11.11.2007 | 19:34
Til hamingju
með daginn..........
Kári Elvar Arnórsson á afmæli í dag og við félagar hans ákváðum að gefa drengnum almenilega gjöf í tilefni dagsins...
Afrakstur þess er hér á þessari mynd....
Hann vissi nú ekki alveg hvernig átti að taka þessu, að bíllin hans væri komin með ný númer, en ég held að hann hafi verið nokkuð kátur með þetta....
11.11.2007 | 19:10
Eitt sinn....
Var ég eldheitur stuðningsmaður þess að áfengi færi í matvöruverslanir, eða bara í allar verslanir sem vildu.
En ég er það ekki lengur.
Mikil breyting hefur orðið á ÁTVR síðan ég var þessarar skoðunar og það er fyrst og fremst þessvegna sem ég er ekki hlyntur því að þetta fari í allar almennar búðir, og einnig er það vegna þess að ég bý á landsbyggðinni og sé fyrir mér minna vörúrval og skerta þjónustu verði þetta frumvarp að veruleika.
Skoðum málið aðeins....
Ef við tökum út aðgegnis tökin, þ.e. að aukið aðgengi valdi auknum skaða þá stendur eftir fullyrðing frumvarpssmíðenda að þetta auki þjónustu og tryggi lægra verð.
Eflaust lækkar verðið eitthvað en hvað kostar þetta að öðru leiti?? Ef við tökum staði eins og Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Djúpavog Norfjörð, Seyðisfjörð og Egilsstaði fyrir, en allir þesir staðir eru með verslun frá ÁTVR í dag,þá þýðir þetta minni þjónustu og minna vöruúrval. Af hverju?
Jú, á minni stöðum eins og þessa sem ég var að telja upp hefur ÁTVR tryggt ákveðið lágmarks vöruúrval í léttum vínum og bjór ásamt því að selja sterka drykki. Ef t.d. Sparkaup á Djúpavogi mundi höndla með létta vínið og bjórinn, myndi vöruflokkum í þeim tegundum fækka, því að áfengislager er dýr og einungis handfylli af vinsælustu tegundunum standa eftir.
Því næst myndi ÁTVR loka sinni verslun á staðnum því að ekki borgar sig að halda henni úti ef vinsælustu bjórtegundirnar fást í matvöruverslun staðarins (bjór er með margfalt hraðari vöruveltu en aðrar áfengistegundir og hann er afar stór prósenta af heildar veltu og sölu ÁTVR) og því myndu sterku drykkirnir ekki fást nema með gamla laginu, í gegnum póstkröfu.
Þegar "ríkið" væri farið er komin möguleiki fyrir verslunina að hækka álögur á þær fáu tegundir sem eftir sitja og þá sjá allir hvaða vítahring við erum komin í.
Eflaust lækkar verð þar sem samkeppnin er mest og eflaust eykst vöruúrval þar sem fólkið er flest, en ekki annarsstaðar
Þannig að það er mín skoðun að þetta frumvarp er tímaskekkja, því eftir að ÁTVR breytti stefnu sinni og fór að fjölga vínbúðum þá hefur þjónustan verið til fyrirmyndar og verðið það sama hvort sem um er að ræða Reykajavík eða Reyðarfjörð.
Svo má einngi benda á það að áfengi er nú þegar í matvöruverslunum t.d. á Djúpavogi og í bensínstöðvum t.d. á Seyðisfirði. Meira að segja er hægta að versla útivistarfatnað og áfengi nánast í sömu verslun, á Reyðarfirði og Norfirði.
Það er engin þörf fyrir þetta frumvarp......
21.10.2007 | 12:21
365 daga á ári......
Og 24 klst á sólarhring, það er vaktin sem björgunarsveitarmenn og konur standa að öllu jöfnu. Þessi vakt er staðin hvernig sem viðrar og alltaf eru einhverjir klárir í útkallið, ef það skyldi koma.
En það er um að gera að gera SL erfiðara fyrir, því nú er einhver snillingur búinn að kæra félagið til samkeppnisstofnunar og samkeppnisstofnun búin að úrskurða að félaginu sé skylt að vera með tvöfaldan rekstur, eina deild sem sinnir því sem talist geti samkeppnisrekstur og aðra deild sem heldur utanum allt hitt.
Þvílí endemis djöfulsins vitleysa, maður á ekki til orð yfir þessu!!! Á meðan við sem búum úti á landi borgum vikulaun verkamanns í flugfargjöld til höfuðstaðarins, og samkeppni þar er engin og því okrað á okkur, þá eru samkeppnisyfirvöld að vasast í því að veikja stærstu sjálfboðaliðasamtök á íslandi með svona vitleysisgangi.
Ég efast um að þessi söluaðili sjúkrakassa sé tilbúinn til að leyta að rjúpnaskyttu á komandi veiðitímabili, né vokkuð annað af því sem að björgunarsveitirnar standa í daglega, ja nema kanski gegn borgun.
Ég held að það sé komin tími til að stokka upp samkeppniseftirlitið allt, þannig að það beiti sér þar sem virkileg samráð og fákeppni er til staðar, en ráðist ekki á samtök sem eru að vinna í almannaþágu.
Sjá nánar hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1297856
15.10.2007 | 05:04
Borgin við sundin...
Er mál málana þessa dagana, eða pólitíkin þar á bæ öllu heldur. Ekki veit ég (frekar en margur annar) hver er sekur um hvað í þessu REI máli öllu, því ansi margsaga hafa menn verið undanfarið.
En hvar eru rannsóknarblaðamenn þessa lands þegar við þurfum á þeim að halda?? Ekki hefur neinn sprottið fram en til að kryfja málið til mergjar okkur öllum til upplýsininga.
Ég held nú reyndar að Sjálfstæðismenn geti sjálfum sér um kennt hvernig fór með meirihlutasamstarfið, því að þeir voru svo langt frá því að vera samtaka í byrjun málsins, þó kórinn hafi verið farin að tóna rétt í restina. Lýðræðið var því miður ekki virt sögðu sjallarnir, en ef að þessi nýji meirihluti sem myndaðist með þessum farsakennda hætti er sammála um þetta mál, er það þá ekki lýðræðislegt?? Ekki var samstaða innan fráfarandi meirihluta um málið, og ef maður les milli línana átti Bingi einfaldlega að beygja sig undir vilja þeirra bláu í málinu. Það er víst lýðræði í hugum Sjálfstæðismanna!!
Hitt er svo aftur annað mál hvort að þessi REI gjörningur allur er eitthvað sem vit eða óvit í, eða hvort að þetta er spilling af stærstu gráðu, ég veit bara einfaldlega ekki nóg til að meta það, en sitt sýnist hverjum um það.
Sumir málsmetandi aðilar hafa talað um spillingu bæði hjá Framsókn í þessu máli og aðrir beina fingri að Sjálfstæðismönnum og þeir benda hver á annan. Ekki veit ég, en mér finst þessir kaupréttarsamningar (það litla sem ég hef heyrt) frekar vafasamir, og einnig matið á þessum verðmætum. Þetta er eins og einn góður hagfræðingur sagði eitt sinn "það er best að gefa sér niðurstöðuna fyrst og reikna svo, þar til henni er náð"
Það er margt skrítið í hausnum á kúnni......
4.10.2007 | 05:04
Merkilegur andskoti......
Setti inná bloggsíðun mína fyrir nokkru tengil sem gerir mér kleyft að fylgjast með umferð inná hana, og margt merkilegt hefur dúkkað upp eftir að ég gerði það.
Til dæmis þá hefur síðan fengið heimsóknir frá 19 þjóðlöndum: Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Ungverjalandi, Kanada, Bandaríkunum, Svíðþjóð, Litháen, Írak, Suður Afríku, Rúmeníu, Þýskalandi, Spáni, Portúgal, Kína, Japan, Belgíu og Ítalíu.
Alveg stórmerkilegur andskoti
En misjafnt er þó hversu lengi viðkomandi heimsækja síðuna, eða allt frá 1 sek uppí 16 mínútur, og meðaltalið er rétt um 2 mínútur.
Það er gaman til þess að vita að einhver skuli nenna að eyða hér heilu korteri, þó að það sé ekki algengt, og vonandi hafði viðkomandi eitthvað gaman af.
28.9.2007 | 01:44
Fram og til baka
Ekki hefur þessi ákvörðun verið tekin nema af illri nausyn.
En bráðum fyrrverandi starfsfólk Eskju verður kanski að gera sér það að góðu að keyra Axarveg fram og til baka, því að hann er jú mótvægisaðgerð við þorskskerðingu.
Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 00:51
Eina í hvern fjórðug
Gott mál að ráðamenn séu loks að vakna til lífsins með fjölgun björgunarþyrlna, og vonandi hafa þeir rænu á því að hafa þær ekki allar á Torfunni eins og nú er.
Ein á Akureyri væri góð byrjun, það myndi stytta tíman sem tekur hana að sinna Norðurlandinu frá Skagafirði og alla leið á austfirði um helming. Næst skref yrði að koma annarri fyrir á Norðfirði, í tenglum við Fjórðungssjúkrahúsið þar eða á Hornafirði, því þá væri hún mitt á milli Torfunar og Akureyrar.
Þá etum við farið að tala um að það sé komið eitthvað skipulag á þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar.
Sjáum hvað setur...
Dómsmálaráðherrar Íslands og Noregs ræða um þyrlukaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 00:41
Hmmmmm
Ekki get ég nú séð að þörfin eða notkunin minki mikið ef t.d. eldsneyti hækkar, fólk þarf væntanlega að fara áfram á milli staða. Þetta verður að öllum líkindum bara til hækkunar, það liggur í hlutarins eðli.
Það má velta því fyrir sér afhverju fjármálaráðaneytið ákvað fyrir einhverjum misserum síðan að lækka aðflutningsgjöld á stórum jeppum, á meðan ekki var lækkað neitt fyrir dísilbíla eða tvinbíla eða bara bíla sem eyða litlu eldsneyti og eru léttari og vara þessvegna betur með vegina.
Fyrsta skrefið ætti að sjálfsögðu að vera að lækka aðflutnigsgjöld og tolla af neyslugrönnum bílum, næsta skref ætti að vera að taka upp skattlagningu á notkun veganna og lækka bensín og dísilgjald til að mæta því. Þessar aðgerðir myndu valda því að influtningur og notkun á eldsneyti myndi minka, ekki í einum grænum reyndar heldur eftir því sem að bílaflotinn breyttist.
En ég er smeykur, smeykur um að allir skattar og öll gjöld hækki bara......
Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 03:31
On the road again...
Jæja þá er það Kanda einu sini enn, en í þetta skiptið verður það bara stutt, eða ein vika. Reyndar verður þetta min lengra fyrir samferarfélaga mína í þetta sinn, en þeir verða hér í fjórar vikur fara óg fara svo heim í þrjár og út aftur í átta.
Þetta er reyndar töluvert öðruvisi núna hitinn meðal annars en í vetur voru gráðurnar -20 en nú eru þær +28... sem mér finnst reyndar fullheitt, en hvað getur maður gert annað en að sætta sig við það.
Fyrstu tveir dagarnir fóru í það að skoða álverið í Deschaumbault, en næstu dagar fara í skoðun á Rod mill í ABI álverinu sem er rétt hér hjá Three Rivers þar sem við erum nú og verðum á meðan dvölinni stendur. Það verður mjög spennandi verkefni að takast á við Víravélina góðu og koma henni í gagnið heima á skerinu, og ekki veitir af smá þjálfun áður en því verður startað.
Jamm svo er nú það...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 23:36
Uppbygging fiskistofna.
Ég frétti af bónda norður í landi sem slátraði alltaf fénu sínu rétt fyrri sauðburð, hann skildi svo ekkert í því afhverju bústofninn fór sífelt minnkandi og að það kæmust ekki nema örfá lömb á legg á hverju vori.
Þetta er nátúrulega allta saman uppspuni, en heimfærum þetta á sjávarútveginn, þar sem að til langs tíma hefur það tíðkast að veiða hrygningarfisk af stærstu gerði í net í massavís, og svo skilur engin afhverju nýliðun í þorskstofninum er ekki meiri en raun ber vitni..
Reyndar hefur þetta eitthvað breyst til batnaðar á síðari árum, en kanski er það fullseint í rassinn gripið....
15.9.2007 | 23:31
Ítalska mafían....
Veldur rafmagnsleysi á Vopnafirði.......
Já skoðum þetta aðeins betur, Vopnafjörður varðrafmagnslaus, og vilja sumir ágætir menn þar kenna Alcoa Fjarðaáli um, en það er ekki Fjarðaáli að kenna að landsvirkjun er á eftir áætlun, það er Impreglio að kenna og ef eitthvað er að marka það sem sumir halda fram þá er Impreglio rekið af ítölsku mafíunni....
Þannig að Ítalskir mafíósar bera ábyrgð á 4 klst rafmagnsleysi á Vopnafirði....
Sjá nánar í þessari frétt af Ruv .is...
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item169723/14.9.2007 | 15:08
Komum þjóðvegunum niður á láglendi...
Jamm einn þarna og annar hér, þetta gerist nær undantekningarlítið í fyrstu snjóum, og því ætti það að vera algert forgangsatriði að fækka fjallvegum, og það sérstaklega á þeim leiðum sem tengja saman landshluta og stærii byggðir.
Engin vegur sem hefur mikla umferð ætti að fara yfir 300 metrana ef það er nokkur leið til að komast hjá því, og þetta er hlutur sem fylgjendur hálendisvega ættu að hafa í huga.
Ég hef áður minnst á þetta og ég held að menn eigi að skoða það verulega vel áður ráðist er í misgáfulegar framkvæmdir í hvaða hæð vegurinn á að liggja.
Sjá nánar hér http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/137227/
Sendibifreið lenti utan vegar í mikilli hálku á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |