Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.3.2007 | 15:51
Effellturninn....
Var verkfræðilegt undur á sínum tíma og er eiginlega enn. Gríðarleg vinna fór í byggingu þessa fyrirbæris og hönnunina sem átti varla nokkurn sinn líka á þessum tíma.
En viti menn, þessari smíð sem nú er eitt af þekktari kennileitum í heiminum, og miljónir manna heimsækja á hverju ári, var á sínum tíma mótmælt af listaspírum Frakklands og orð eins viðundur, skrímsli og sóun voru í miklu uppáhaldi hjá þeim sem mótmæltu.
Er það regla að fólk sem hneigist til lista sé á móti verkfræðilegum stórvirkjum, óháð stað eða stund????
Maður spyr sig............
17.3.2007 | 18:39
Rafmagnið....
verður bara sjálfsagt til í veggjum íbúða í Fraklandi.......
Ekki að kjarnorkuver sé eitthvað sem eigi að vera sjálfsagt, en frekar vildi ég hafa eitt nýtt í bakgarðinum hjá mér heldur en gamalt og úrelt............
![]() |
Tugþúsundir mótmæla byggingu kjarnakljúfs í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 15:41
Neikvæð ímynd
Feministi!!! Þetta er eins og skammaryrði í eyrum margra nú til dags. Og afhverju er svona komið fyrir feministum??
Ég hef verið að skoða hér á blogginu hinar og þessar síður og m.a. síður kvenna og karla sem gefa sig út fyrir það að vera feministar, og ég held að vandinn liggi fyrst og fremst í því hvað málflutningur þessa áæta fólks einkennist oft af öfgum og fordómum.
Ef kona og karl vinna sömu vinnu og fá EKKI sömu laun fyrir það þá er það EKKI alltaf bundið kyni, það getur verið svo margt sem spilar þar inní fleira, en við vitum líka að kyn viðkomandi einstaklings getur haft þar áhrif en það er ekki algilt.
Nú virðist vera vilji til þess að aflétta launavernd, til þess að ná fram þeim markmiðum að jafna laun kynjana, en ég er ekki viss um að það skili tilætluðum árangri.
Þetta er aðeins einn hlutur af mörgum sem veldur því að orðið "feministi" hefur á sér frekar neikvæðan stimpil, annar hlutur sem virðist vera frekar algengur hjá feministum er það að þeir hlutgera karlmenn og setja þá alla undir sama hatt. Og það er einmitt eitt af því sem feministar hafa barist fyrir að samfélagið gerði ekki við konur það er að segja, að hlutgera þær og setja allar undir sama hatt.
Kynjamisrétti myndi snarminka ef að okkur bæri gæfa til þess að leyfa að einstaklingunum að njóta sín sem einstaklingum ekki sem karli eða konu, að setja einstakling í embætti eða starf einungis vegna kyns er algerlega óásættanlegt alveg sama á hvorn vegin sem það er gert, og því ætti að hætta því hið snarasta.
Að stunda jákvæða mismunun grefur undan trú á hæfni og getu einstaklingsins og hann jafnvel efast sjálfur um sitt ágæti þegar sú aðferðarfræði er viðhöfð.
Sí jú aránd......
15.3.2007 | 12:21
Yfirvinna ????????
Það þarf kanski bara að fara borga þeim yfirvinnu, af því að þinghald gæti lengst?? Mér finnst nú bara eðlilegt að þau mál sem þarf að klára séu bara kláruð, og það ætti ekki að skipta neinu máli þó að þing lengdist um eina viku eða tvær.
Þetta er vinna sem þarf að framkvæma og það á ekki að gera þetta í einhverju hendingskasti á síðustu metrunum...
Yfirvinna, það er málið..............
![]() |
Óvissa um þinglok á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2007 | 16:00
Já há
Það eru rétt liðnir tæpir 6 mánuðir síðan ég hætti hjá Vífilfelli og þá þurfa þeir að fá bara lið af öllum norðurlöndunum í lið með sér, ætli að þarna sé eittthvað orsakasamhengi????
Nei líklega ekki, en það er gaman að halda því fram, og góð saga á aldrei að gjalda sannleikans.....
Skál............
![]() |
Forstjóri Coca-Cola í Skandinavíu aðstoðar við kynningu hjá Vífilfelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2007 | 22:11
Hvað á þetta að þýða....
Ég er í fasteignahugleiðingum, sem er s.s. ekki í frásögur færandi, og var í kjölfarið að skoða mögulega á lánum innni á vefum bankana.
Allt var þar mjög svipað uppi á teningnum hvað varðar kaup og kjör og einnig hvað varðar það sem engin forðast frekar en dauðan, skattinn.....
Hvað á það að þýða á 21 öldinni að skattleggja lántökur fólks sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið, að skattleggja lántökur.....
1,5% af þeim peningum sem þú færð lánað renna í skatt til ríkissjóðs, þetta eru peningar sem ég gæti vel hugsað mér að nota í eitthvað annað heldur en að henda í ríkiskassann, og til að bæta gráu ofaná svart þá taka bankarnir og Íbúðalánasjóður 1% í svokallað lántökugjald sem er náttúrulega bara auka vextir af þeim peningum sem þeir eru að lána þér.
Þannig að ef þú tekur 20 miljónir að láni, þá fær bankinn strax í sinn vasa 200.000.- kr og ríkissjóður 300.000.- í skatt. Samtals um hálf miljón sem strax er horfin af þeim peningum sem þú hefði ella getað notað til að koma þér þaki yfir höfuðið.
Af 500.000.- reiknast síðan 5% vextir + verðtrygging þannig að á ársgrundvelli gæti kostnaður af þessu "ráni" verið um 80.000.- krónur eða um 6.666.- krónur á mánuði.
Meiri helvítis vitleysan.................
5.3.2007 | 19:35
Útrunnið....Bútrunnið....
Ég á ekki orð.... (og það gerist ekki oft)
Ruglið er orðið þvílíkt í þessu stimplaveseni á matvælum að það nær ekki nokkri átt, ég er þess fullviss að sumt af þeim tonnum sem var verið að henda á haugana frá fjölskylduhjálpinni, var í fínu lagi.
Þurrvara sem geymd er við góð skilyrði er í fínu lag í heilt ár eftir síðasta söludag eða "best fyrir". Það er ekki sami hlutur "síðasti söludagur" sem yfiirleitt á ferskvöru og svo "best fyrir" sem er algeng merking á þurrvöru og niðursuðuvöru. Lengi vel var talað um það að niðursuðuvörur væru taldar góðar í 5 ár eftir "best fyrir" stimpilin, og dæmi þess að í lagi hafi verið með slíka vöru allt að 15 árum eftir stimpil.
Ég er nú ekki að mæla því bót að menn séu að slafra þetta í tíma og ótíma eingöngu, en það er svo sannarlega í lagi að þetta sé haft með, sérstaklega ef ekki er verið að reyna að narra þetta ofaní fólk.
Meira segja sjampó og hárnæring er með stipli..... Hvað er málið????
Nei þetta er enn eitt dæmið um hina gengdarlausu sóun sem er í gangi hjá okkur.....
Ég ét útrunnið Cherios............. Og hef gaman af............
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2007 | 19:14
Að berja á móti.....
Það hefur löngum verið þjóðaríþrótt Sjálfstæðismanna að tala illa um Framsóknarflokkinn. Í það minnsta hefur borið duglega á því í grasrót Sjálfstæðismanna í gegnum tíðina.
Þetta hefur mér alltaf þótt verulega undarlegt sérstaklega í ljósi þeirra kenninga, margra sjáfskipaðra snillinga á vinstri vægnum, að Framsókn sé einungis skúffufyrirtæki í Valhöll.
Nú er ný forusta Framsóknar að bregðast við þeirri kröfu grasrótarinnar, um að horfið verði af þeirri hægri sveiflu sem verið hefur á flokknum undanfarin ár og aftur inná miðjuna þar sem hann á heima......
Sjálfstæðismenn eiga og verða að sjálfsögðu að standa við þann sáttmála sem smíðaður var í upphafi þessa kjörtímabils, þeir eiga ekki að komast upp með annað.......
![]() |
Þjóðlendumál ofarlega í huga framsóknarmanna á flokksþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2007 | 17:37
Skiptir þetta máli???
![]() |
Var eina helgin sem var laus" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2007 | 19:25
Afmæli
Það eru liðnar nákvæmlega 306.834 klukkustundir frá því að sveitamaðurinn Eiður öskraði á heiminn í fyrsta sinn á heilsugæslustöðinni á Djúpavogi. Ef ég man rétt þá var það rúmlega 2 að nóttu, þann 26 feb 1972.
Þið megið að sjálfsögðu ekki misskilja mig, ég leit ekki á klukkuna um leið og úr móðurkviði var skriðið, heldur hef ég þessar upplýsingar frá mér eldra og vitrara fólki sem tók stöðu tímamælis um leið og drengurinn orgaði.
Líklega er ég búinn að sofa 100.000 klst af þessum tæplega 307.000, svon aef að miðað er við eðlilegar svefnvenjur meðal íslendings, en ég held reyndar að ég sé ekki búinn að ná 100.000 klst þar sem ég sef yfirleitt frekar lítið.
Mikið vildi ég gefa fyrir það að geta tekið saman hvað ég hef unnið margar af þessum klukkustundum, en þær upplýsingar á ég ekki fyrirliggjandi nema um 11 ár aftur í tíman, en ég er alveg fullviss um það að þær klukkustundir eru ansi margar, spurning hvort að þær nái 100.000 en það er eitthvað sem væri nú gaman að reikna út.
Það var nú oft ansi langur vinnudagurinn á þeim tíma sem maúr var í slorinu hjá BD en eina vikuna minnist ég þess að yfirvinnutímarnir voru næstum því 80 og þá voru þessir hefðbundnu 40 dagvinnutímar eftir. Sem sagt í einni viku taldi mín vinna tæplega 120 klukkustundir og þá eru eftir 48 klukkustundir í frítíma sem skiptist á 7 daga eða rétt rúmlega 6 klukkustundir á dag.
En sem betur fer þá er þessu nú ekki svo háttað í dag og slík vinna myndi nú líklega verða manni erfið þegar maúr er rétt við þröskuldin á fjórða tug í árum talið.
Maður er bara alveg að verða fullorðinn.......................