Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hey...

Hvað er það fyrsta sem ykkur dettur í hug þegar minst er á Kanada?????

 Svari nú hver fyrir sig....


Þetta hef ég nú alltaf vitað...

Þetta eru engin ný sannindi á mínu heimili, en mér hefði nú fundist að það mætti ransaka þetta betur og ítarlegar en hér er gert. 

En ég er þess fullviss að niðurstöðurnar yrðu þær sömu...


mbl.is Skyndiákvarðanir geta stundum reynst vera þær bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hraðri uppleið.....

Ég sé að heimsóknir hjá mér í dag eru mun fleiri en vant er, það er líklega vegna þess að Helgi Seljan fyrrum sveitungi minn og samferðamaður um Skandinavíu, minntist aðeins á bloggið hjá mér og ferðalag okkar um Noreg og Danmörku fyrir, um 4 árum síðan.

Það var reyndar helvíti gott ferðalag og það var mín fyrsta ferð út fyrir landssteinana ef Papey og Skrúður eru ekki talin með.  Það alveg með ólíkindum hvað tímin flýgur og hlutirnir breytast.

Það vantar þó eitthvað uppá kvitteríð, en það gerir svo sem ekkert til.

Hér í hinu frönskumælandi Kanada er veðrið að verða eðlilegt, en þegar við komum var rigning og 4° hiti.  Nú er hinsvegar komið 11° frost, og mér skilst að miðað við eðlilegt árferði sé það í hlýrri kantinum.  Okkur var allavega drullukalt inni í kerskála kl 6 í morgun, þegar við vorum þar að fylgjast með því hvernig þeir ganga frá næturvaktinni iog undirbúa dagvaktina.  Okkur hlýnaði nú samt all snarlega þegar við fórum í steypuskálan, þar sem nóg var af afgangshita.

Eini gallinn á þessu ferðalagi núna er það hvað það dimmir snemma, því að þegar við erum búnir á daginn, um svona 5 þá er komið rökkur og maður getur lítið skoðað.  En það verður nú kanski gert eitthvað í því á sunnudaginn en þá er frí og ég vona bara að veðrið verði jafngott og það var í dag, en það var blankalogn og sól.

Kveð að sinni...


Ég vona bara....

.......að þeim takist að snúa þessum þjófnaði ríkisvaldsins við og að yfirvaldið virði þann eignarrétt sem sumum landeigendum hefur tekist að sýna fram á að sé til staðar.

Það er reyndar alveg með ólíkindum hvað okkar yfirvaldi er það tamt að hirða hluti án þess að gera rétt við þá sem eiga þá.   Þjóðlendudæmið er einmitt eitt þessara mála, og það hefði nú verið mun heillavænlegra fyrir þjóðlendunefndina að leggja fram einhverskonar drög og auglýsa eftir athugasemdum áður en´farið var í það að setja þetta niður á pappír endanlega.

Einnig má benda á Landsvirkjun í þessu sambandi, það er ekki til fyrirmyndar að það skuli ekki að þurfa að leyða til lykta deilur um bætur fyrir framkvæmdir áður en þeim er lokið, t.d. á Jökuldal þar sem landeigendur fara fram á 90 miljarða í bætur, eða ölluheldur í greiðslur fyrir vatnsréttindi.  Það er þó spurning í mínum huga hvort að sú krafa er réttmæt, en það er ekki aðalatriðið í þessu samhengi heldur að gengið sé frá málinu.

Einnhver hélt því fram að bændur sem missa fjós sitt við virkjun Urriðafoss í Þjórsá, og að fulltrúar Landsvirkjunar hefðu sagt viðkomandi bónda að hann gæti sótt bætur í gegnum dómskerfið.

GÆTI SÓTT BÆTUR Í GEGNUM DÓSKERFIÐ!!!!!!!!!!!!!!

Hvað er eiginlega í gangi hér?????  Ef að sagan er sönn, þá er eitthvað meira en lítið að.....  Það skiptir engu máli hvort ég eða aðrir eru með eða á móti virkjunum, það hljóta allir að vera á móti svona vinnubrögðum, hvort sem það er Landsvirkjun, Landsnet, Vegagerðin, Þjóðlendunefnd eða einhverjar aðrar stofnanir sem eiga í hlut.


mbl.is Landssamtök landeigenda stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ansi skrambi furðulegt.............

Að horfa á Ice T leika í Law and Order á Frönsku, já á frönsku.  Ég hélt að talsetning væri ekki til nem í nokkrum Evrópulöndum, en I was dead wrong.....

Hér er allt á frönsku og stöðumælavörðurinn sem ætlaði að sekta mig í morgunn í Montreal gat ekki gert sig skiljanlegan á hinu móðurmálinu sínu, þótt að líf hennar lægi við, og ég var að hugsa um að svara henni bara á vel kjarnyrtri íslensku, en hætti snarlega við það þegar hún ákvað að sekta ekki þessi tvö útlendingsgrey sem kunnu ekki að lesa skilti á frönsku sem bönnuðu bifreiðarstöður.

Annars skilst mér á þeim sem hér búa og ég skil, að hér sé í gangi svona tungumálaþrjóska, og að margir geti vel talað ensku jafnvel og breskir yfirstéttaraðalsmenn, en geri það bara helst ekki.  Ekki gat þessi viðmælandi minn útskýrt hversvegna þetta er svona, hann sagðist ekki skilja það því að hann sjálfur talar ensku og frönsku bara eftir því sem við á.

Mér skilst að svona tungumálaþrjóska sé landlæg í Þýskalandi og Frakklandi, en ég hef ekki kynnst því af eigin raun því þessi lönd hef ég ekki heimsótt.  Mikið finnst mér þó sú þrjóska skiljanlegri þar sem að þessi lönd hafa bara eitt opinbert móðurmál og þessar þjóðir telja sig þurfa að verjast áhrifum Engilsaxneskunar með öllum tiltækum ráðum.

Við Íslendingar erum svo sem ekki alveg lausir við svona málverndarstefnu, en þetta virðist nú ganga ágætlega hjá okkur þrátt fyrir að ekki sé allt sjónvarpsefni talsett hjá okkur.  Það væri þó skemmtileg tilhugsun að horfa/hlusta á t.d. Forest Gump talsetta á áskæra ylhýra.  Siggi Sigurjóns myndi þá kanski túlka Forest sjálfan og Örn Árna yrði Bubba. 

Það væri nú eitthvað öðruvísi allavega.......


It´s on.........

Jæja þá er átveislunni miklu lokið og kominn tími til að fara gera eitthvað annað en að elda mat, éta mat og hugsa um hvað á að vera næst í matinn...

Er núna staddur á Hilton flugvallarhótelinu í Boston, á leið til Deschaumbault í Kanada.  Það rifjast upp ýmislegt frá ferð minni til Ameríkuhrepps í október síðastliðnum, en í þetta skiptið hefur ekkert óvænt komið uppá.... ennþá.....

Nú verður útlegðin reyndar með aðeins öðru sniði en síðast það verða ekki 16 flug á 12 dögum, heldur verða flugin í þetta sinn einungis 4 á 3 vikum. Ég get nú ekki sagt annað en að ég sé frekar fegin því að þurfa ekki að þvælast jafn mikið og síðast. 

Á morgun liggur leiðin til Montreal en þaðan keyrum við til Deschaumbault, em það er um 220 km.  Ég verð að viðurkenna að það er eitthvað sem mig hlakkar bara til að gera því að ég hef nú alltaf haft frekar gaman af því að keyra og ekki spillir fyrir að bæta einu landi við í aksturskladdan, en fram að þessu hef ég keyrt í Danmörku, Noregi og Eistlandi.

Mun reyna að setja eitthvað misgáfulegt hér inn á næstu vikum, eftir því sem við á...

 Adios


Hengja þá upp á pun...hár....

Djöfulsins glæpamenn og fávitar, ég vona bara að lögreglan nái í rassgatið á þessum hálfvitum....


mbl.is Kveikt í skotköku inni í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukning

Aukning uppá 20% á landinu, við hér á Reyðarfirði seldum fyrir 42% meira en í fyrra og erum við íbúum þakklátir fyrir stuðningin, og þökkum fyrir okkur.

Adios...


mbl.is Metsala á flugeldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atkvæðakaup...

Mikið hefur verið talað og skrifað um meint mútur Alcans í hafnafirði í formi jólagjafar, en Alcan sendi einhverjum útvöldum Hafnfirðingum disk með Bo í jólagjöf.

Einhverjir litu á þetta sem tilraun til að kaupa atkvæði þeirra þegar að því kæmi að greiða atkvæði um stækkun álversins í Straumsvík.  Ekki veit ég hvort að þessi ágæta gjöf hefur nokkur áhrif á ákvarðanatöku viðkomandi Hafnfirðinga, en ef maður hefur fylgst með fréttum, þá virðist það vera að andstæðingar stækkunar séu falir fyrir einn skitin geisladisk.

Ég skil ekki fjaðrafokið í kringum þetta mál, ég hefði reyndar ígrundað það alvarlega að skila diskinum, en bara vegna þess að mér finnst Bo frekar lítið skemmtilegur.   En að skila honum og vegna þess að hann geti verið túlkaður sem mútur, ekki hvarlað að mér eitt augnablik.

En þarna er kanski komin góð aðferð fyrir okkur Framsóknarmenn til að forðast þá útrýmingu sem flestir spá okkur (sem ég hef reyndar ekki trú á) kaupum bara slatta af geisladiskum og sendum á kjósendur, þeir hljóta þá að kjósa hina örlátu gefendur.

Þykir ykkur það trúlegt að að virki???

Nei ekki mér heldur.

Það er sagt að allt sé falt fyrir rétta upphæð, en ég efast um að rétt upphæð fyrir atkvæði um álver sé Bo og Sinfónían.......

 


Árið 2006....

Þegar litið er til baka yfir nýliðið ár koma nokkrir hlutir upp í hugann, ég ætla að tíunda það sem ég man helst eftir hér hjá mér, í einhverskonar tímaröð

Árið hófst á hefðbundin hátt með hinu týpíska áramótafylleríi, og hefbundinni nýjársþynku.  Það sem kemur næst markvert (ekki það að mér þyki áramótafylleríið eitthvað markvert) er Þorrablót 4X4 í Kverkfjöllum.  Það er ávalt fyrirmyndar samkoma í alla staði, að minnsta kosti hvað varðar skemmtilegheit, og ekki spillti fyrir að þorrablótið bar upp á minn ágæta afmælisdag þann 26 feb. 

Næst verður að teljast markvart að ég skellti mér útí prófkjörsbaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningar hér í Fjarðabyggð, og fór það ekki eins vel og ég hefði viljað en í stað þess að enda í 1-2 sæti eins og ég stefndi á endaði undirritaður í 4 sæti.  Það voru allnokkur vonbrigði en engu að síður tók ég fjórða sætið á lista Framsóknar hér í Fjarðarðabyggð og var það næsta törn að standa í þeirri baráttu og gekk það ekki heldur eins og ég hefði viljað, en það skorti einungis 9 atkvæði uppá að við næðum inn 3 manni.

Ég ætlaði nú líka aldeilis að taka á því í málefnum þeim sem snúa að úthaldi og líkamsburðum og skráði mig í boot camp, en ekki varði ástundunin mikil því að á sama tíma stóð ég í kosningabaráttu og hraðlestrarnámskeiði, og það skaraðist náttúrulega allt við hvort annað og því fékk bootið að sitja á hakanum.

Fór á fjöll um páskana með góðum félögum í góðu veðri, við fórum m.a í Kverkfjöll og Hveragil og var það tær snilld.

Fór aftur á fjöll nokkru seinna í ekki jafnskemmtilegum tilgangi en það var ein umfangsmesta leit sem farið hefur fram hér austanlands eða jafnvel á landinu öllu í seinni tíð, en ungur drengur týndist frá Grímstöðum á fjöllum.  Björgunarsveitarfólk á austurlandi lagði nótt við dag við að reyna að finna drengin en leitin fékk ekki þann enda sem við hefðum viljað, því drengurinn fanst látinn rúmri viku eftir að hann týndist.

Í sumarfríinu var lítið gert annað en dittað að húsinu (og það var samt ekki nóg) og einnig skroppið á fjöll með félögum mínum í Ársól, en við tókum þátt í Hálendisverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og var það feikilegt fjör að ferðast um hálendið í tæpa viku í góðum félagsskap.

Þegar líða tók á sumarið skýrðust línur í lítilli starfsumsókn sem ég hafði lagt inn hjá einu umdeildu fyrirtæki á vormánuðum, en eftir langt ferli var mér boðin vinna hjá Fjarðaráli og eftir að hafa velt kostum og göllum þess að skipta um vinnu vandlega fyrir mér þá var tekin sú ákvörðun að hætta hjá Vífilfelli og hefja störf í hálfsmíðuðu álveri við Reyðarfjörð.  Það var reyndar ekki ákvörðun sem mér fanst létt því að hjá því ágæta fyrirtæki Vífilfelli var gott að vinna og þar eignaðist ég marga góða vini, og ég vona að vinskapurinn haldist áfram.

Í október byrjun háf ég síðan störf hjá Fjarðaál, og hefur það verið mjög fróðlegt til þessa, en mín vinna þessa fyrstu þrjá mánuði hefur falist fyrst og fremst í því að læra, læra nýja hluti og nýja siði, en þarna er unnið á töluvert öðrum nótum en ég hef vanist í gegnum tíðina.  Einnig var Ameríkuhreppur heimsóttur til að kynna okkur nokkrum nýjum vinnufélögum álver og ýmislegt sem þeim tengist. 

Fleira gerðist auðvitað en þetta er svona hundavað fyrir ykkur sem villist hér inn og hafið áhuga á því hvað hefur drifið á mína daga þ.e. síðustu 365

Og að því sögðu óska ég ykkur öllum, vinir, kunningjar, ættingjar og bloggfélagar (og allir hinir) gæfuríks árs og þakka það sem nýliðið er.

Skál elsku dúllurnar mínar................

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband