Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Trygging fyrir góðum dögum í ágúst...

Já það er á hreinu að það verða amsk 2 góðir dagar í ágúst, kanski 3 eða jafnvel 4, þó svo að það sé nú ekki venjan þegar maður hefur góða menn með sér til leitar á ferfættum grasbít af kyni klaufdýra og ber latneska nafnið Rangifer tarantus, með það að markmiði að fina og fella.

Veiðileyfum fyrir hreindýr var nefnilega úthlutað í gær, og viti menn ég fékk leyfi.  Ég hefði kanski átt að kaupa lottó íka, þar sem það er nú ekki venjan að ég vinni eitthvað yfir höfuð.  Nú þarf ég bara að semja við Bragðavallabóndan föður minn og ákveða dag og allt er klárt.

Ég hef reyndar ekki tölu á því hversu oft ég hef farið á hreindýraveiðar en þetta er aðeins í 4 skiptið sem að ég fæ leyfi, en mínar ferðir hafa yfirleitt falist í því að fara með öðrum og vera til aðstoðar, því að oft er nú þörf á fleiri en einum og fleiri en tveimur til að bera bráðina til byggða eftir að búið er að skjóta, og það á ekki hvað mest við á því svæði sem ég veiði á, svæði 7

Fór fyrst held ég 1984 eða 85 með þeim gamla og nokkrum öðrum og hef farið á nánast hverju ári síðan, og alltaf er þetta jafn skemmtilegt, og ég hef nánast alveg jafngaman af þessu umstangi hvort sem ég fer með sem burðardýr eða veiðimaður.

Og ekki skemmir fyrir að hreindýrakjöt er einfaldlega með því besta sem maður setur á diskinn...

Þetta er vilyrði fyrir góðum dögum.....


Niðurstaða næstu kosninga????

Niðurstaðan??

Sjálfstæðisflokkinn
37,3%
Framsókn
17,5%
Samfylking
20,4%
VG
12,9%
Frjálslyndir
6,3%
Gamla fólkið
3,0%
Öryrkja
1,7%
Bara svona ágiskun út í loftið hjá mér.Nú verður bara fróðlegt að sjá hversu sannspár maður verður
KvER

Ósnortið??

Ég hefði haldið að þessir virkjanakostir væru mönnum mjög hugnanlegir vegna þess lands sem þarna fer undir vatn.   Þarna er ekki um algerlega ósnotið land að ræða, og virkjanirnar eru hreinlega í vegkanti þjóðvegar nr. 1

Ein helstu rökin gegn virkjunum í gegnum tíðina hafa einmitt verið þau að "þarna sé verið að eyðileggja ósnortið land" og engin leið að ná þeim landgæðum til baka, en það virðist ekki skipta máli hvar eða hvernig menn hugsa sé að nýta orku landsins, það á bara ekki að gera það yfir höfuð, nema á Hellisheiði.

Í túnfæti höfuðborgar íslendinga eru virkjanir velkomnar, þar er í lagi að valda gríðarlegri sjónmengun, því að orkan þar fer á "rétta" staði, eða hvað?

Ekki heirðist bofs frá okkar ágætu náttúruverndarsinnum þegar stækkað var á Grundartanga né heldur þegar rörin sem smíða orkuna fyrir þá framkvæmd var dreift yfir Hellisheiðin hálfa, á mettíma.

Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort að andstaðan við virkjanir neðarlega í Þjórsá sé ekki sprottin af einhverju öðru en náttúruvernd, snýst málið kanski um það að þetta land er í eigu einkaaðila, bænda og annara og er nú í dag nýtt af þeim??

Eru það kanski einungis of ríkar heimildir Landsvirkjunar til eignaupptöku sem valda þessari andstöðu?  Og eru landeigendur kanski bara að reyna með andstöðu sinni að ná fram meiribótum og betra verði fyrir sitt land??

 Maður spyr sig....


mbl.is Síðustu virkjanir á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er....

Hátækniiðnaður???

Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en mörgum dettur t.d. í hug eitt ágætt fyrirtæki sem ber nafnið Marel þegar talað er um hátækniiðnað.  En skoðum málið aðeins betur, Marel er dæmi um fyrirtæki sem mætti flokka sem hátækniðnað, en í hverju er framleiðsla þeirr fólgin og af hverju er hún sprottin??

Sjávarútvegi og fiskvinnslu, og ekki hefur sá atvinnuvegur orð á sér fyrir að vera tæknivæddur, en engu að síður er hann það.  Þau tæki sem notuð eru í fiskiskipum landans og í vinslustöðvum þeim er taka við aflanum eru mörg flókin og fullkominn, smíðuð af innlendum og erlendum hátækniðnaðarfyrirtækjum.

Ef ekki væri til fiskvinnsla sem grunnur væri Marel þá til??  Mér finnst það mjög ólíklegt og ég er þess fullviss að eigendur og stofnendur Marel séu mér sammála. 

En það sem ég er að reyna að koma orðum að er þetta:  Það þarf ákveðinn grunn til að tækifæri á sviði tækni og þjónustu skapist, það þarf ákveðna eftirspurn eftir lausnum sem til langs tíma spara vinnu og fé þó að lausnirnar séu kanski ekki ódýrar í byrjun.  Með öðrum orðum það þarf iðnað og hátæknin sprettur af þeim grunni.

Ef ekki væri um fiskveiðar og fiskvinnslu að ræða hringin í kringum landið þyrfti ekki tölvuvogir vinnsluvélar og annan sérhæfðan búnað sem framleiddur er af hátækniiðnaðarfyritækjum, svo að við höldum áfram með samlíkinguna með Marel.

Við getum eflaust tínt fleira til, hátæknilausnum fyrir landbúnað hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, og það er fjöldin allur af fyrirtækjum sem hefur stærstan hluta af sínum tekjum og framlegð með því að framleiða hátæknibúnað fyrir stóriðju og annan iðnað í landinu.

Þegar hús er reist er fyrst byggður grunnur, það er einfaldlega ekki hægt að byrja á raflögnum eða tölvustýrðu loftræstikerfi....

Við þurfum grunn til að byggja á.........


Snjólfur Björgvinsson

Snjólfur BjörgvinssonHin langa þraut er liðin.


Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.

Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði' er frá.

Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.

Valdimar Briem

Snjólfur Björgvinsson var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag.  Snjólfur var bróðir tengdamóður minnar, Guðlaugar.  Ég minnist Snjólfs helst fyrir hans lúmska og skemmtilega húmors og hversu barngóður hann var, og börnin elskuðu þennan káta skemmtilega mann sem alltaf var tilbúin að taka þau í fangið.

Snjólfur hafði verið mikið veikur síðustu misserin og ég held að hvíldin hafi verið honum kærkomin.

Hvíl í friði Snjólfur.


Ui Quibec

Sit hér á flugvellinum í Kvíbekk og bíð eftir flugi, úti er 24 stiga frost sól og blíða og Kanada skartar sínu fegursta til að kveðja okkur..

Framundan eru einir 16 tímar í flugi, bið og akstri áður en ég kemst heim í fjörðin góða..

Það verður ljúft.......


Veit ekki.............

Hvern andskotan ég á að skrifa......  En þá er kanski best að sleppa því bara.

En... Þetta er eiginlega orðin skylda, svona eins og að vakna á hverjum morgni.... nei kanski ekki alveg en þó....

Helvítis vitleysa er þetta drengur, þú ert greinilega búinn að fá nóg af útlegð......

Hey þarna kom það, ég er farin að sakna:

  • Heimahaganna allverulega.
  • Þess að vera heima hjá fjölskyldunni.
  • Þess að mæta í dósatalningu og kjaftsöguskipti á mánudagskvöldum úti í Þórðarbúð.
  • Þess að fá 4 tegundir af veðri á dag, en ekki bara eina tegund á 2 vikum.
  • Þess að geta ekki talað nema við einn aðila á mínu ástkæra ylhýra nema í gegnum síma.
  • Þess að takast á við hormónaflæði eldri barnana og velvirkni örverpisins.
  • Þess að sofa í mínu eigin rúmi við hliðina á konunni minni.
  • Rífast....... Nei, rökræða við vel valda vini um bæjarmálin í Fjarðabyggð.
  • Þess að blóta verðlagi á áfengi, og flestum öðrum vörum.
  • Þess að hitta gamla settið og heyra í þeim.
  • Jeppans míns og rúnts inná Svínadal.
  • Þess að fara á Kaffi reyk með strákunum og fá mér einn, tvo, þrjá eða fjóra kalda.
  • Og alls hins líka sem ég nenni ekki að setja hér inn....

En þessi námsferð er senn á enda, og leiðin liggur heim á föstudaginn á skerið sem ég elska svo mjög, og það verður ánægjuleg heimkoma það er ég viss um.

Það verður svona á svipuðum nótu og þegar ég kom úr mínum fyrsta víking, en þá lá leið mín um lendur Dana og Norðmanna í blíðskaparveðri, með fyrirtaks ferðafélögum.  Ekki var þetta ferðalag nema ein vika, og ég skemmti mér vel, en það var bara æðislegt að koma með Grænlandsflugi til höfuðstaðar norðurlands og lenda þar í rigningu og 5 stiga hita.....  

Ekki upplifðu ferðafélagar mínir þennan fögnuð og veðrinu var blótað hraustlega af þeim þremur i kór.

En þeim fækkar dögunum.......

 


Smá hugleiðingar......

Um málefni ársins 2006.    Aðalmálið var held ég, náttúra íslands og nýting hennar á mismunandi vegu.   Deilurnar snérust aðallega um það,  held ég, hvernig það á að nýta náttúru íslands, hvort að það eigi að byggja virkjanir til að nýta fallvötnin eða hvort að það eigi að halda öllu sem upprunalegustu til að nýta svo sem aðdráttarafl fyrir ferðalanga erlenda sem innlenda.

Mikið hefur verið talað um Kárahnjúkavirkjun í þessu sambandi sem gott/vont dæmi um nýtingu náttúruauðlinda Íslands og hafa skoðanaskipti í tenglum við þá framkvæmd verið af ansi hatrömmum toga.

Í tvær áttir hafa skoðanir manna togast og öfgarnar eru miklar þegar rökstuðningur hörðustu andstæðinga og fylgjenda er annars vegar.  Ég hef nú talið vænlegast að sleppa öfgunum sama hvor hópurinn á í hlut, því að það er jafnmikil lýgi að segja "þarna eru ekkert nema örfoka melar" eða "þarna er algerlega gróin náttúruvin sem á sinn engan líkan í veröldinni".

En þetta er nú ekki það sem vangaveltur mínar snérust um í upphafi (alveg merkilegt hvað maður dregst stundum út fyrir fyrirhugað efni).

Upphaf þessara hugleiðinga var heimsókn mín og Jóns bróðurs míns í landmannalaugar árið 2002.  Ég hafði þá fjárfest í mínum fyrsta jeppa og við bræðurnir ákváðum að halda á fjöll til að njóta íslenskrar náttúru með nesti og nýjan bíl.  Lögðum við í hann frá Seltjarnarnesi seinnipartin á föstudegi og ákváðum að keyra sem leið lá í landmannalaugar.

Við komum í Laugarnar um miðnætti um kvöldið, og urðum frekar hissa þegar við komum þangað.  Síðast þegar við vorum þar saman þá vorum við þar á ferð með gamla settinu, líklega árið 1986.  Mikið hafði breyst á þeim tíma sem taldi þessi 16 ár, minningin um náttúruvinina Landmannalaugar varð að martröð.

Á þessum 16 árum hefur fjöldi ferðamanna um svæðið líklega tífaldast og það sést, okkur fanst þessi vin bernskuminninganna ekki hafa elds vel, þarna var greinilega komið langt útfyrir öll þolmörk svæðisins hvað varðar fjölda ferðamanna, og þeir blettir sem voru áður grónir með háfjallagróðri voru moldarflög ein eða á góðri leið með að verða það.  Á hlaðinu fyrir framan hið risafaxna salerni sem búið var að byggja á svæðinu, var þakið misstórum tjöldum vel yfir fyrsta hundraðið, ansi þétt raðað.

Okkur taldist til að í allt væru þarna á svæðinu eitthvað vel þriðjahundraðið og okkur fanst það fullmikið svo að við keyrðum áleyðis Nyrða-Fjallabak, þar til að við fundum góðan stað til að leggja bílnum og búast í háttin.

Í stuttu máli Landmannalaugar sem paradís á hálendi Íslands var ónýt, eða í það minnsta stóskemmd, allavega í okkar huga sem upplifðum hana tæpum tveimur áratugum fyrr, hvað þá fyrir þeim sem komu þangað á fyrstu árum reglulegra ferða þangað.

Hálendið er takmörkuð auðlind, sérstaklega sem ferðamannastaður, bæði vegna aðgengis, stutts nýtingartýma og vegna takmarkaðs þols á átroðningi og ekki skulum við gleyma því að flestir skálar á hálendinu eru byggðir af sjálfboðaliðum og að ef svo væri ekki myndi engin gera það, kostnaðurinn væri of mikill.

Þarf kanski að vernda hálendið fyrir ferðamönnum áður en langt um líður??????

Maður spyr sig...................


Tær snilld

Ég veit ekki alveg hvað það ágæta fólk sem sat inni á Mc Donnalds í Donnacona í Kanada, hélt eiginlega hvað væri í gangi þegar við sáum það í símanum mínum að "Strákarnir okkar" skildu ná þessum árangri. 

"Glæsilegt" hrópað af tveimur íslendingum í kór á 90 desibilum inni á skyndibitastað, getur eflaust hlómað ógnvekjandi í eyrum frönskumælandi Kanadamanna.  Við áttum óskipta athygli þeirra í dágóða stund.  Nú er bara að vona að framhaldið verði jafn gott og að við íslendingar stöndum með þeim í gagnum þykkt og þunnt.

Ég man eftir því að hafa einu sinni skammast mín fyrir það að vera íslendingur, en það var þegar landsliðið okkar tapaði fyrir Svíum og endaði í 4 sæti á HM.   Ég var þá staddur í Smárabíó og horfði á leikin þar ásamt fjölda annara, og þegar úrslitin voru ljós gengu menn út með hangindi haus og formælingar á vörum gagnvart þessum afreksmönnum okkar, sem náðu þeim glæsilega árangri að énda í 4 sæti á heimsmeistaramóti.

4. SÆTI!!!!!! ég átti ekki orð, því að mér fannst fjórða sæti vera bara helvíti gott, 3 hafði verið betra, en 4 var samt frábært.  Það hefði verið viðeigandi fyrir okkur sem þarna vorum, að standa upp og klappa fyrir þeim árangri, hákarlsétandi smáþjóðar sem býr langt fyrir norðan byggileg mörk, að enda í fjórða sæti í kappleik við miljónaþjóðir úti í heimi. 

En nei, frekar var tilhneigingin til að formæla þeim fyrir að geta ekki betur og fyrir það skammaðist ég mín.....    En ég klappaði svo sem ekki heldur, hafði ekki nógu mikið bein í nefinu til að vera sá eini meðal rúmlega 200 til að klappa...

Það er góður árangur útaf fyrir sig að fá að vera ein af þeim þjóðum sem tekur þátt, allt annað er bónus.

En ég er kanski bara of nægjusamur

KOMA SVOOOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!


mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fella eða fella ekki......

Vitnað í Steingrím J Sigfússon: "Það viðrar vel til falls ríkistjórnarinnar" 

Ég velti því fyrir mér hvað Steingrímur og félagar myndu gera ef að Geir H myndi bjóða þeim til ríkisstjórnarsamstarfs???

Ef að þeir tækju tilboðinu, eru þeir þá búnir að fella ríkisstjórnina??  Og ef að þeir væru sjálfum sér samkvæmir þá kemur líklega ekki til greina annað en samstarf með hinum stjórnarandtstöðuflokkunum, eða hvað??

Ég held að þeir sem að standa í þessari blessaðri pólitík, alveg sama hvar þeir eru í sveit settir, eigi að einbeita sér að málefnum og setja það niður fyrir kjósendur hvað þeir í raun vilji gera, og að hafa það á mannamáli svo að valkostirnir séu skýrir....

Það þurfa allir flokkar að taka sig saman í andlitinu og segja það skýrt og skorinort hvað þeir vilja standa fyrir og hvernig þjóðfélag þeir vilja standa að.  Og ekki nóg með það heldur þarf einnig að sýna fram á það að það sé hægt að ná þeim markmiðum með skynsamlegum hætti heildinni til heilla.

Til dæmis er gæti verið hægt að lofa skattalækkunum (sem er reyndar ansi vinsælt) en þá þarf líka að sýna fram á það að þær skelli ekki í andlitinu á fólki með skerðingu á öðru svo sem heilbrigðisþjónustu eða einhverju öðru.

Að hafa það eitt á stefnuskrá, eins og að fella eitt stykki ríkisstjórn er ekki mjög málefnalegt........

En svo má líka velta því fyrir sér hvort að það þurfi nokkuð að taka það fram, ef að þú ert í stjórnarandstöðu, að þú viljir fella ríkisstjórn???

Bonjour....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband