Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Bíddu....

er þetta ekki mynd af þeim mikla eðalvagni Toyota Tundra...?? Það sýnist mér...

Það er einnig umhugsunarvert, þar sem ég er nú mikill Toyota maður, að hagnaður Toyota í Ameríkuhrepp kemur hvergi fram, hann er talin með allri samstæðunni í Japan, en Toyota er einn af stæri bílaframleiðendum í Ameríku ásamt Hondu og Nissan..

Öll þessi fyrirtæki teljast ekki amerísk og því eru þau ekki þarna með.

FORD = Fix Or  Repair Daily


mbl.is Methagnaður hjá Ford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfalt mál.... Eða hvað...?

Málið er í raun allt sáraeinfalt.

Stjórnlagaþingið var yfirlýst áhugamál ríkisstjórnarinnar og þá einkum Jóhönnu Sigurðardóttur. Stjórnarandstaðan lét það eftir henni fyrir sitt leyti og málið rann baráttulítið í gegnum þingið. Til málsins var veitt hundruðum milljóna króna úr ríkissjóði sem er upp á lánsfé kominn. Stjórnvöld voru einráð um framkvæmdina. Árangurinn varð þessi.

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hunsaði kosninguna. Kosningin sjálf var svo geysilega illa framkvæmd að Hæstiréttur Íslands ógilti hana með öllu. Í öllum löndum myndu stjórnvöld með sómakennd biðjast afsökunar og minnast aldrei á málið aftur.

Á Íslandi situr hins vegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hún heimtar að fá að gera þetta allt aftur.

Og því má við bæta að það er með öllu óskiljanlegt hversu sofandi Jóhanna og co voru fyrir því að dómur gæti fallið á þennan veg.. Hefðu menn ekki átt að vera klárir með plan B ef allt færi á versta veg... ??

Og þá spyr maður.. Er undirbúningur þeirra á öðrum sviðum jafn "lame" ??


mbl.is Fyrirkomulagið var ekki lýðum ljóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Korter yfir....

Miklahvell... ??   Það er engin leið að gera sér grein fyrir þessum stærðum vegalengdum eða hugtökum, án þess að verað verulega "hringlaður" eins og maðurinn sagði.

En eitt er víst, að fyrir hverja eina spurningu sem færustu vísindamenn okkar svara þá kvikna 100 nýjar.

Fjarlægðin gerir fjöllin (stjörnurnar) blá (ar) og langt til Húsavíkur...


mbl.is Fjarlægasta vetrarbraut sem sést hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því miður...

Þá var þessi framkvæmd og umgjörð öll frekar illa hugsuð og framkvæmd og því er niðurstaðan þessi...

Hugmyndfræðin á bakvið þetta persónukjör, flóknar reglur um nýtingu atkvæða, lítill undirbúningstími, og margt fleira var ekki í lagi í þessari tilraun.

Vissulega var þetta allt gert af góðum hug og átti aldeilis að funkera flott, en var bara ekki nógu vel undirbúið og of flókið.

Einfalt gagnsætt hefði það átta að vera, hátt flækjustig og of lítil kynning fældu menn frá því að kjósa og því var kosningaþátttakan með því allra minnsta sem þekkist... Og varla hægt að tala um marktæka kosningu.

Nú veltir maður fyrir sér hvað verður næst í stöðunni... ??


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðinni.....

Blæðir út og ráðamönnum er andskotans sama...

Ég geri orð Óla sveitarstjóra á Seyðisfirði að mínum hvað þetta mál varðar.  Það er ekki nóg með það að við sem hér á dreifbýlinu búum sköpum gjaldeyristekjur sem eru 5-10 faldar á við hvern höfuðborgarbúar (miðað við hausatölu að sjálfsögðu) heldur þurfum við að taka við blóðugum niðurskurði því að við berum ekki nógu mörg atkvæði til kjörs á þing og allar líkur á því að það breitist enn meir á næstu misserum...

Ég minni á að sennilega koma um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar frá Fjarðabyggð... og vð erum rétt um 5000.... deilið því á hausa...


mbl.is Samkeppnisstaða versnar vegna hækkandi eldsneytisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Detta....

Mér nú allar dauðar lýs úr höfði.. . Ég meina dauðir fuglar úr himni...

Þetta er stórfurðulegt mál, að þarf að sjálfsögðu að rannska... vel og vandlega...


mbl.is Dularfullur fugladauði í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru stúlkan og drengurinn...

Sem vinna hlið við hlið á kassa í Hagkaupum, glæpamenn...?? Eiga þau feitar innistæður í Tortólskum bönkum?? Eiga þau skúffufyrirtæki þar sem þau fela sinn mikla auð, fengin með óheiðarlegum hætti út úr bönkum sem þau áttu, en áttu í raun ekki??

Þessum spurningum er sennilega nokkuð auðvelt að svara, drengurinn og stúlkan sem vinna sína vinnu á kassa í Hagkaupum eða Bónus, eru þar að vinna sitt verk á heiðarlegan hátt, eins og flestir Íslendingar stunda sína vinnu, samviskusamlega.

Kannski átta lesendur sig ekki á því hvað ég er að fara með þessari samlíkingu, en bíðum aðeins við.  Eigendur Haga, eða Bónus og Hagkaupa hafa verið fundnir sekir að dómstóli götunar, um svik og pretti og að ræna alla íslensku bankana innan frá.  Ekki hafa þeir enn verið dæmdir af dómstólum og mér er reyndar til efs að svo verði, en látum það liggja á milli hluta að sinni. 

En þarna er einmitt dæmi um ákveðna tegund sefjunar þ.e. eitt atvik sem er á skjön við það sem á að vera, eða einn einstaklingur sem kemur óheiðarlega fram, setur svartan blett á alla sem í kringum sig eru á allt sem tengist honum og hans vinnustað, allt samstarfsfólk.

Mér dettur ekki í hug að allir þegnar Uganda hafi lagt sér mannakjöt til munns þó að Idi Amin, leiðtogi þeirra til margra ára eigi að hafa gert það..

Ekki frekar en að stúlkan og drengurinn i Bónus séu óheiðarleg og steli frá landi og þjóð.

En því miður þá spinnst umræðan yfirleitt um einn hlut, einn einstakling og aðrir eru dæmdir út frá því.

Þetta er mjög algengt í dag t.d. þegar rætt er um þingmenn, og pólitíkusa þeir eru allir glæpamenn.. Einnig stórfyrirtæki, þar eru allir undir sama hatti glæpamenn.. Lögreglumenn eru kylfuglaðir meðalgreindir vitleysingar sem þrá ekkert heitar en að nota "mase" á alla sem í kringum þá eru, sjómenn eru allir sægreifar sem henda öðrum hverjum fiski sem um borð í báta þeirra kemur, bændur eru allir ónytjungar sem vinna ekki neitt og fá laun sín frá ríkinu, blaðamenn gera lítið annað en að ljúga því sem hentar og selur blöð.

Svona mætti halda endalaust áfram...

En horfum nú aðeins í kringum okkur... eru allir þingmenn og pólitíkusar illa innrætt handbendi hins illa ?? Ef við skoðum málið þá þekkjum við öll einhvern einn sem hefur gefið sig í það að sinna pólitík, af heilum hug með þá sannfæringu í brjósti að vilja öllum sem í kringum sig eru vel... Starfsfólk Alcoa, Alcan og annarra stórfyrirtæka fylgir lögum og reglum landsins í hvívetna og passar að allt fari fram eftir bókstafnum, Lögreglumenn eru upp til hópa tilbúnir að hjálpa og aðstoða hægri vinstri, sjómenn nýta aflann vel og veiða skynsamlega með vistvænum aðferðum án þess að arðræna land og þjóð, bændur sinna sínum verkum af samvisku og framleið a úrvals matvæli handa okkur sem ekki eigum býli og bú, blaðamenn segja sannleikan á hreinskiptin og réttan hátt.

Svona má lengi telja....

Það er misjafn sauður í mörgu fé, en það ber líka að hafa það í huga að í fáum hjörðum eru allir sauðirnir svartir...

Gleðilegt nýtt jákvæðnisár...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband