29.8.2007 | 19:12
Jólahesturinn.........
Er fallinn. Náði snuddanum inni í vesturbót í Hamarsdal á laugardaginn var í rigningarsudda og kaldaskít.
Vorum þarna nokkrir saman, með læsens tú kill, og við nýttum okkur það þarna um helgina, 2 tarfar á laugardaginn og tvær kýr með kálfum og einn tarfur á sunnudaginn.
Frábær helgi í góðum félagsskap, og liggur fyrir að sækja nokkrar gæsir í kistuna einnig ásamt rjúpu og þá er maður klár fyrir veturinn.
Setti inn nokkrar myndir úr veiðiferðinni sem ég og Henning vinur minn tókum í sameiningu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2007 | 14:15
Væri gaman...
Að fá svona sumarauka fram í sept jafnvel okt, það hefur gerst áður að sept er hlýr og notalegur, kanski að það verði svo í ár...
Hlýjast á landinu í dag á Kolaleiru við Reyðarfjörð....
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/austfirdir/
Veðrið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 10:03
Óþarfur og úreltur...
Sögðu bankarnir um íbúðalánasjóð, og frjálshyggjumenn og stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins söng þann söng með þeim.
Hvað er nú að koma á daginn??
Tilraun bankana til að knésetja sjóðinn tókst ekki og nú eru þeir að hækka vextina, þrátt fyrir fullyrðingar á sínum tíma um að það myndi ekki gerast.
Íbúðalánavextir hafa hækkað um 43% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2007 | 19:51
Við erum stödd......
Í vinalegum fallegum bæ úti á landi.
Við horfum í kringum okkur, og þá kemur í ljós að það eru 300 metrar í grunnskólan og svipað í leikskólan, það eru 600 metrar í matvöruverslunina á staðnum 350 metrar í heilsuræktina og íþróttahúsið, 800 metrar í kirkjuna og svipað í heilsugæsluna, og samt er húsið sem við stöndum við alls ekki í miðjum bænum.
Ekki nóg með það, heldur eru 150 metrar í gjöfulan berjamó, og ef maður gengur 50 metra í viðbót getur þú týnt lerkisveppi og á veturna gætir þú veitt rjúpu, en þarft reyndar að labba um 800 metra í viðbót því að ekki má skjóta rjúpu innanbæjar.
Þennan dag sem við erum þarna eru hreindýraveiðimenn að veiðum í ekki nema um 5 km fjarlægð og úti á spegilslettum firðinum eru tveir félagar að draga þorsktitti á sjóstöng sér til búdrýginda og ánægju.
Ef að fólk kýs gönguferð í nánast ósnortnu umhverfi þarf ekki nema að rölta í 10-15 mínútur og þá er bærinn og oll ummerki um annað en ósnortna náttúru, horfið sjónum okkar.
Hvar finna menn svona einstakan stað með öllum þessum gæðum??
19.8.2007 | 07:21
Ég á .....
Tvö af þeim börnum sem fengið hafa undanþágur frá Heilbrigðiseftirlitinu og ég skrifaði uppá undanþágur fyrir þau bæði með glöðu geði
Ekki er ég fanatískur á reykingar, reyki nú ekki mikið sjálfur en engu að síður finnst mér að þetta sé nú komið út fyrir allan þjófabálk þetta reglugerðarfargan í kringum þetta allt saman. Á meðan þetta er löglegur varningur og það er löglegt að 14 ára ungmenni vinni við afgreiðslustörf þá eru þetta bara öfgar og ekkert annað að banna þeim að afgreiða eina vöru.
Tökum eldra barnið mitt sem þarna vinnur sem dæmi, hann er 17 ára og er þarna í fullri vinnu, er meira að segja yfir sinni vakt og er að standa sig vel í vinnu, hann má hinsvegar ekki afgreiða tóbak, hvaða helv... rugl er þetta.
Og svona til að árétta það misræmi sem er í lögum og reglugerðum varðandi aldur og leyfi til að gera eitt og annað þá er til dæmis hægt að benda á það að hann má ekki eiga bíl nema hafa til þess leyfi frá sýslumanni, hann má síðan á næsta ári eiga bíl og gifta sig, en ekki skála í kampavíni í eigin brúðkaupi.
Honum er semsagt treyst til þess að stofna fjölskyldu, fjarfesta í fasteignum stofna fyrirtæki, en hann verður að bíða í 2 ár til viðbótar með það að skála fyrir brúði sinni.
Ef aftur á móti 12 ára gamalt barn þarf á flugfari að halda innan lands sem utan telst það fullorðið en ekki barn.
Ég tek takmörkunum á reykingum fagnandi, en öllu má nú ofgera.
14 ára fá undanþágu til að afgreiða tóbak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2007 | 14:20
Var að........
Skoða hjá mér bókahillurnar í gær og rakst þar á bók sem ég fékk fyrir 21 ári síðan, senda mér að kostnaðarlausu, sem greiðslu fyrir ritstörf.....
Þannig var má með vexti að gefin var út bók til heiðurs Guðmundi Magnússyni fræðslustjóra er hann varð sextugur að aldri, og var ég beðin um að skrifa litla ritgerð um skólavist mína og jafnaldra minna í gamla Stígandhúsinu á Múla í Álftafirði.
Þar skrifaði kennari okkar, Kolfinna, um skólahaldið eins og það var á þessum árum (1979-1982)
Skólahald var frekar sérstakt í þessu húsi og við sem í þennan skóla gengu fengum rétt um 100 dögum minna í skólavist en jafnaldrar okkar í stærri skólum, vegna þeirra aðstæðna sem þarna voru, en það virðist ekki hafa komið niður á lærdóminum að nokkru leiti.
Ég læt þessa ritgerð fylgja hér með:
Gamli skólinn.
Veturinn 1979-80 var fyrsti veturinn sem kennt var í samkomuhúsi sveitarinnar og jafnframt fyrsti veturinn minn í skóla. Áður hafði verið kennt um sveitina hér og þar í heimavist. Þetta var einnig fyrsti veturinn sem ekið var daglega með okkur krakkana í skólann.
Fyrstu vikurnar var aðeins kennt eftir hádegi vegna þess að verið var að byggja við gamla húsið. í þessari viðbyggingu var öll hreinlætis aðstaða skólans. Þegar viðbyggingunni var lokið var einnig byrjað að kenna fyrir hádegi.
Fyrstu veturna var ég aðeins þrjá daga vikunar í skóla og fóru þá tveir í bóklegt nám en síðan einn í smíðar, handavinnu og teikningu. Leikfimiaðstaða þessum skóla var ekki uppá marga fiska, enda voru gólffjalirnar ólakkaðar svo að maður var aldrei laus við flísar. Helst þurftu menn að vera í skóm til að sleppa við flísarnar.
Næsta vetur var kennt í fyrsta sinn í tveimur "stofum". Var aðstaðan til þess alls ekki næganlega góð enda húsið bara einn salur og svið. "Skólastofurnar" voru salurinn og sviðið. Veggurinn þar á milli var þunnt tjald og ekki þurfti mikinn hávaða til þess að hann bærist á milli.
Okkur krökkunum þótti mjög gaman í skólanum, sérstaklega þegar við áttum að elda súpu í hádeginu. Svo sötruðum við súpuna úr könnu með nestinu okkar. Suma daga fengum við meira að segja pylsur en það var nú ekki mjög oft. Í leikfiminni var oftast mjög gaman (ef við fengum ekki flís) og sér í lagi þegar við vorum á slánni. Sláin var járnpípa sem var til að styrkja veggina í salnum og lá yfir hann þveran. Auðvelt var að hanga á slánni og notuðum við krakkarnir okkur það óspart. Við héngum á höndum og fótum og fórum í gegnum okkur og dingluðum í allar áttir. Þetta var mjög vinsælt. Eitt var það sem okkur líkaði ekki og það var að mega ekki leika okkur neitt að ráði inni. Við vorum alltaf send út þegar við ætluðum að leika okkur.
Ég man vel eftir því þegar verið var að byggja nýja skólann. Þá fórum við oft þangað og létum okkur dreyma um þá daga er við yrðum í þessum skóla. Og svo kom að því að við fluttum í nýja húsið. En þó að aðstaðan í nýja skólanum væri að öllu leiti betri en í þeim gamla, þá eigum við öll okkar góðu minningar um gamla góða skólan okkar.
Já á misjöfnu þrífast börnin best ekki satt??
12.8.2007 | 20:16
Björgunin ógurlega....
Átti sé stað um daginn þegar ég og nokkrir aðrir félgar í björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði fórum og aðstoðuðum Ómar nokkurn Ragnarsson við að bjarga "´Rósu" af botni Hálslóns.
Gekk björgunin eins og í góðri lygasögu enda þvílíkir snillingar á ferð, Ómar Ragnarsson, Árni Kópsson og Björgunarsveitin Ársól.
Þetta var reyndar alger snilldar dagur, því að þessi sigling um lónið á þessum góðvirðisddegi var þrælskemmtileg, og eigum við alveg klárlega eftir að fara aftur þarna inneftir fljótlega, því að þessari ferð gafst okkur ekki tími til að fara alla leið inn að jökli, en það er næst á dagskrá.
En þetta var þrælgaman og verður mér amsk minnisstætt lengi.
Hér http://picasaweb.google.com/Asbyrgi/BjRgunHLslNi eru myndir úr ferðinni.....
Adíos
9.8.2007 | 05:28
Senn líður að hausti.....
Og þegar haustið nálgast kemur veiðihugur í flesta skotveiðimenn, því að þá styttist í það að það megi veiða flest sem hreifist ss gæs og rjúpu.
Sjálfur er að undirbúa það að fara og ná í hreindýrstarfinn minn sem ég vann í happdrætti veiðistjóra í vor og verður það eflaust mikið gaman eins og alltaf þegar farið er á hreindýraveiðar. Síðan styttist í það að farið verði að rífast um það hvort að rjúnastofnin sé í ástandi til veiða, og bíður maður spentur eftir þeirri umræðu, því að það er nokkuð ljóst í mínum huga að það hlítur að vera þónokkur aukning á rjúpu í ár, því að það hefur viðrað einstaklega vel fyrir rjúpuna í sumar.
Hlýtt og heitt og nánast ekkert vorhret, og ekki hafa skilyrðin verið hagstæðari í fjölda ára til að koma ungum á legg.
En eins og alltaf verða uppi háværar raddir um veiðibann og alfriðun. Ég held að takmarkanir verði einhverjar en vona að bannið verði ekki algert.
Um gæsina þarf ekki að rífast, þvílíkt er magnið af bæði heiðargæs og grágæs að það hálfa væri nóg, og maður furðar sig á því að það séu ekki nema örfá ár síðan að það átti að setja grágæsina á válista, en það var ekki gert, og hefði þá væntanlega verið allt troðfullt á túnum og móum landsins.
En hreindýrið verður veitt fyrst og líklega á sama tíma verður reynt bæði við grágæs og heiðargæs, en það er gaman að enda góðan dag á hreindýraveiðum með kvöldflugi í gæs......
Góða veiði.....
1.8.2007 | 14:54
Vertu.........
Coke megin í lífinu.....
Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 14:46
Hver fyllir í...........
skóna hans Kalla Sighvats???
Það verður verðugt verkefni fyrir þann sem það reynir jafnmikill snillingur og Karl Sighvatsson var. En engu að síður verð ég að fara að huga að fríi í vinnuni þegar þessi gjörningur fer fram og fara að panta mér miða, því að þeir seljast örugglega upp.....
Þursaflokkurinn og CAPUT í Laugardalshöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2007 | 01:07
Vinur litla mannsins......
Eða hvað??
Jóhanna Sigurðardóttir bar þennan titil einhverntíman fyrir margt löngu síðan, en ekki finnst mér fara eins mikið fyrir því nú. Eitt af hennar fyrstu embættisverkum var að minka möguleika þeirra sem minna hafa á milli handana, og þeirra sem fjárfesta í sínum fyrstu húsakynnum til að fjármagna sín húsakaup.
Lánshlutfall íbúðalánasjóðs var lækkað úr 90% niður í 80% en engu að síður er hámarksupphæð lána 18 miljónir. Ef þetta er skoðað þá sér það hver maður sem vill að þessi breyting kemur langverst niður á þeim sem eru tekjulægri eða eiga ekki eldri íbúð til að fjármagna útborgun.
Ef ég ætla mér að kaupa íbúð sem kostar 20 miljónir (sem þykir ekki dýrt á fasteignamarkaði í dag) þá þarf ég nú að fjármagna 4 miljónir annarstaðar en hjá íbúðalánasjóði, í stað tveggja miljóna áður. Það þýðir að ég þarf að taka mér lán hjá öðrum bankastofnunum sem yfirleitt eru dýrari og erfiðari til afborgunar.
Ef íbúðin kostar aftur a móti 30 miljónir (sem er líklega heldur nær raunveruleikanum en 20miljónir) þá breytir þetta mig akkúrat engu því að mín hámarkstala verður aldrei meiri en 18 miljónir.
Hverjum kemur þetta fyrst og fremst niður á ??? Landsbyggðinni og efnaminna fólki.
Húrra fyrir Jafnaðarstefnu Jóhönnu og Samfylkingarinnar........