Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Senn líður að hausti.....

Og þegar haustið nálgast kemur veiðihugur í flesta skotveiðimenn, því að þá styttist í það að það megi veiða flest sem hreifist ss gæs og rjúpu.

Sjálfur er að undirbúa það að fara og ná í hreindýrstarfinn minn sem ég vann í happdrætti veiðistjóra í vor og verður það eflaust mikið gaman eins og alltaf þegar farið er á hreindýraveiðar.  Síðan styttist í það að farið verði að rífast um það hvort að rjúnastofnin sé í ástandi til veiða, og bíður maður spentur eftir þeirri umræðu, því að það er nokkuð ljóst í mínum huga að það hlítur að vera þónokkur aukning á rjúpu í ár, því að það hefur viðrað einstaklega vel fyrir rjúpuna í sumar.

Hlýtt og heitt og nánast ekkert vorhret, og ekki hafa skilyrðin verið hagstæðari í fjölda ára til að koma ungum á legg.

En eins og alltaf verða uppi háværar raddir um veiðibann og alfriðun.  Ég held að takmarkanir verði einhverjar en vona að bannið verði ekki algert.

Um gæsina þarf ekki að rífast, þvílíkt er magnið af bæði heiðargæs og grágæs að það hálfa væri nóg, og maður furðar sig á því að það séu ekki nema örfá ár síðan að það átti að setja grágæsina á válista, en það var ekki gert, og hefði þá væntanlega verið allt troðfullt á túnum og móum landsins.

En hreindýrið verður veitt fyrst og líklega á sama tíma verður reynt bæði við grágæs og heiðargæs, en það er gaman að enda góðan dag á hreindýraveiðum með kvöldflugi í gæs......

Góða veiði.....


Hver fyllir í...........

skóna hans Kalla Sighvats???

Það verður verðugt verkefni fyrir þann sem það reynir jafnmikill snillingur og Karl Sighvatsson var.  En engu að síður verð ég að fara að huga að fríi í vinnuni þegar þessi gjörningur fer fram og fara að panta mér miða, því að þeir seljast örugglega upp.....


mbl.is Þursaflokkurinn og CAPUT í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinur litla mannsins......

Eða hvað??

Jóhanna Sigurðardóttir bar þennan titil einhverntíman fyrir margt löngu síðan, en ekki finnst mér fara eins mikið fyrir því nú.  Eitt af hennar fyrstu embættisverkum var að minka möguleika þeirra sem minna hafa á milli handana, og þeirra sem fjárfesta í sínum fyrstu húsakynnum til að fjármagna sín húsakaup.

Lánshlutfall íbúðalánasjóðs var lækkað úr 90% niður í 80% en engu að síður er hámarksupphæð lána 18 miljónir.   Ef þetta er skoðað þá sér það hver maður sem vill að þessi breyting kemur langverst niður á þeim sem eru tekjulægri eða eiga ekki eldri íbúð til að fjármagna útborgun.

Ef ég ætla mér að kaupa íbúð sem kostar 20 miljónir (sem þykir ekki dýrt á fasteignamarkaði í dag) þá þarf ég nú að fjármagna 4 miljónir annarstaðar en hjá íbúðalánasjóði, í stað tveggja miljóna áður.  Það þýðir að ég þarf að taka mér lán hjá öðrum bankastofnunum sem yfirleitt eru dýrari og erfiðari til afborgunar.

Ef íbúðin kostar aftur a móti 30 miljónir (sem er líklega heldur nær raunveruleikanum en 20miljónir) þá breytir þetta mig akkúrat engu því að mín hámarkstala verður aldrei meiri en 18 miljónir.

Hverjum kemur þetta fyrst og fremst niður á ???  Landsbyggðinni og efnaminna fólki.

Húrra fyrir Jafnaðarstefnu Jóhönnu og Samfylkingarinnar........


Er alveg að verða Kol....

Vitlaus á þessu Kolviðarkjaftæði sem er í gangi þessa dagana.  Kolviður þetta og kolviður hitt.  Það er varla hægt að opna blað eða horfa á fjölmiðil þessa dagana nema rekast á eitthvað sem er kolefnisjafnað, ég er viss um að bændur fara bráðum að auglýsa kolefnisjafnaðar beljur, kýr gefa jú töluvert frá sér af gróðurhúsalofttegundum þó vissulega sé það ekki Co2 nema í litlu mæli.

Bílaumboð auglýsir "græna" bíla og fleira og fleira.  Það eru meira að segja uppi hugmyndir um að kolefnisjafna heilt álver við Húsavík, hvað þarf að leggja mikið landd undir skóg til að það náist og er það búið að fara í umhverfismat??

Ekki misskilja mig, ég tel þetta vera skref í rétta átt, en ég tel það ekki umhverfisvænt ef það á að fylla allar heiðar í nágrenni við Húsavík af lerki, greni eða þessháttar erlendum hríslum, það er í mínum huga ekki vistvænt eða æskilegt.

Ef það á að reyna að binda íslenska mengun, verður að gera það með íslenskum plöntum, ekki eintómum útlendingum.......


Já var það ekki.....

Þetta þurfti nú ekki að sanna með neinum vísindalegum hætti, þetta hafa menn vitað alla tíð frá því að ökutæki voru símavædd.

Það er ekki hættulegt að tala í síma á ferð frekar en að hlusta á tónlist á ferð, eða rífast við farþegan eða njóta umhverfisins eða annað í þeim dúr, það er hættulegt þegar hringt er á ferð og tala nú ekki um það þegar send eru SMS á ferð, það er hættulegt.....

Ég stundaði atvinnuakstur í mörg ár og ekki minnist ég þess að símtal, og þau voru nokkur, hafi haft áhrif á aksturinn, en ég minnist þess að sú aðgerð að hringja hafði áhrif á hann.......


mbl.is Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott til þess að vita.........

Að kefið virkar eins og til var ætlast og ekki sé beðið í hálfan eða heilan sólarhring eins og áður en þetta kerfi kom til.

Það er samt sem áður alvarlegt mál þegar það gleymist að láta vita og einhvernvegin þarf að reyna að kkoma í veg fyrir það.

Áður en sjálfvirka tilkynningarskyldan var sett á heyrði maður það í útvaroinu reglulega að skip sem gleymdu að tilkynna sig voru beðin að hafa samband við næstu strandstöð strax, og oft liðu margir klukkutímar áður en eftirgrenslan hófst og þar tapaðist dýrmætur tími sem fór í bið, sem annars hefði getað nýst til leitar.

En eins og áður hefur verið sagt af mörgum, þá er ekkert kerfi fullkomið, en þetta kemst ansi nálægt því.

Gott er fljótandi bát í höfn að sigla...................


mbl.is Gleymdu að láta vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nætursnarl........

Er nauðsynlegt, sérstaklega þegar maður er á næturvakt.  Var að koma af einni slíkri og er nú komin í langþráð helgarfrí.

En, aftur að nætursnarlinu.  Það rifjaðist upp fyrir mér í nótt, einn réttur sem reglulega var á borðum á mínu æskuheimili,  Bragðavöllum. 

Ég var staddur inni í kaffistofu kerskálans og leit í ísskápinn hjá þeim og fann þar frekar lítið drykkjarkyns.  Tók þó fyrir rest út úr skápnum eitt stk drykkjarjógúrt og dreypti á.  Hugsaði með mér að þetta væru nú þvílíkir snillingar hjá MS að setja svona vatns/mjólkurblandaða drykki á markað í hentugum neytendaumbúðum.

Og mér var hugsað til þess þegar ég bjó í foreldrahúsum í sveitinni góðu og slafraði svipaðan rétt sem var Skyrsúpa, þ.e. skyr þynnt út með mjólk þar til að súpustigi var náð og þetta var borðað með bestu lyst með haug af rúsínum og ávöxtum útí, og þetta var með því besta sem maður fékk.

Kanski eru snillingarnir hjá MS ekki svo miklir snillingar þegar allt kemur til alls, svipaðir réttir hafa verið á borðum landsmanna frá byrjun landnáms, bara ekki í eins hentugum umbúðum.

Skyrsúpan varð eflaust til í árdaga búsetu á Íslandi þegar hagsýnar húsmæður þurftu að láta lítið eitt duga sem lengst, og þynntu út það litla skyr sem til var í búrinu með vatni eða mjólk.

Sjálfsbjargarviðleitnin lætur ekki að sér hæða........


Að berja sér á brjóst.....

Og eiga það ekki skilið, er velþekkt fyrirbrigði sérstaklega í kringum kosningar..

Fékk bleðil frá Samfylkingunni inn um lúguna fyrir helgi og var að fletta honum áðan, og þar fara Ktistján, Einar og félagar mikinn og minnast m.a. á samgöngumál, og mikilvægi þeirra fyrir fjórðungin.

Þessi sami flokkur stoppaði langtímaáætlun til vegamála í þinginu þannig að ekki var hægt að hefja rannsóknir á t.d. svokölluðum miðfjarðargöngum.  Ekki gæfulegt það.

Einnig fara þeir mikinn í tali sínum um heilborun, sem er s.s. gott og blessað, en hefði ekki verið nær að sýna það í verki, og samþykkja langtímaáætlunina í þinginu, til að hægt væri að fara að vinna í þessum málum af einhverri alvöru, í stað þess að stöðva málið og nýta sér það svo til atkvæðaveiða.  Það hefði s.s. nýst jafnvel sem kosningamál þó að langtímaáætlun hefði verið til staðar.

----------------------------------------------------------------------

Sjálfstælðisflokkurinn er í sókn, hér í kjördæminu, og virðist þeim ætla að takast það að eigna sér, og sér eingöngu, heiðurinn af uppganginum sem er hér fyrir austan.  Ekki það að að þeir eigi ekki hlutdeild í þessum árangri, heldur vita það allir sem vilja vita að þeir silgdu yfirleitt lygnan sjó á meðan Framsókn barðist með odd og egg fyrir því að þetta mál næði fram að ganga.

Einnig eru samgöngumálin eitthvað að vefjast fyrir þeim því að ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum, að ekki hafi ein einasta tillaga komið frá þingflokki Sjálfstæðis um jarðgangaframkvæmdir í fjórðungnum, þegar að þær voru lagðar frá þingflokknum inní samgöngunefnd.

Ekki Norfjarðargöng, ekki Vaðlaheiðargöng, ekki Miðfjarðargöng..... Engin göng......  Skyldu þeir hafa óttast það að styggja borgarbatteríð og þeirra kröfur um síaukið fjármagn til framkvæmda í borg óttans, eða voru þeir einfaldlega ekki til í það að fara að skoða alvarlega að standa við gefin loforð um bættar samgöngur hér í kjördæminu????

Einnig er vert að velta því fyrir sér fyrir á Austfirðinga sem eru að velja sér lista til að merkja við þann 12 maí, hvort að þeir séu tilbúnir að styðja mann í fyrsta sæti Sjálfstæðis, sem lýsti því yfir á síðasta kjörtímabili, að það væri nauðsynlegt að bjóða fram sér Akureyrarlista til að tryggja hagsmuni Akureyringa.......

Verður Kristján þingmaður Akureyringa eingöngu eða hvað?????

----------------------------------------------------------------------

Vinstri grænir...... ja ég veit nú eiginlega ekki hvað maður á segja um þann flokk....

Ég get ekki skilið hvar þetta ágæta fólk fær stuðning við sinn stöðvunarmálstað, sérstaklega hér þar sem við erum að sjá árangur aðgerða sem þeir vildu, og vilja helst enn, stöðva

"Eitthvað annað" söngurinn glymur nú í eyrum okkar austfirðinga sem einungis lélagur fimmaurabrandari, og það að týna fjallagrös er eitthvað sem einn og einn austfirðingur gerir sér til dundurs til að eiga svona eins og í eina súpu og eitt brauð og nokkra tebolla.....

Það er nú alveg ljóst að þessir þrír bókstafir eru nú ekki bleksins virði á kjördag...............


Klofajökull....

Er líklega fornt nafn á Vatnajökli, og telja spekingar að það hafi verið töluvert hlýrra á landámsöld á Íslandi þá, heldur en nú er.

Danskir spekingar eru greinilega sammála þessu.....


mbl.is Ekki verið heitara í Danmörku frá því á víkingaöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jibbí jei

Þetta mál er löngu tímabært og ég skil ekki af hverju þetta var ekki komið fyrr.

Nú getamenn farið út að skemmta sér án þess að lykta eins og nýbrunnin tóbaksverksmiðja á eftir.  Ég reyki reyndar sjálfur svona annað slagið og þá einkum þegar ég fer út að skemmta mér en þó að ég þurfi að stíga útfyriri og svæla eina þá tel ég það ekki eftir mér.

Var staddur úti í Kanada í janúar og þar er svona bann við lýði og ekki virtist það nokkrum vandkvæðum bundið að framfylgja þessu, og þrátt fyrir 30 stiga frost þá fór fólk einfaldlega út og reykti ef það vildi og var ekki með neitt múður þessvegna.

Ég á þó von á að það verði eitthvað tuðað hér á skerinu þegar þetta verður tekið upp, allavega er það tilfellið hér á Reyðarfirði á Kaffi Ilm (áður Kaffi Kósý) þar sem nú þegar er bannað að reykja.

Réttur fólks til að anda að sér hreinu lofti er mikilvægari en réttur minn til að menga mig og mitt nánasta umhverfi.


mbl.is 75% landsmanna hlynntir reyklausum veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband