Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Gærdagurinn langi

Erþað ekki alveg makalaust hvað tíminn flýgur áfram??  Ég var að uppgötva það að í dag eru liðinn nákvæmlega 5 ár frá því að ég fór í þá vinnu sem ég er í núna.

Fimm ár, og fyrir mér er eins og það hafi gerst í gær.

Mikið helvíti hvað gærdagurinn er búinn að vera langur.


Mér finnst kaffi gott

Ég man eftir því þegar ég var krakki hvað Eið frænda, sem lengi var vinnumaður hjá foreldrum mínum, fannst kaffi gott.  Það var ekkert mál fyrir mömmu að fá hann til að vaska upp, það eina sem þurfti að lofa var kaffibolli á eftir og þá stökk drengurinn í verkið með bros á vör.

Hann var ekki nema 12 ára og Þórunnborgu (mömmu) þótti nú ekki mjög gáfulegt að leyfa piltinum að drekka kaffi í tíma og ótíma.  En ég aftur á móti sem var svona kanski rétt hættur að skríða eða rúmlega það, fanst alveg merkilegt að einhver yfir höfuð, hvað þá frændi minn sem rétt var skriðinn á unglingsaldur skildi drekka þennan illa lyktandi og vonda drykk.

En tímarnir breytast og mennirnir með, og nú er þessi mjöður sem smíðaður er úr handtíndum brenndum baunum, í miklu uppáhaldi hjá mér, og svei mér þá ef ég drekk ekki alltof mikið af þessum vökva.  Í ljósi þess hve kaffi skipar stóran sess í minni daglegu neyslu á drykkjarföngum, þá kom í ljós að langþrjóska (gott nýyrði ekki satt?) mín var borin yfirliði (ofurliði) af þörfinni fyrir reiðilestur Samúels vinar míns og kaffibolla úr hans höndum.

Því fór ég í gærmorgun (það voru ekki liðnir tveir sólahringar frá úrsögn minni úr kaffiklúbb Samúels Svarta og Myrkrahöfðingjans Ásmundar) sem ég fór undir því yfirskini að kaupa skrúfjárn, í kaffi til þeirra tveggja.  Þegar ég og Samúel vorum búnir að leita af okkur allan grun um að það fengist ekki hjá honum gott skrúfjárn sem skrúfar fyrir horn, gat ég með svona þokkalegri samvisku fengið mér plastmál af svörtu kaffi með slurk af G-mjólk og mola.(Maður er nú meiri helv..... auminginn.)

En ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum því að þessum ágætu helbláu mönnum lá bara ekkert á hjarta þrátt fyrir að sá kvittur væri farin að berast um bæinn að við (Framsóknarmenn) værum farin að ræða um myndun meirihluta með Fjarðarlistanum.

En þeir ausa eflaust yfir mig seinna

Kaffi er gott!!!!!!!!


Kaffiþurð

Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir það í gegnum tíðina að vera langrækin, en nú er komið að því.  Ég hugsa að það væri kanski réttara að segja langþrjóskur, þó að það sé orðskrípi sem ég hafi nú bara smíðað rétt í þessu.  Yfirlýsingar mínar á aðfararnótt sunnudags kalla engu að síður á svona langþrjósku, því að ég lýsti því yfir að ég myndi ekki mæta í kaffi hjá Myrkrahöfðingjanum og Samúel svarta næsta árið ef við (Framsóknarmenn) fengum ekki inn 3 menn.

Nú er bara að bíða og sjá langþrjóskan (asgoti er ég að verða hrifinn af þessu orði) dugir.

En svona á léttu nótunum, það er fallegt veður úti núna og ég spái því að það sé bara komið sumar, og þetta sumarið og næstu fjögur fara í garðvinnu hjá mér, enda er garðurinn eins og sprengjuæfingarsvæði á að líta með holu hér og torfi þar og grjóti á enn einum staðnum.  Þar þarf að taka til hendinni heldur betur.

ó vot æ bjútífúl moring..........


Það er fullkomnað eða hvað???

Nú er það búið.  Úrslitin ljós og þau eru mikil vonbrigði fyrir mig og ég segi bara alveg eins og er að að ég er DRULLUSVEKKTUR!!!!!!!  Það vantaði ekki nema 9 atkvæði til að við hefðum fengið 3 inn eins og markmiðið var allan tíman, 9 helv...... atkvæði.

En nú þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði og hefna, eins og stundum sagt er.  Ég er allavega komin í frí frá bæjarstjórn næstu 4 árin og eflaust finnst einhverjum það gott, en ég mun fylgjast með af athygli á "hliðarlínunni" og skipta mér af eins mikið og ég get því að þessi fjögur ár sem ég haf tekið þátt í bæjarstjórn hafa að langmestu leiti verið mjög skemmtileg.

Til þeirra sem klikkuðu á því smáatriði að setj x við B þá segji ég aðeins eitt.... Ykkar mistök kæru vinir...... 

Takk fyrir í dag og góðar stundir


Þá er komið að því

Nú er komið að því, á morgun á að kjósa um framtíð Fjarðabyggðar og ég vona fyrir mína parta að hún verði græn, ekki samt vinstri græn.  Ég er búinn að fara eitthvað um sveitarfélagið í dag og hitta eitthvað af fólki, og ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir hönd okkar Framsóknarmanna.  Í fyrramálið ætla ég að fara í Mjóafjörð, og hitta fólk þar og jafnvel kjósa þar ef það er hægt.

Ég vil þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóginn hér hjá okkur Frömmurum á öllum stöðum, þetta er búið að vera mjög gaman og ég vona að úrslitin verði okkur hagstæð.

Einnig vil ég þakka hinum framboðunum fyrir málefnalega og drengilega kotningabaráttu.

Djöfull er ég skelfilega hátíðlegur og væminn!!!!!!!!!!!  En það á bara að vera svona núna...

Áfram Framsókn............ Fyrir betri Fjarðabyggð................


Endaspretturinn

Ekki er það félegt.  Síðasta blað Fjarðalistans fyrir kosningar virðist bara snúast um eitt! Smára Geirsson.  Það er bara nánast ekki minnst á neitt annað og öllu verra er ef satt er, að það eru ekki sömu sneplar sem bornir eru í hús á t.d. Norfirði og Stöðvarfirði, og virðist mér sem að það eigi að spila á hinn umtalaða hrepparíg.

Það er nú ekki hugguleg taktík að spila á þennan ríg á þessum fallega föstudegi og segja svo í "spariræðum" að aðalmálið sé að sameina Fjarðabyggð hina nýju.

Ég veit ekki með þennan ríg hvort að hann er einungis heilbrigður metnaður gagnvart sínum byggðarkjarna eða rætin rógur um sína nágranna.  Það brýst fram í manni svona Ragnars Reykás heilkenni gagnvart þessu, maður er á einu máli þessa stundina en svo á öndverðu máli hina, "Mamamamaður áttar sig bara ekki á þessu" hefði litli kallinn knái eflaust sagt.

En hvað um það ég tel að heilbrigður metnaður gagnvart sínum byggðarkjarna sé af hinu góða, og ef okkur tekst að spila þetta á þann hátt, þá hef ég ekki áhyggjur af því að fólkið í þessu frábæra sveitarfélagi sem við búum í verði í neinum vandræðum með að dansa í einum takt í náinni framtíð.

Sameinuð stöndum vér sundruð föllum vér!!!! 


Fundirnir búnir

Jæja þá eru sameiginlegu fundirnir búnir, fundirnir sem "lýðræðislega" aflið Fjarðalistinn vildi ekki að yrðu, en þeir vildu einungis 2 fundi, einn á Fáskrúðsfirði og einn á Eskifirði, ekki er mikill vilji fyrir lýðræði þar nema þegar það hentar í ræðuhöldum.  Fjarðarlistinn hampaði Smára Geirssyni í byrjun fundarherferðarinnar, en þegar þeir sáu að það var ekki að virka, þá hættu þeir því snarlega og reyndu að snúa sér út úr þeirri "alþekktu pólitísku brellu" að hafa foringann í baráttusæti.

Þessi leikur er reyndar þekktur í íslenskri pólitík, en þá er foringinn eða forsvarsmaðurinn í baráttusætinu og hefur frumkvæðið og er andlitið út á við en nú er Smári vinur minn hafður sem gulrót án raddar og finnst mér það miður að sá ágæti maður hafi slíkt hlutskipti.

Biðlistinn sem telur sig vera rödd fólksins í bæjarstjórn og telur sig vera eina framboðið sem getur breytt einhverju en það er ekki að gera sig finnst mér.  Það er skrítið hvað "rödd fólksins" hefur verið þögul undanfarin ár og hvað lítið hefur heyrst í henni.  Ekki hafa tillögur eða annar málflutningur "fyrir fólkið" þvælst mikið um í bæjarstjórn, og það læðist að manni sá grunur að markmið Biðlistans sé aðeins eitt, að tryggja sinn mann Ása í bæjarstjórn en afhverju veit ég ekki.

Sjálfstæðismenn eru ekki með bæjarfulltrúa í sveitarstjórn ef eitthvað er að marka málflutning þeirra núna, og þeir eru "byrjaðir að vinna í málunum þrátt fyrir það við séum ekki í bæjarstjórn"  Skrítið mál það, ég er ekki viss um að Magni og Andrés vinir mínir sé sáttir við þennan málflutning enda eru þeir í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.   Reyndar er hafði ég frekar gaman af þessum Heimdalls og JC ræðum þeirra Valda og Jens, og þessir frasar sem þeir notuðu eru alþekktir í heimi kappræðna en vikta lítið í alvöru stjórnmálum.

En hvað með Framsóknarmenn??  Við erum og verðum laaaaangflottust.  Það má t.d benda á það að fyrsta lýðræðisvinnan í nýrri Fjarðabyggð var Framsóknar, þ.e. prókjörið, og til að toppa það þá biðu allir listar eftir því að við kláruðum okkar prófkjör til að stilla upp eftir því, og það sjá allir ef vel er að gáð að öll framboð röðuðu niður sínum fulltrúum á listanna með tilliti til niðurstöðu Framsóknar.

Ég held að það sé ekki spurning hvað valkostur sé bestur í stöðunni, það er X-B á kjördag til að fá góða niðurstöðu fyrir íbúa Fjarðabyggaðar til framtíðar.

 Og hana nú........................ 


Af gangamálum

Nú nýlega var haldin fjölmennur fundur í Valhöll á Eskifirði, þar sem rædd voru smgöngumál.  Vel var mætt á þennan fund af frammámönnum okkar í vegamálum og var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra einn af þeim.  Því miður gat ég ekki setið þennan fund og fanst mér það miður, en eftir að hafa talað við þá sem þar sátu og fengið fregnir af fundinum hjá þeim, þá skilst mér að ekki hafi ég nú misst af miklu.

Eftir þennan fjölnmenna fund kom engin niðurstaða ráðherra vegamála á íslandi hefur ekki dug eða vilja til að vinna að nauðsynlegum vegabótum í fjórðungnum, hvort sem um er að ræða endurbætur eða nýframkvæmdir.  Ekki gat hann einu sinni lofað því að ónýtur vegur um Hólmaháls yrði lagaður, þrátt fyrir þreföldun á umferð um þann veg.

Nei ég ætlaði að hrósa Sjálfstæðismönnum hér í Fjarðabyggð fyrir þetta framtak sitt (að halda þennan fund) en þegar ekkert kemur útúr slíkum fundi þá finnst mér nú ekki að hrósið geti verið mikið, en geri mér jafnframt grein fyrir því að ekki geta þeir borið ábyrgð á dugleysi ráðherrans.

En eitt kom þó þarna fram "það á að hefja ransóknir á næstunni við Oddskarðsgöng"  Jú auðvitað er það jákvætt en "á næstunni" er frekar loðið og teygjanlegt.

En svona til fróðleiks þá læt ég fylgja með hluta úr skýrslu Vegagerarinnar um Oddskarðsgöng, þar sem tíundað er hvað þarf rannsaka meira, og ekki er það nú ýkja mikið, og ætti því að vera hægt að klára það á næsta sumri:

"5.7 Frekari rannsóknir vegan Norðfjarðarganga.

Nauðsynlegt þykir að bora nokkrar holur ofan við álitlegasta gangamunna og innar á gangaleiðunum eftir því sem aðgengilegt er. Hlíðar Eskifjarðar og Fannardals eru brattar og ekki aðgengilegar til umferðar með þung bortæki án slóðagerðar.  Í Eskifirði væri nærtækast að fara vestur frá vegslóðum er liggja að vatnsbólum á Lambeyrardal ofan þéttbýlisins. Ef mjög erfitt verður með umferð bortækja vestur að jarðgangaleiðum, gæti hugsast að bora hjá Þverá, nokkru innan við gangaleiðina.  Það er þó ekki æskilegasta staða. Rétt þykir einnig að skoða aðeins möguleika á munna fast utan við Bleiksá, austan við kirkjuna.

Í Fannardal þarf að fara yfir Norðfjarðará innarlega á dalnum og í sneiðingum upp suðurhlíðina. Æskilegt væri að bora a.m.k. tvær holur í gegnum setbergslögin til að kanna styrk og breytileika í gerð þeirra.  Samtals yrðu þetta 900-1000 metrar af kjarnaborun."

Skýrsluna má lesa í heild sinni á heimasíðu Vegagerðarinnar hér: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Nordfjardargong_skyrsla/$file/Nordfjardargong_Skyrsla.pdf

Nú ríður á að menn taki höndum saman og krefjist þess að farið verði í þessa vinu í sumar og henni lokið í haust þannig að veturinn geti nýst í undirbúningsvinnu, þannig að hægt sé að hfjast handa strax á næsta ári.  Ríkið verður að klára sinn pakka hvað varðar þessa innviði samfélagsins til að þetta stóra verkefni sem hér er í gangi verði farsælt öllum íbúum svæðisisn til hagsbóta.

Tengjum byggðir borum fjöll.


Fundirnir

Jæja nú er allt að gerast, fyrstu tveir fundirnir að baki og næstu þrír framundan.

Ég s.s. veit ekki hverjir komi best út úr þessum tveimur fundum sem eru afstaðnir, en mér fannst okkar hlutur ekki vera slakur.  En útgangspunktar hjá framboðunum eftir fundin á Stöðvarfirði fundust mér vera þessir, dregnir saman í eina setningu:

D- listinn: Kjósið okkur við erum öll sérfræðingar.

F- listinn: Kjósið Smára og þá fylgjum við hin með í kaupbæti.

Á- listinn: Kjósið okkur við erum húmorískir og allt mun verða ókeypis.

B- listinn: Ég býst nú við því að einhverjir aðrir verði að meta okkur í einum svona frasa og ég vænti þess að einhverjir setji það hér inn í athugasemdir.

nóg í bili

Eiður


Fyrsti fundurinn

Verður í kvöld á Stöðvarfirði.  Ég verð að vísu ekki vel undirbúinn því að ég hef verið eins og fjömargir aðrir að leita að drengnum sem týndist norður á fjöllum.  Ekki hefur því verið mikill tími til að skrifa ræður eða pæla í einhverjum kosningaslag.

Það verður samt að segjast eins og er að það er ekki þreytan og svefnleysið eftir leitina sem fer verst í mig núna heldur eru það vonbrigðin yfir því að leytin skuli ekki hafa borið árangur.

Ég vona að drengurinn finnist sem fyrst.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband