Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.4.2007 | 19:45
Koma nú......
Ýmis kurl til grafar.
Ef þetta er tilfellið, þá veltir maður því fyrir sér hversu vel fjölmiðalar kanna sínar fréttir áður en þær fara í loftið.
Ekki það að manni finnist þetta lágar tölur á 10 dögum, en þetta eru umþb 18 manns á dag, og finnst mér það benda til þess að einhverju sé ábótavant í öryggis og heilbrigðismálum þarna í efra, og þurfi skoðunar við.
En rétt er rétt, og það að flytja fréttir af því að 180 manns hafi veikst inni í göngunum vegna ónógar loftræstingar er greinilega ekki rétt og því á ekki að segja frá því eins og gert var.
![]() |
Segja að einungis brot af 180 veikindatilfellum tengist mengun í göngunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2007 | 12:58
Í ljósi reynslunar......
Misjafn sauður er í mörgu fé, og það á við um alla hópa þjóðfélagssins.
En ég held nú samt í ljósi reynslunar að það sé fullkomlega eðlilegt að lögreglan sendi út slíka fréttatilkynningu. Ég var staddur inni í Lindum síðasta sumar þegar lögreglan "fjarlægði" mótmælendur af lokuðu vinnusvæði, "með óþarfa harðræði" svo að orðalag mótmælenda sé notað. Ég gat ekki séð harðræðið, þar sem mótmælendur settu allt sitt hafurstask á palla á bílum Suðurverks áður en þeir settust sjálfir inní bílana sem svo flutti þá í Egilsstaði.
Það verður að hafa það hugfast að margt af svokölluðum "atvinnu mótmælendum" er fólk sem er algerlega á skjön við það þjóðfélagsskipulag sem við erum öll partur af. Margt af þessu fólki álýtur að það sé ekki sjálfsagt mál að lög og reglur gildi og fleira í þeim dúr, og það er sannfæring þess að "kerfið" sé vaxið af illum meiði og því eigi að mótæla með öllu tiltækum ráðum, löglegum eða ólöglegum.
Þegar þú viðurkennir ekki ákveðin lög þá að sjálfsögðu telur þú þig ekki vera að brjóta af þér, þó svo að þú brjótir þessi lög eða ljúgir uppá þá sem framfylgja þeim....
Mér er það líka minnisstætt þegar við nokkrir félagar í björgunarsveitinni Ársól komum í Snæfell einmitt á sama tíma og mótmælendur voru þar sem flestir, og hornaugað sem við fengum... Ja við skulum bara segja að við vorum ánægðir að augnaráð drepur ekki.
Við vorum ekki velkomnir, það er alveg á hreinu, og það var haft samband við höfuðstöðvar félagsins og starfsfólk það spurt afhverju við værum að vakta mótmælendur fyrir lögregluna.
Þetta sýnir þá fyrringu sem er í gangi hjá þessu ágæta fólki, ef þú ert í einkennisbúning og á merktum bíl með blá ljós, þá ertu partur af hinu illa lögregluyfirvaldi sem ofsækir "saklausa" mótmælendur.......
Fyrirvari er nauðsynlegur í þessu................
![]() |
Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 23:53
Barnabætur....
Ættu að vera eitt af kosningamálunum. Ég hef áður talað um það að tekjutengingar eigi rétt á sér ef þær eru á vitrænum grunni, en skerðing barnabóta er ekki á vitrænum grunni.
Vitið þið að skerðing byrjar þegar hjón hafa náð 2.231.195.- í tekjur á ársgrundvelli bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Þetta þýðir að laun sem eru yfir 185.932.- á mánuði samanlagt hjá hjónum skerða bæturnar.
185.932.- Ekki þykir mér það nú vera há mánaðarlaun hjá tveimur einstaklingum eða um rúm 90.000.- á mánuði rétt við skattleysismörk....
Þetta þýðir það að um leið og þú ert farin að þéna yfir skattleysismörkum þá skerðast bætur... Þessi skerðing´ætti ekki að byrja fyrr en í fyrsta lagi í 3 miljónum, en þá mætti hvor aðili fyrir sig hafa um 125.000.- í laun á mánuði áður en skerðing kemur til og ekki myndi ég vilja halda því fram að það séu há laun heldur, og það ætti kanski að fara alveg í 4 miljónir sem þýddi að laun hvors aðila mættu fara í 166.000.- áður en skerðing kæmi til.
Einstætt foreldri má ekki fara yfir 92.966.- á mánuði þá tekur skerðingin að sneiða af bótunum, og hér ættu sömu reglur að gilda um hækkun viðmiðunarmarka.
Þetta á að endurskoða.............. sem fyrst.........
22.4.2007 | 04:53
Ragnar Reykás heilkenni.....
Ég hef oft haft Ragnars Reykárs heilkenni þegar einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur verið annarsvegar, og hef skipt um skoðun fram og til baka.
Ég var á móti einkavæðingu bankanna á sínum tíma, en tel núna að það hafi verið rétt skref, í það minnsta hafa bankarnir styrkst og skila núna meiru í samhítina en þeir gerðu á meðan þeir voru á hendi ríkisvaldsins.
Ég setti stórt spurningarmerki við breytingu á rekstrarfyrirkomulagi Rarik, og það sem virðist vera fyrstu skrefin í því að selja það fyrirtæki, og hefur það nú þegar komið niður á mér og mínum persónulega, því að rafmagnsreikningurinn hefur hækkað töluvert eftir þá breytingu.
En Landsvirkjun á EKKI að einkavæða, það yrði glapræði að setja nánast alla raforkuframleiðslu landsmanna í hendur á einkaaðilum, í því fákeppnisumhverfi sem þar ríkir. Við höfum fjöldamörg dæmi erlendis frá að slík einkavæðing hefur skilað sér í markföldu raforkuverði til einstaklinga, svo háu að ekki er hægt að verja það á nokkurn hátt að fara þessa leið, alla vega ekki á meðan ekki ríkir raunveruleg samkeppni á raforkumarkaðinum.
Ef Landsvirkjun væri einungis að framleiða hlut af þeirri orku sem við nýtum myndi vera í lagi að skoða málið en það er ekki fyrr en að hlutdeild þeirra yrði komin niðurfyrir 20% eða minna og hin 80% myndu að stærstum hluta vera dreifðir aðilar í virkri samkeppni.
Eflaust segja einhverjir að ekki sé hægt að búa til samkeppni á raforkumarkaðinum á meðan ríkið er alvaldur þar og því eigi að einkavæða, en ég segi á móti, ef að ríkið getur ekki komið á virkri samkeppni þó að það eigi stærsta framleiðandan, hvernig á það að geta það þegar einn framleiðandi sem er nýeinkavæddur ræður yfir stærstum hluta framleiðslunar...
Einnig velti ég því fyrir mér hvernig á að verðleggja skíkt fyrirtæki, eflaust er það ekki auðvelt og mikil hætta á því að það yrði selt of ódýrt eins og tilfellið hefur verið um of mörg ríkisfyrirtæki. Samningur Landsvirkjunar við Fjarðaál er til dæmis einn og sér miljarða virði.
Hér mun heikenni áðurnefnds Ragnars ekki verða mér til trafala, því að það er bjargföst trú mín að þessi einkavæðing sé EKKI tímabær og öllum hugmyndum um slíkt á að ýta útaf borðinu nú þegar....
Og hananú......
![]() |
Skoðað verði að færa eignarhald á ríkis á orkufyrirtækjum til einkaaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 22:57
Kvótinn.......
Var að spekulera.... Hvaða byggðir eru best settar hér fyrir austan varðandi kvóta, og hvar hefur hann minnst minkað???
Líklega er Norfjörður þar á meðal ásamt Eskifirði, og Höfn í Hornafirði.
Þessar byggðir ættu að vera sterkastar hér fyrir austan vegna sterkrar kvótastöðu, en annað er nú raunin. Áður en ákvörðun var tekin um uppbyggingu stóriðju á Austurlandi þá voru þessir staðir ekkert síður en aðrir í bullandi vörn, fólki fækkaði á þessum stöðum, rétt eins og í fjórðungnum öllum.
Ef rök hörðustu andstæðinga kerfisins eru rétt þá ættu þessir staðir að hafa blómstrað umfram aðra því að ekki var búið að selja þaðan kvótan og því næg atvinna handa öllum.
Nokkrir þættir eru sem valda því að ekki er neitt betra ástand þar sem kvóti er, umfram aðra staði.
Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað umtalsvert undanfarinn áratug, og dæmi eru um að afköst vinslustöðva hafi tífaldast, en mannaflaþörfin dregist saman um meira en helming á sama tíma. Störf í vinnslunni eru yfirleitt illa launuð og ungu fólki finnst vinnan ekkki eftirsóknarverð og því vill fólk leyta annað.
Þessi atriði og fleiri valda því að til að blómleg byggð haldist þá er ekki nóg að aflaheimildir séu til staðar heldur þarf fjölbreytni í atvinnulífið og fleiri stoðir til að byggja á.
Þessar stoðir og þessi fjölbreytni eru nú í gangi hér fyrir austan og því er nú orðin viðsnúningur í íbúaþróunn í fjórðungnum, sem betur fer.......
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 00:48
Tekjutengingar......
Eiga fyllilega rétt á sér...
Sumri virðst álíta það réttlætismál að afnema með öllu tekjutengingar, að allir sem einn eigi að fá bætur, lífeyrir eða annað í þeim dúr óháð því hver innkoma viðkomandi aðila er.
En er það réttlátt??
Hver er tilgangurinn með grunnlífeyri eða öðrum bótum?? Er það ekki til að tryggja það að allir geti framfleitt sér og sínum?
Ef ég er 71 árs og hef góðar tekjur af vinnu sem ég er í afhverju ætti ég að fá fullar bætur líka?
Þetta er eiginlega frekar spurning hvar skerðingarmörkin liggja, þar er vandamálið. Bætur eiga ekki að skerðast strax við fyrsta 10 þúsund kallinn heldur eiga skerðingarmörk að vera á vitrænum grunni.
Öryrkjar litu á það sem mikin sigur þegar tekjutenging maka var afnumin, og það voru færð rök fyrir því að þetta væri mannréttindarmál. ég get vel skilið þau rök, en ef ég er öryrki með fulla örorku og maki minn er með virkilega góð laun, hver er þá þörfin???
Tekjutengingar eiga fullan rétt á sér, en mörkin verða að vera skynsamleg, ekki alltof lág eins og þau eru í dag......
10.4.2007 | 18:48
Í Kína eru borðaðir hundar.....
Gamla settið er í Kína núna, að spóka sig í tveggja vikna löngu páskafrí.
Ég vaknaði upp við það eina nóttina að ég fékk skilaboð, og stökk á síman, því að ég bjóst við að nú væri einhver týndur, fastur eða í einhverskonar vandræðum þar sem að sérfræðikunnáttu minnar sem björgunarsveitarmanns þyrfti til að leysa málin. En nei, á skjánum stóð: Búinn að fara á múrinn, er að fara til Xian að skoða Terragottaherinn.........
Ég gat ekki með nokkru móti breytt þessum skilaboðum hans föðurs míns í neinskonar björgunaraðgerð og fór því bara að sofa aftur....
Önnur mun undarlegri skilaboð fékk ég svo nóttina eftir, frá betri helmingnum af gamla settinu, en á skjánum stóð einfaldlega: Vá vá vá....
Ekki veit ég hvað það var svona flott sem mútta sá og varð greinilega að deila með syni sínum hið snarasta, en ég fæ eflaust að sjá myndir af því þegar þau koma heim næstu helgi.
En skyldu þau vera búinn að fá sér hund?????
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2007 | 21:05
Rugl og bull.........
Ég var að hlusta á útvarpið áðan og enn og aftur var Vilhjálmur Egilsson að tala um það hvað hækkun lána hjá íbúðalánasjóði myndi valda miklum erfiðleikum í efnahagslífinu..
Ég er s.s. ekki neinn sérfræðingur um prósentur lána og efnhagslífið, en þessa ræður þess ágæta fyrrum þingmanns, tel ég vera helv... bull
Raunhækkun þessara lána er ekki nema 5,8% því að hámarkslán íbúðalánasjóðs eru nú 18 miljónir en voru 17. Það sér hver maður sem vill sjá að þetta eitt og sér hefur sáralítil áhrif á íbúðamarkaðinn og efnahagslífið, að hækka hlut íbúðalánasjóðs í lántökum um eina miljón í meðal húsnæði.
Þessi breyting er til þess fallin að létta ungu fólki að fjárfesta í sínu fyrsta husnæði og koma undir sig fótunum, en þurfir þú húsnæði fyrir t.d. 4 manna fjölskyldu, þá hefur þetta lítil áhrif því að stærra húsnæði er mun dýrara en svo að þetta hafi áhrif.
Í mínu tilviki hafði þetta engin áhrif, nema kanski að ég borga örlítið minni vexti.
Ég kaupi hús á 23 miljónir. Hámarkslán var þá 17 miljónir eða 80% veðsetningarhlutfall. sem þýddi það að ég fékk lánaðar 17 miljónir hjá íbúðalánasjóði og afgangin sem vantaði uppá 80% eða 1,4 miljónir hjá mínum viðskiptabanka, samtals 18,4miljónir.
En eftir breytingu fæ ég 18 miljónir hjá íbúðalánasjóði og 400þ hjá mínum viðskiptabanka eða samtals 18,4 alveg eins og í fyrra tilvikinu, en veðhlutfallið hjá mínum viðskiptabanka er 80% og því breytir þetta engu fyrir mig.....
Og hananú.......
29.3.2007 | 23:46
Þetta er allt að koma.........
Kerrufarmarnir eru ekki lengur teljandi á fingrum annarar handar of handtökin eru mörg.... Því sem hent hefur verið er ekki í kílóavís heldur í hundruðum kílóa....
Flutninganir eru því sem næst yfirstaðnir og komið þokkalegt skikk komið á hið nýja heimili, einungis er eftir að tæma geymslurnar 3 og það verða víst einhver handtökin sem fylgja því, og eflaust verður hægt að henda einhverjum slatta þar.
Er það ekki alveg makalaust hvað hægt er að safna miklu magni af drasli á stuttum tíma, gamla húsið var keypt 2003 og það virðist sem öll skúmaskot séu full af drasli sem ég hef engin not fyrir né engan vilja til að eiga. Þannig að það virðist vera nauðsynlegt til að maður kafni ekki í helv.. drasli að flytja á reglulegum basis.
En þetta er allt að koma.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2007 | 18:12
Púff!!!!!!
Stend í flutningum þessa helgina, og það er nú ekki með því skemmtilegasta sem maður gerir og í hvert einasta skipti sem að staðið er í þessu er því heitið að gera þetta aldrei aldrei aftur.
En ljósi punkturinn er sá að nú erum við komin í mun skemmtilegra húsnæði, á einni hæð og talsvert nýrra, en nýja húsið er byggt 1993 en það gamla er byggt 1920.
Það verður ákaflega mikill léttir þegar þetta er búið og það verður notalegt að slaka á í nýjum húskynnum þegar búið verður að ganga frá öllu.
svo er nú það....