Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
25.8.2006 | 13:29
Öryggið á oddinn....
Þegar íslenskum yfirvöldum var það ljóst að ekki yrði lengur hægt að stóla á varnaliðsþyrlur til bjargar íslenskum borgurum í háska, hvort sem er á landi eður láði, þá var gefin út sú yfirlýsing að þyrlum í eigu Landhelgisgæslunar yrði fjölgað.
Það að fjölga þyrlunum yrði óhjákvæmilegt til að tryggja öryggi landsmanna. Ég vona að yfirvöld láti það ekki bara nægja að fjárfesta í þessum flutækjum, því að hingað til hefur Landhelgisgæslan ekki haft of mikið fé á milli handana til reksturs, en með tilkomu þessara nýju tækja þarf að bæta töluvert í til að hlutirnir gangi upp.
En það var nú ekki aðalkveikjan hjá mér að keyptar yrðu nýjar þyrlur, heldur hvernig framhaldið yrði eftir að þyrlurnar yrðu komnar til landsins, og þar er ég fyrst og fremst að tala um staðsetningu.
Það yrðu mikil mistök ef þessi tæki öll yrðu bara staðsett í Höfuðborginni eða á suðvesturhorni landsins. Ég þekki það sem björgunarmaður að það er oft sem þyrlur geta ekki tekið þát í leit og björgun vegna staðsetnigar þeirra og þá erum við bæði að tala um tíma og aðstæður hverju sinni.
Því er það alveg ljóst í mínum huga að það þarf þyrlur á Akureyrim, Ísafirði og Norfirði. Ef þyrlur yrðu staðsettar á þessum stöðum mydi það stytta útkallstíma, bæði í sjóbjörgun og landbjörgun, heimastöðvar þeirra yrðiu í túnjaðri sjúkrahúsa og þær gætu unnið með björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þegar þess þyrfti við.
Þetta er eitthvað sem þarf að skoða vandlega í samráði við Björgunarsveitir, Heilbrigðistofnanir og lögreglu áður en ákvörðun er tekinn.
22.8.2006 | 17:57
MÚTUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Enn ein samsæriskenningin tröllríður nú fjölmiðlum..... 2 Lögreglumenn í Fjarðabyggð þáðu pening af Alcoa svo að þeir gætu farið á námskeið erlendis til að auka þekkingu sína.
Og að sjálfsögðu er það alveg SKELFILEGT!!!!!!!!!!!
Alcoa á þessa ágætu menn líklega bara skuldlausa núna og líklega bara beitt þeim að vild á alla sína óvini t.d. Guðmund á Kollaleiru og tjalbúana hans?? Eða hvað?
Afhverju er Alcoa ekki búið að láta helvítis einkalögguna sem þeir keyptu fyrir nokkra þúsundkalla fjarlægja Guðmund og þessa þúfnavini sem þar eru????? Maður spyr sig????
Nei að öllu gamni slepptu þá finnst mér þessi málflutningur vera út í hött!!! Hvað með björgunarsveitir landsins sem flestar eru reknar að hluta með fyrirtækjastyrkjum eru þær þá ekki skulbundnar til að aðstoða fyrst þá sem styrkja og svo þá sem minna gefa??
Eða öll leikfélögin og listaklúbbana sem fá styrki frá fyrirtækjum verða þeir þá ekki að ritskoða allt sitt efni svo að það þóknist styrkveitendum??
Það er löng hefð fyrir því hér á skerinu að fyrirtæki stór og smá, umdeild og óumdeild láti fé af hendi rakna til að leggja góðum málum lið og mér finnst að þar bara í góðu lagi, svo fremi sem fénu fylgja ekki nein skilyrði sem gætu gengið gegn hagsmunum almennings og samfélagsins.
Þekkir einhver dæmi um slíkt?? Ég held ekki
21.8.2006 | 15:40
Er sumarið búið??
Ég hef verið að velta því fyrir mér í góðviðrinu undanfarna daga hversu mikið væri eftir af sumrinu. Hitatölurnar sem við höfum verið að sjá hér gefa nú kanski ekki ástæðu til þess en, það er eitthvað sem segir að nú fari eitthvað að breytiast. Knaski er þetta bara venjuleg íslensk veðursvartsýni, að geta ekki notið góða veðursins öðruvísi en að hafa í leiðinni áhyggjur af því að það sé örugglega alveg að verða búið og að í staðin fáum við slydduél og stinningskalda.
Endemis vitleysa er það nú að njóta ekki á meðan hægt er.
En ég hef líka tekið eftir einu á síðastliðnum árum og það er íslenska birkið sem ekki lætur blekkjast. sérstaklega á þetta við á vorin, egar allir útlendingarnir (aspir og alaskavíðir og fleiri trjáplöntur) halda að 4 daga sólarkafli með hlýindum í febrúar sé vorið mætt á svæðið til að bræða klakan. Og allt fer á fullt brum byrjar að myndast og allt virðist ætla að verða fulllaufgað á fyrsta degi Góu en svo skeður það, sólin víkur fyrir frostinu og trén bera þess ekki bætur, nema birkið sem hlær bara að öllu saman og segir " hi hi þetta sagði ég, hér vorar aldrei fyrr en í júní og jafnvel þá er það ekki öruggt."
En ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum eru einfaldar, ég var að keyra í gegnum sjálfsáðan birkiskóg í síðustu viku, og viti menn, laufin á birkinu eru farin að gulna, eða með öðrum orðum það styttist í veturinn gott ´fólk, það er víst betra að hafa vettlingana og húfuna á vísum stað.
Veðrið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2006 | 00:12
Til hamingju Ingi og Fanney
Laugardagurinn er liðinn og hann fór bara í eitt hjá mér, brúðkaupið Inga og Fanneyjar. Þetta var mjög fallegt og ég held að þau fyrrum hjónaleysin séu mjög ánægð og hamingjusöm með daginn, eða í það minnsta vona ég það.
Ég man ekki eftir því að Ingi hafi nokkurntíman í mín eyru sagt " Já " með jafnmikilli áherslu og þunga eins og þegar séra Davíð spurði hann spurningu dagsins.
Ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni og vona að þeira hjónaband verði gæfuríkt og hamingjusamt.
Til hamingju brói......
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.8.2006 kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2006 | 15:21
Athyglisvert......
Ég rakst á könnun sem gerð var af Gallup fyrir stuðningsfólk Sivjar Friðleifsdóttur, um það hvort að Framsókn yrði vænlegri undir stjórn Jóns eða Sivjar.
Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku og mögulega kjósa Framsókn völdu Siv umfram Jón eða 34% aðspurðra en 12,6% töldu Jón vænlegri. Það styrkir eflaust Siv í sinni baráttu um formannssætið og einnig styrkir það þau ummæli hennar að nauðsynlegt sé nú á þessum tímapunkti að fá kynslóðaskipti í forustu Framsóknarflokksins.
En, það var annað sem vakti athygli mína í þessari könnun, en það var sú tölulega staðreynd að á bilinu 37-65% aðspurðra sögðust ekki myndu kósa Framsókn alveg sama hvort þeirra yrði formaður, og það mætti útleggja á þann veg að Framsókn eigi séns á allt að 30% fylgi í næstu kostningum.
En við sjáum til, hvað laugardagurinn hefur í för með sér og þá skýrast línurnar.
15.8.2006 | 15:51
Mótmælendur
Já er það ekki aðalumræðan þessa daganna, mótmælendur, eða hvað?
Nýjasta afrek þessa villuráfandi fólks var að loka Valla og félaga á Hönnun inni líklega í þeim eina tilgangi að komast í fréttirnar, eða kanski að þeir hafi ætlað að loka bæjarskriftsofum Fjarðabyggðar og beygt vitlausa leið þegar á aðra hæðina var komið.
Ég veit ekki, en samt einhvernveginn finnst mér að það sé verið að mótmæla á vitlausum stað og/eða á vitlausum tíma. Ég hefði talið að þetta ágæta en illa upplýsta fólk ætti að setja upp mótmælendabúðir inni í Arnardal á Fjöllum, því að til eru á pappír áætlanir um að sökkva honum en ekki neinar framkvæmdir hafnar, eða við Langasjó því að þar er sama staðan uppi á teningnum, en ekki neitt verið aðhafst enn. Það væri kanski ráð að upplýsa þessa mótmælendur og Íslandsvini um það svo að þeir gætu sett sér markmið sem þeir eiga möguleika á að ná?
En hverjir myndu flytja fréttir af því?? Líklega engin, því að þeim yrði ekki vísað af þessum stöðum, þeir yrðu ekki fyrir neinum og engin hætta á að kastast myndi í kekki milli yfirvalda og þeirra, og því er þetta ekki hentugt í þeim tilgangi að vekja athygli fólks.
Ekki hefur heldur einn né neinn mótmælt Hellisheiðarvirkjun, sem þó er byrjað á og þar á svæðinu eru um 1000 mans að störfum, og orkan fer einnig til álvinnslu og verðið á orkunni er líka trúnaðarmál.
Það er margt skrítið í kýrhausnum þegar hann er sóttur yfir bakkafullan lækinn.
9.8.2006 | 20:33
Málefni líðandi stundar
Það sem ber hæðst í fjölmiðlum þessa dagana er auðvitað umræðan um mótmelendur við Kárahnjúka og Snæfell. Sumir vilja meina að lögregla fari offari í störfum sínum en aðrir ekki.
Ég var staddur inni í Lindum akkúrat á sama tíma og lögregla var að "reka" mótmælendur í burtu með "harðræði" og ég verð nú að segja að ekki sá ég "harðræðið" en vissulega voru tjaldbúðirnar og fólkið fjarlægt af svæðinu.
Ég átti leið um Snæfell í síðustu viku þegar við félagar í Björgunarsveitinni Ársól vorum í Hálendisverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, verkefni sem fellst í því að björgunarsveitir eru á ferð um hálendið m.a. til að aðstoða vegfarendur og aðra þá er gætu þurft á því að halda. Ég vissi að þar væru tjaldbúðir mótmælenda og fannst að það ætti ekki að skipta máli fyrir okkur, en mér fannst augnaráð þessa ágæta fólks vera frekar kuldalegt þegar við mættum á staðinn og okkur bar saman um það að við værum ekki velkomnir.
Sömu sögu var að segja af Súlumönnum (bjsv. Súlur Akureyri) þeir höfðu einnig orð á þessu og upplifðu þetta á nákvæmlega sama hátt og við, en það sem mér fannst verst var það þegar ég frétti það hjá Slysavarnarfélaginu að haft hefði verið samband við starfsfólks félagsins i Reykjavík og það spurt afhverju björgunarsveitirnar væru að fylgjast með friðsamlegum mótmælendum við Snæfell fyrir lögregluna á austurlandi!!!
Ég held að þetta sýni nú hvernig þetta ágæta fólk hugsar, það virðist vera ákaflega upptekið af því að allir séu að "vakta" það eða með öðrum orðum með ofsóknarkennd á háu stigi. Það virðist vera eitt af markmiðum þessa fólks að sverta yfirvöld og alla sem þeim tengjast, og það virðist ekki skipta máli hvort að það á við einhver rök að styðjast eða ekki, bara ef þú tengist yfirvöldum það eitt gerir þig að "vondan"
Ég veit það ekki, mér finnst að það þurfi nú stundum að stíga varlega til jarðar þegar hitamál eins og þessi eru uppi á teningnum, og það á sérstaklega við um fjölmiðla, en mér þeir séu ekki að standa sig sem skildi í þessu máli. Mér finnst öll umfjöllun og annað í kringm þetta allt einkennast af æsifréttamennsku og látum. Einnig er það umhugsunarefni að þegar fjölmiðlamenn eru yfirlýstir andstæðingar virkjunar og stóriðju, hvort að þeir ágætu menn geti sannarlega flutt fréttir eða tekið upp myndskot á þann hátt að það gefi rétta mynd af þvi sem er að gerast, og það á að vera eitt af hlutverkum yfirmanna að sjá til þess að fréttir séu óhlutdrægar og það á hvorn veginn sem er.