi fyrir því að það geti gosið ansi lengi úr þessari eldstöð sem og öðrum íslenskum.
Munar þó miklu um það hversu mikið gjóskufallið hefur minkað eftir að gosið náði sér uppúr ísnum að hluta og ef þetta verður hreint hraungos þá minka vandræðin sem af því hljótast.
Það verður þó ekki horft fram hjá því hversu miklar búsifjar íbúar undir Eyjafjöllum og þjóðarbúið allt hefur hlotið af þessu, en vonandi kemur ekki annað og öflugra gos í kjölfarið hjá nágrannanum Kötlu, en þó að það séu fordæmi fyrir því þá eru jú fleiri fordæmi þess að Eyjafjallajökull einn og sér gjósi án þess að Katla fylgi í kjölfarið.
Ég verð þó að segja það að orð Óla forseta eru í raun orð í tíma töluð því að allar okkar varúðarráðstafanir hafa snúist um rýmingu og bjargir á okkar fólki á hamfarasvæðunum en ekki hafði verið mikið horft í hluti eins og flugsamgöngur í allri Evrópu og víðar í þessu samhengi, en stæra gos frá Kötlu myndi hafa mun alvarlegri áhrif en þetta gos er nú búið að hafa og því ættu menn nú að hugsa í það minnsta eitthvað um úrræði ef hér yrði flugsamgangalaust í einhverjar vikur jafnvel komi til öflugs gos í Kötlu.
Einnig eru aðrar öflugar eldstöðvar sem gætu haft jafnslæm áhrif, s.s. Öræfajökull og Bárðarbunga en þessar stöðvar hafa verið mun rólegri í gegnum tíðina en eru samt virkar og gætu skotið ösku upp í himinhvolfin með líkum hætti og Eyjafjallajökull hefur gert, og gos í Bárðarbungu hafa verið öflug þó ekki hafi þar gosið á sögulegum tíma.
Jarðfræðingar hafa jafnvel talið að Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi hafi myndast í hamfarahlaupi við gos í Bárðarbungu en gljúfrin eru það gömul að sennilega hefur verið til staðar meiri ís en nú er. Stærsta hraun landsins og reyndar á jörðinni úr einu gosi á nútíma er ættað úr Bárðarbungu, en það er Þjórsárhraunið sem varð til í gosi í Bárðarbungu fyrir 8500 árum. Rann það ofan af hálendinu vestan við Bárðarbungu, og í sjó fram milli Ölfusár og Þjórsár. er það talið vera um 30 rúmkílómetrar og 950 ferkílómetrar, til samanburðar þá er Skaftárhraun það stærsta sem runnið hefur á sögulegum tíma á jörðinni "einungis" 12 rúmkílómetrar og um 500 ferkílómetrar.
Það er því ljóst að það sem við höfum upplifað af gosum hér á skerinu síðustu vikur er í raun bara sýnishorn af því sem getur hér gerst, en það ber auðvitað að hafa í huga að þessi stóru gos eru með löngu millibili og því ekki líklegt að við upplifum svona stærstu "sort" en þó má búast við einhverju stærra en því sem við höfum nú séð.
Fleiri svæði eru "komin á tíma" og sennilega eru þeirra hættulegust svæðin á Reykjanesi þ.e. Trölladyngja, Brennisteinsfjöll og Reykjaneskerfi, en síðustu staðfestu gos urðu fyrir um 700 árum, en venjuleg virkni í þessum kerfum er að öflugar goshrinur hafa komið á um 800 til 1000 ára fresti, og því má segja að þar sé kominn tími á gos þó svo að ansi mörg ár geti liðið áður en nokkuð gerist.
Engin merki um goslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2010 | 07:56
Fær þetta
Staðist nánari skoðun..??
Hef áður skrifað um þetta hér og mér finnst eins og það sé ekki horft á málið heilstætt og skoðað ofan í kjölinn. Hækkun lána Íbúðalánasjóðs var minni en allra annarra fjármálastofnana og einnig skulum við hafa hugfast að stór hluti þeirra sem tók þessi lán hefði hvort eð er fengið 90% lán, en þau voru þegar í boði fyrir tekjulága einstaklinga en svokölluð viðbótarlán stóðu þeim til boða sem voru að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð.
Einnig hefur hámarksupphæðin mikil áhrif en hjá íbúðalánasjóði er hún 18 milljónir, en þær eru nú fáar fasteignirnar sem kosta svo lítið að það dugi fyrir 90%.
Ég held að hér eigi aðeins að staldra við og skoða málið, því að það voru bankarnir sem höfðu langmest áhrif á fasteignaverð og þenslu með sínum yfirboðum og 100% lánum án hámarksupphæðar.
Þeir vildu íbúðalánasjóð feigan, vildu fá hans sneið af kökunni til að geta setið einir að þeim lánamarkaði sem til var þar, og allt var gert til að reyna að knésetja hann.
Áttu að vita betur en að auka útlán Íbúðalánasjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2010 | 15:21
Ég á....
Afmæli í dag og nenni ekki neinu, segir einhverstaðar í lagatexta með Borgfirðingnum Magna "the Magnicifent"
En ég á í sjálfu sér ekki afmæli en bloggafmæli á ég, og það eru nú 4 ár frá því að ég hóf að hamra niður orðum á þessum vettvangi..
Misjafnt hefur þetta nú verið, það er nú öllum ljóst að ég stefni ekki á nein Nóbelsverðlaun, enda er þetta aðalega gert til að ég fái smá útrás fyrir skoðanir mínar og kanski til að kitla egóið lítið eitt einnig.
Stundum er ég alveg þokkalega ánægður með mín skrif en stundum ekki og misvel eldist þetta. Ég fékk meira að segja þá flugu í höfuðið á tímabili að gefa út bloggið mitt með áföllnum athugasemdum og sjá hvaða undirtektir það fær, en ég held reyndar að það sé ekki endilega góð hugmynd...
En hvað um það, ég hef verið afskapleg latur að undanförnu að hamra á lyklaborðið, og kemur það til af tvennu fyrst og fremst þ.e. tímaskortur, og Facebook, en sá samskiptavettvangur léttir töluvert á þörfinni fyrir blogg, maður hefur jú ansi mikil samskipti þar í gegn við vinin mína og félaga....
En ef einhverjir hafa eitthvað gaman af þessu og ég næ að tjá mínar skoðanir eitthvað þá er tilgangnum náð..
Njótið...
24.4.2010 | 15:09
Þarf að skoða...
Það að gera þetta fyrir fleiri samgöngumannvirki..
Það er t.d. eitt slíkt í Hamarsfirði sem verður 100 ára eftir 5 ár og er ein elsta bogabrú á Íslandi.Þessa brú þarf að gera upp og varðveita því að hún er falleg og á fallegum stað og er merkilegur minnisvarði um samgöngur í árdaga bílsins á Íslandi..Hér er mynd af þessari brú tekin af nýju brúnni sem leysti hina af hólmi 1969
Brú fyrir gangandi og ríðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2010 | 17:09
Getur ekki einhver....
Góður rannsóknarblaðamaður eða bara einhver sem hefur tíma og áhuga, fundið út hvað íbúðalánasjóður lánaði mörgum 90% lán á meðan það var hægt?? Og hvort þessi lán voru hámarksupphæða (18 milljónir) eða minna??
Kannski er ég bara svona einfaldur, en ég skil ekki afhverju þessari einstöku aðgerð sem kom fyrst og fremst fólki á landsbyggðinni og fólki með lægri laun til góða, og einnig þeim sem voru að reyna að eignast sína fyrstu eign.
Mismunirinn er 1 (ein) milljón á gömlu lánunum og nýju miðað við hámarksupphæðir, á meðan "frjálsu bankarnir"lánuðu 100% án hámarksupphæðar (allt að 50 milljónum hefur maður heyrt)
Ef íbúðalánasjóður hefur lánað 15.000.- lán með þessum formerkjum þá eru það 15 milljarðar aukalega inn í hagkerfið, og miðað við þensluna og umfangið sem að í gangi var þá er það einungis skiptimynt..
Ég vil fá einhvern til að taka þetta út, og skoða, því að ég hef fulla trú á því að sú skoðun myndi leiða einmitt þetta í ljós, en ekki að það væri allt Framsóknarmönnum að kenna hrunið vegna þess að lán íbúðlánasjóðs hækkuðu. Vissulega bera fyrrverandi formaður og aðrir ábyrgð, en ekki vegna þessarar aðgerðar.
Framsókn er þó eini flokkurinn sem búinn er að taka til í sínum ranni, aðrir eiga eftir að gera það, eins og atburðir síðustu vikna hafa greinilega leitt í ljós.
Betur að aðrir flokkar hefðu haft það hugrekki fyrr, þá væri nú kanski búið að gera eitthvað í málefnum fjölskyldna í landinu, en ansi margar sjá ekki fram úr sínum vanda og Frú grámann og jarðfræðingurinn vilja ekki sjá hið sanna í málinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2010 | 08:03
Hvað er þetta...??
Er maðurinn á prósentum hjá Stjána ??
Einnig veltir maður því fyrir sér hvort að frændur okkar í Norge láti svona illa að stjórn, að ráðherran megi ekki missa úr tvo daga án þess að allt fari í bál og brand??
En ég held reyndar að þetta sé snilldartæki eins og svo margt sem Steve Jops og hans fólk hefur sennt frá sér...
Stýrði Noregi með iPad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2010 | 00:27
Hver á
Nú að sinna gæslu í kringum landið??
Það er ljóst að þessi aðgerð ásamt miklum sparnaði innan LHG verða til þess að skerða þjónustu og minka viðbragð hjá þessari stofnun.
Er möguleiki að gæslunnar sé ekki þörf?? Ja maður spyr sig, en ég er reyndar ekki á þeirri skoðun að hennar sé ekki þörf, en þegar alltaf er þrengt að þá hlýtur maður að velta því fyrir sér.
...
Ægir heldur til Senegal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2010 | 17:57
Þetta er ....
Eitthvað skrítið, þar sem ég var þarna á frðinni í dag og sá enga útlendinga aðeins slatta af Fáskrúðsfirðingum sem voru nýkomnir frá Ódáðavötnum
Þarna var allt á kafi í snjó og alveg ágætar merkingar við Hallormsstaða afleggjara niðri í Skriðdal.
Öxi var kolófær en ég gat paufast yfir Breiðdalsheiði með lagni á 4 pundum og í rólegheitum.
En veðrið var afspyrnufallegt og einmitt til þess fallið að leika sér í snjónum...
Ferðamenn festu sig á Öxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |