13.12.2006 | 11:18
Uppfærsla.....
Ég var að skrifa smá grein í fréttabréf Fjarðaáls sem er sent á öll E-mil hér á svæðinu og ákvað í leiðinni að yfirfara hversu ógurlega mikið ferðalag þetta var hjá okkur, og hér má sjá niðurstöður frá þeirri uppærslu.
Þetta eru flugleiðirnar og kílómetratalan var 20.550. km í loftinu....... Og borgirnar voru eftirtaldar í þeirri röð sem við flugum til eða frá þeim:
Egilsstaðir - Keflavík - Baltimore - Charlotte - Charlstone - Charlotte - Cincinatty - Austin - Salt Lake City - Seattle - Wenatchee - Seattle - Cincinatty - Pittsburg - Minneappolis - Keflavík - Egilstaðir.
16 flug á 13 dögum, og samt voru 5 dagar þar sem ekkert var flogið......
Ja mikið helv......
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2006 | 15:03
Umferðarómenning
Það er staðreynd að flest umferðarslys verða vegna vanmat á aðstæðum og eigin getu, og það er það sem við (og ég meðtalinn) þurfum virkilega að vinna í. Hvað ætli t.d. að margir árekstrar verði vegna þess að það er tekið framúr á heilli línu?? Eða framúakstur reyndur þar sem í raun ekkert pláss er fyrir slíkt??
Ég lánaði t.d. bíl sem ég átti (eða konan reyndar) norður á Akureyri í fyrra, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað sá sem fékk bílinn lánaðan hringdi í mig og tjáði mér að bíllinn væri ónýtur því að hann hefði lent í árekstri. Ég sá fyrir mér að það hefði verið svona "hefðbundinn" árekstur þar sem tveir bílar nuddast svona saman, en nei bíllin var gerónýtur af því að hann hafði fengið tæplega 3 tonna jeppa beint framan á sig, þar sem jeppin var að reyna að taka framúr 18 metra löngum flutningabíl á TVÖFALDRI ÓBROTINNI LÍNU.
Þarna var bara mildi að engi slasaðist alvarlega, einungis var um mar og smáskrámur að ræða.
Þarna hefðu 2 akreinar í hvora átt komið í veg fyrir þetta slys, það er alveg á hreinu, en þarna hefði heilbrigð skynsemi í kolli viðkomandi ökumanns líka komið í veg fyrir slys.
Svona lagað er náttúrulega bara fíflaskapur og það er mikið af honum í gangi því miður. Annað sem þessu tengist eru merkingar Vegagerðarinnar, þær eru stundum ekki nógu góðar. Ég hef oft sleppt því að tka framúr þar sem merkingar leyfa það, einungis vegna þess að mér hefur fundist of blint á viðkomandi stað til framúraksturs.´
Nú finnst sum ég sjálfsagt vera að henda grjóti úr glerhúsi, því ekki hef ég það endilega fyrir reglu að keyra alltaf á löglegum hraða, en á óbrotinni línu eða blindhæð tek ég ekki framúr, ef að mikil umferð er þá tek ég ekki framúr, en þetta eru hættulegustu tilvikin, þegar menn eru að reyna eitthvað í þeim dúr.
Ég er ekki með þessum skrifum mínum að fella dóma yfir þeim hörmulegu slysum sem átt hafa sér stað undanfarið, því ég veit ekkert um málsatvik þar, ég er einungis að vitna í atvik sem ég þekki persónulega.
Gott er heilum vagni heim að aka.........
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.12.2006 | 09:54
Þetta verð ég að sjá
Ég man eftir fyrstu kynnum mínum af þessari frábæru sveit, en það var einhverntíman þegar ég og Baddi frændi minn vorum að skoða plötusafn pabba hans. Þar rákumst við á Jethro Tull og Led Zeppelin og það var gersamlega ofvaxið okkar skilningi af hverju í ósköpunum ekkert þessu líkt væri ekki spilað í útvarpinu, okkur fannst þetta einfaldlega tær snilld!!
En hafa ber í huga að þetta var líklega í kringum 1986 og tónlist af þessu tagi var bara einfaldlega ekki spiluð á öldum ljósvakans því miður.
Nú er ég hinsvegar að hlusta á Creed og Red Hot Chili Peppers og ekki er það heldur slæmt.
Can yoou take me higher........
![]() |
Jethro Tull snýr aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2006 | 12:27
Áramót
Það er nú kanski fullsnemmt að fara að tala um áramótin núna strax, en engu að síður...
Var núna í morgunn uppí í Grunnskóla að prédika yfir 4 efstu árgöngunum varðandi flugelda og hversu hættulegir þeir geta verið. Sýndi þeim m.a. nokkrar ekki fallegar myndir til að vekja þau til lumhugsunar um það hversu alvarlegt það getur verið að sprengja flugeld í höndunum á sér eða framan í sig. '
Þegar ég hafí lokið minni tölu þá tóku Heiðar og Björgvin við og Heiðar sem lennti í alvarlegau slysi á síðasta ári (hann fékk voðaskot í hendi) sagði krökkunum frá sinni reynslu, en nú er akkúrat ár liðið frá slysinu og fimm aðgerðir að baki og því getur hann sagt nákvæmlega hvernig það er að slasa sig á þennan hátt, en hans áverkar og þeir sem geta orðið við flugeldafikt eru áþekkir að flestu leyti.
Ég er ekki frá því að þetta hafi haft áhrif og vonandi hugsa gríslingarnir sig um áður en þeir fara út í eitthvað helv.... fikt sem kostar þá útlim eða auga.
Eigum slysalaus áramót........
7.12.2006 | 09:03
Snilld!!!!!!!!!!!!
Þetta er eitthvað sem mætt alveg klárlega gera oftar. Þeir eru alltof margir sem stunda svona helv..... sóðaskap og komast upp með það.
Götur eru ekki ruslafötur..........
![]() |
Kærður fyrir sóðaskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2006 | 15:59
Ímynd..............
Sá smá brot úr silfri Egils áðan, þar sem var verið að ræða við Einar Kárason og þá tvo félaga hans sem að fóru með honum "route 66" í henni ammeríku. Þeir sögðu m.a. frá því þegar þeir voru stöðvaðir af vinalegum lögreglumanni með alvæpni á um 180 km hraða (110 mílur) og sluppu með skrekkin af því að lögregluþjóninum fanst að þeir ættu í nægum vanda fyrir, þ.e. að keyra þenna heimsfræga veg á gömlum ammerískum bíl.
Þá fór ég að velta því fyrir mér hversu mikið af okkar (eða mínum) skoðunum er mótað af afþreyingarefni sem er færibandaframleitt í henni Wood kenda við Holly.
Í bíómynd hefði viðkomandi lögreglumaður hennt þeim félögum í steinin og síðan hennt lyklinum eða allavega geymt hann framyfir jól.
Í bíómynd hefði líka verið búið að ræna þá svona 20 sinnum af mótórhjólagengi, geðveikum puttaling, spilltum lögreglumanni, morðóðu geðsjúku pari og uppvakningum frá helvíti, að því ógleymdu að þeir hefðu að sjálfsögðu verið "uppnumdir" líka.
Í bíómynd hefði þetta líklega aldrei gengið jafnvel og raunber vitni.
Og þá fór ég að velta fyrir mér ímynd Íslands í bíómyndum. Og tökum nú tvær af myndum Baltsar fyrir, bara svona til gamans.
Útlendingur sem ekkert veit um ísland ákveður að myndar sér skoðun um ísland byggða á grundvelli Hafsins og Mýrinnar, og ég vil taka það fram að mér finnast þær báðar frábærar.
Íslendingar búa norðan við byggileg mörk, ef það er ekki rok (sem er nánast aldrei) er snjókoma eða slydda eða bara yfir höfuð skítaveður.
Íslendingar eru svo fáir að til að fjölga sér með öllum tiltækum ráðum jafnvel sifjaspelli.
Íslendingar éta helst rolluandlit í öll mál og ef það er ekki rolluandlit eru það bara aðrir partar þessarar ágætu skepnu með sem minnstu grænmeti.
Íslendingar eru svo fáir að það er ekkert mál að leysa 35 ára gamalt "nauðgunarmál"
Á íslandi ganga hreindýr um götur bæja á landsbyggðinni
Og svona mætti lengi telja.......
Ekki hef ég reyndar trú á því að svona skoðanir hafi orðið til vegna íslenskrar kvikmyndagerðar, enda íslenskar myndir ekki það margar, en þar sem fjöldaframleiðsla er í gangi í henni ameríku þá held ég að það hafi meiri áhrif.......
Ég ætla að hafa svið í kvöldmatinn........................
5.12.2006 | 13:06
Er þetta eðlilegt?????
Ég er búinn að sinna formensku í björgunarsveitinni Ársól í nokkur ár. Ýmislegt dúkkar upp hjá manni í því starfi en yfirleitt er mjög gaman að standa í þessu sjálfboðastarfi og mér finnst það gefa mér bara nokkuð mikið.
En, það er alltaf en, núna er ég að græja leyfi fyrir brennu, flugeldasölu og flugeldasýningu, og það sem ég þarf af pappír er ótrúlega mikið.
Förum aðeins yfir það.
Ég þarf (skrifleg) leyfi frá sýslumanni en til að geta fengið það leyfi þarf ég leyfi frá landeiganda, bænum, skökkvistjóra, Heilbrigðiseftirliti og staðfestingu á tvennskonar abyrgðar tryggingu.
Til þess að geta fengi leyfi frá Heilbrigðisstofnun þarf ég leyfi landeiganda og slökkvistjóra og umsókn um starfsleyfi.
Til að geta geta fengið leyfi hjá bænum þarf ég leyfi landeiganda
Þetta getur ekki talist eðlilegt að þurfa allan þennan pappír til að fá leyfi fyrir einni smábrenn??????
Það liggur við að allur pappírnn dugi í ágætis brennu.
Reglugerðarfargan og helv...... pappírsflóð
3.12.2006 | 18:41
Þeir eru ekki fáir Framsóknarmennirnir
Ja hérna, ekki hélt ég að það yrðu svona margir um hituna í efstu sæti Framsóknar hér fyrir Norð-Austan.
Ég hélt að um þessi 10 sæti yrðu kanski svona 13-15 manns en að það yrðu 22 það kom mér á óvart. Ég tel að þetta sýni að við stöndum styrkum fótum í kjördæminu og munum fá góða kosningu í vor þó að vel megi ganga ef við ætlum að toppa síðustu kosningar.
Nú þurfa menn að skoða vandlega þá einstaklinga sem þarna eru í boði og velja saman sterkan og góðan lista fyrir kosningar í vor.
4 vilja fá sæti nr 2 en þar á meðal er einn austfirðingur og vil ég sjá hann þar inni þrátt fyrir að Birkir Jón sé búinn að gefa kost á sér í það sæti, en mér finnst persónulega það réttlátt að austari partur kjördæmisins fái þetta sæti þar sem Eyfirðingar eiga 1. sætið.
Ég hvet menn eindregið til að styja við bakið á Jóni Birni Hákonarsyni í 2. sætið því að þar er kominn maður sem getur verið öflugur málsvari okkar austfirðinga og reyndar svæðisins alls.
Ég mun styðja við bakið á Jóni.
Meira um það síðar.
![]() |
22 sækjast eftir sætum 1-10 á framboðslista framsóknarmanna í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2006 | 00:36
Skattalækkanir???????
Er þetta ekki alveg dæmigert, þegar maður sá fram á það að maúr gæti nú keypt sér rauðvín með steikinni á mannsæmandi verði vegna lækkunar virðisaukaskatts, þá var að sjálfsögðu fundin aðferð til að "leiðrðetta" verðið.
Og ekki nóg með það heldur hækkar þetta lánin á húsinu mínu líka, vegna vísitöluhækkunar.
Mér hefði nú bara fundist allt í lagi þó að verð á léttum vínum og bjór hefði bara fengið að lækka eitthvað í stað þess að fara uppávið eða þá í versta falli bara staðið í stað. En það er einmitt á þessar tegundir áfengis sem hækkunin er hvað mest og það er miður.
Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta (og tæmir buddu)
Lorturinn...................
![]() |
Tekjur ríkisins af áfengissölu gætu aukist um milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2006 | 00:39
Til fyrirmyndar
Þetta er gott mál, en betur má ef duga skal. Það vantar alltof víða samband á þjóðvegum landsins.
Og by the way þessi frétt hljómar alveg eins og auglýsing..........
Í augnablikinu getur verið slökkt á farsímanum hann utan þjónustusv................
![]() |
Síminn eflir GSM samband sitt á Norðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2006 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2006 | 23:44
Nokkur atriði til athugunar.....
Ég get ekki slitið mig frá þessu, það er bara ekki hægt. Ég var búinn að heita sjálfum mér því að lesa ekki þessa "grein" í EkkiFréttablaðinu, en ég bara varð.
Og hvað er svo nefnt til sögunar sem veldur því að staðir eru "Krummaskuð"? Förum aðeins yfir það:
1. Slagsmál og ofdrykkjupartí í heimahúsi með öllum mögulegum og ómögulegum uppákomum.
2. Blóðug slagsmál vikulega, þjóðaríþrótt.
3. Bæjarbúar með sérmálýsku.
4. Úthverfi frá Krummaskuði er eitthvað verra en það?
5. Maður neyðist til að keyra þarna í gegn en það er ekkert sem biður mann um að stoppa.
6. Mér leið ógeðslega illa þarna, viðbjóður.
7. Það er þrúgandi dapurleiki yfir þessum stað.
8. Ameríkst en samt sveitó.
9. Þetta er að breytast úr klassísku sveitaþorpi í "wannabe" stórborg og fólkið hagar sér eftir því.
10. Í hvert einasta skipti sem keyrt er þar framhjá eða í gegn spyr maður sig "afhverju býr fólk hérna"
Kannast einhver við þessa lýsingu? Um hvaða einn stað á landinu gæti hún átt við?? Ég meina einn staður sem hefur allt þetta og meira til hlýtur að vera Krummskuð dauðans svo ekki sé meira sagt eða dýpra í árina tekið. Við getum bætt einhverju við, eigum við að gera það?
11. 90% af þeim sem vinna þarna í fiskvinnslu eru útlendingar.
12. Hvergi á byggðu bóli á íslandi eru fleiri undir fátæktarmörkum (þó miðað sé við höfðatölu)
13. Glæpatíðni sú hæðsta á landinu. (þó miðað sé við höfðatölu)
14. Biðlistar, eftir allri félagslegri þjónustu, leikskólum ofl hvergi lengri en þar. (þó miðað sé við höfðatölu)
15. Niðurnýddar og ónýtar byggingar hvergi fleiri. (höfðatölureglan enn viðhöfð)
16. Gjaldþrot fyrirtækja hvergi fleiri. (enn miðum við við höfðatölu)
Og svona mætti lengi telja en ég nenni bara ekki að standa í því lengur, það hljóta allir að sjá orðið um hvaða stað á landsbyggðinni ég er að tala, að sjálfsögðu Reykjavík, eða Borg óttans
Hvernig var þetta með bjálkan og flísina, eða fá menn svona bjagaða sjón af of mikilli kaffhúsasetu í 101 Reykjavík.......????
28.11.2006 | 22:11
Jahérna
4000 Heimsóknir
Ég veit ekki hvort það telst mikið eða lítið en mér finnst það ver dágóður slatti. Ég er bar nokkuð ánægður með það að menn skuli yfirhöfuð nenna að fara hér ínn og lesa misgáfulegar hugrenningar úr mínum kolli.
Það væri nú samt gaman að fá fleiri athugasemdir við þessar hugrenningar, en ég skil það samt mæta vel ef menn nenna ekki að setja hér eitthvað inn bara til að setja eitthvað inn, það er mun eðlilegra að fólk sjái sig knúið til að setja hér athugasemdir ef menn eru ósammála enhverju eða finnst ég vera að bulla út í eitt.
Ég (sem bý nú víst í mesta krummskuði á landinu) er bara nokkuð sáttur við minn hlut hér inni.
En aðeins um krummaskuðið.
Einhverstaðar segir "berta er illt umtal en ekkert" og mér finnst nú bara fyndið, þegar einhverjir ágætir menn taka sig til og setja svona "krummaskuðs" vangaveltur niður á blað. Og mér finnst það ennþá fyndnara að þetta skuli fá pláss í blaði sem vill láta taka sig alvarlega sem fjölmiðil.
Mér finnst að það eigi bara að nýta þetta sem sóknarfæri. Það mætti til dæmis auglýsa eitthvað á þennan veg: "Skrepptu úr borg óttans og slakaðu á í mesta krummaskuði landsins, engin hætta á að hitta annað fólk þetta er nánast ósnortið víðerni" eða " Mýrinn er ekki sú sama í Krummaskuðsbíóinu, svo komdu og upplifðu" eða "Í frið og ró í eymdinni"
Ég veit ekki hvað skað segja en þetta er bara skemmtilegt, og mig hlakkar bara til á laugardaginn, því að ég treysti því að þetta verði tekið fyrir hjá þeim Spaugstofumönnum.
En hvað um það mér finnst gott að búa hér í þessu ágæta Krummskuði og ég er þess fullviss að það finnst langflestum af þeim rúmlega 800 sem hér búa.
En hitt þykist ég vita (og þarf ekki að rökstyðja það neitt frekar en torfusneplarnir Krummaskuðsdóminn) að það eru mun fleir óánægðir með sitt hlutskipti á Torfunni heldur en hér.
Krummi krunkar úti.........................