4.5.2011 | 15:45
Væri ekki....
Nær að skoða það fyrst að bora undir Oddskarð til Norfjarðar...??
Ég er í það minnsta á því það er einn hæsti fjallvegur í íslenska vegakerfinu sem er ekki hálendisvegur og löngu tímabært að fara undir fjallið milli Norfjarðar og Eskifjarðar í stað þess að aka þar yfir.
Einnig eru önnur rök með því að ráðast í göng undir Oddskarð, en þau göng áttu að koma hér í kjölfar álversframkvæmda til að gera Austurland að einu atvinnusvæði, en ekki hefur verið staðið við það en, þrátt fyrir að allt sé klárt skipulag rannsóknir og allur pakkinn, þarna hefði geta farið fram forval í dag...
Og að lokum þá virðast göngin vera að hruni komin samanber frétt á heimasíðu Fjarðabyggðar
http://www.fjardabyggd.is/Forsida/Itarlegrifrettir/hrun-i-oddskardsgongum
En það má ekki skilja þetta sem svo að þessi framkvæmd sé ónauðsynleg.. Alls ekki, hún á fullan rétt á sér, en hér greinir á um forgangsröðun, það eru jú í það minnsta 4 leiðir úr Eyjafirði og þar af eru alla vega 3 sem hafa fulla vetrarþjónustu meðan Norfirðingar berjast við að fara þessa einu sem í boði er önnur en sjóleiðin auðvitað.
Sex vilja gera Vaðlaheiðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2011 | 18:27
Hverjar voru athugasemdirnar....
Við frummatsskýrslu Vegagerðarinnar um Axarveg..??
Umferðarkönnun.
Umferðarkönnun náði ekki til umferðar eftir kl 23:00 en megin umferð þungaflutninga fer fram að næturlagi, og því vantar þá umferð alveg inn í jöfnuna. Miðað við vitnisburð flutningafyrirtækja á Austurlandi fer yfir 95% af öllum þungaflutningum um firði og ólíklegt að nýr vegur um Öxi breyti nokkru þar um. Þessu til stuðnings má benda á síðu 14 í umferðarkönnuninni þar sem fjöldi þungra bifreiða nær ekki 2% en það er mun minna en eðlilegt má teljast á þessum tíma árs, þegar aðföng og flutningar inn á Austurlandið eru í hámarki.
Þessu andmælir Vegagerðin í sínu svari til nefndarinnar og telur að það hafi óveruleg áhrif á könnunina að það var ekki verið að kanna umferð að nóttu til og bendir einnig á að það sé hagur flutningafyrirtækja sem og annarra að fara styðstu leið. Einnig bendir Vegagerðin á að hluti þungaumferðar í heildarumferð sé innan við 6% og því ekki um mikla skekkju að ræða.
En ég verð að bæta því við að í þessu samhengi er Öxi ekki styðsta leið því að tvö stærstu fyrirtækin í landflutningum á Íslandi eru í dag að keyra firðina og munu gera áfram því að umsvif þeirra á Reyðarfirði eru mun meiri en á Héraði.
Hæpið er að reikna með því að 90% þeirra sem leið eiga um þessi vegamót, kjósi að aka Axarveg þó að hann væri uppbyggður eins og gert er í skýrslunni. Þessi útreikningur er byggður á umferðarkönnun sem framkvæmd var við vegamótin fimmtudaginn 17. júlí og laugardaginn 19 júlí. Nær 80% ökumanna eru í sumarleyfi, og innan við 20% fara veginn oftar en en mánaðarlega. Einnig eru um 50% af ökumönnum erlendir, og breytir það miklu um endanlega útreikninga þessa models. Mun eðlilegra hefði verið að reikna með því að 50% vegfarenda myndi velja styttri leið og taka þar með tillit til áðurnefndra þátta.
Þessu hafnar Vegagerðin einnig, á svipuðum forsendum og fyrstu ábendingunni er hafnað, en það sama á við hér að þetta er spurning um áfangastað, það verður alltaf betra fyrir þá sem búa og starfa í Fjarðabyggð og fyrir þá sem þangað eiga erindi að fara firðina og í Fjarðabyggð búa um 5.000 manns sem er ansi stór hluti íbúa fjórðungsins sem telur um 12.000 manns ef ég man rétt.
Í Eftirmála umferðarkönnunar (bls. 18) er bent á marga óvissuþætti sem gerir könnunina óáreiðanlegri en ella, og full ástæða er til að taka það til athugunar.
Ég hvet alla til að skoða könnunina og óvissuþættina og annmarkana sem Vegagerðin bendir sjálf á í sinni eigin könnun
Stytting um Berufjarðarbotn. Í skýrslu um lífríki og fjöru í Berufiriði er ekkert sem mælir gegn því að styðsta mögulega leið sé farin, en er það stytting uppá rúma 4 km. Hámarksstytting um Berufjarðarbotn ætti hér að vera markmið.
Niðurstaða könunnar leirunnar eru á þá leið að lífríkið í leirunum sé fremur fábreitt og engar sjaldgæfar tegundir dýra eða þörunga fundust á svæðinu, né heldur tegndir sem ástæða þykir til að vernda.Val á veglínu um Berufjarðarbotn.
Við val á veglínu ætti að velja styðstu mögulegu leið, ÁDU um gatnamótin er samkvæmt umferðarkönnun 216 bílar, en samkvæmt heimsíðu Vegagerðarinnar fara 177 bílar um teljara sunnan Axarvegamóta, en 228 Norðan vegamóta. Sé miðað við að um 200 bílar keyri Berufjarðarbotn á degi hverjum að jafnaði og aki áfram út Berufjörð er styðsta leið að spara um 800 km á degi hverjum eða sem samsvarar 292.000. km. á ári. Ef notaðar eru áætlanir um 70 ádu um Berufjörð er mesta stytting að spara 102.000 km á ári. Sú áætlun er þó fjarri lagi, umferð um Berufjörð er mun meiri (ÁDU um Streiti eru 187 bílar.) Það eru því mikil og sterk rök fyrir því að fara styðstu leið með þennan veg.
Hér man ég ekki svo glöggt hvað Vegagerðin sagði um þennan lið, enda held ég að þarna sé fagaðilanum í raun sama hvaða lína er farin enda bjóða þeir sjálfir upp á 4 veglínur. Hinsvegar hafa sumir ábúendur í Berufirði og íbúar á Djúpavogi lagst gegn styðstu leið og það yfirleitt á forsendum náttúruverndar eða sjónmengunar.
Reyndar gerir Vegagerðin athugasemdir við umferðartölurnar sem hér eru birtar fyrir ofan, enda hafði víxlst umferðarþungi beggja megin Axarvegar, en meiri umferð er sunnan þeirra en norðan, öfugt við það sem stendur í textanum hér að ofan. Sennilega hefur þessi villa haft áhrif á svör Vegagerðarinnar.
Hönnun gatnamóta. Ákaflega hæpið er að reikna með mikilli minkun umferðar um norðanverðan Berufjörð, í kjölfar Axarvegar, gera má ráð fyrir því að umferð verði áfram meiri um Berufjörð, og má benda á vafaatriði í umferðarkönnuninni því til stuðnings, því eiga gatnamót að taka mið af og með tilliti til umferðaröryggis, og þungaflutninga sem eru að mestu um friði, þá á hönnun gatnamóta að taka mið af því.
Hér er einungis bent á þá staðreynd að umferðarþungi er alltaf látin stjórna hönnun gatnamóta, og er hægt að benda á fjölmörg dæmi því til stuðnings, t.d. við Höfn og Breiðdalsvík svo að við notum dæmi hér að austan, og þetta fyrst og fremst umferðaröryggismál.
Samanburður leiða. Bent er á að ekki sé gerður samanburður á öðrum valkostum en Öxi í matsskýrslunni en það er víðtekin venja þegar matsskýrslur af þessu tagi eru unnar að benda á mögulegar aðrar leiðir ef að ekki fæst samþykkt að leggja veginn eins og hann er hannaður á hverjum tíma.
Þessu hafnar Vegaerðin einnig og telur ekki að það sé hægt að bera saman aðra kosti við Axarveg með tilliti til styttingar leiða. Það er gott og gilt að mínu viti, en það hefði nú ekkert kostað þá mikið erfiði að bæta inn nokkrum línum um mögulega aðra valkosti.
Þetta eru nú öll ósköpin, sem allt fjaðrafokið er útaf, og mér finnst það merkilegt hvað er hægt að blása þetta mikið upp í fjölmiðlum, en ég hygg að það sé einmitt tilgangurinn því illt umtal er betra en ekkert umtal og nú er aftur farið að ræða kosti og galla Axarvegar í fjölmiðlum, hægri vinstri og ég held að það hafi í raun verið tilgangur Oddvita Djúpavogshrepps með sínum ummælum á laugardeginum fyrir páska.
Það má því síðan við bæta að ég tel líklegt að skipulagsyfirvöld á Djúpavogi séu sammála Umhverfisstofnun þegar kemur að athugasemdum þeirra um styðstu mögulega veglínu í Berufirði en ósammála þegar ræða á aðrar athugasemdir við sömu framkvæmd.. Hverju svo sem það sætir.
Ég persónulega tel umsögn Umhverfisstofnunar frekar ýkta, áhrifin eru að mínu viti fyrst og fremst sjónræn og þau eru töluverð, en hvaða vegur hefur ekki áhrif á landslagið sem hann liggur í gegnum ég bara spyr...??
Og eitt að lokum.
Er það alger tilviljun að það hefur aldrei hvorki fyrr né síðar mælst jafnmikil umferð um vegamótin í Berufjarðarbotni og yfir Öxi en einmitt á laugardeginum 19 júlí.
Ég veit ekki, en veit það einhver annar..??
Ég vil að lokum taka það fram þvi að það virðist vera nauðsynlegt, að mitt blogg er skrifað af mér, og endurspeglar mínar skoðanir sem einstaklings en ekki Bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og og ég einn ber ábyrgð á því sem að hér kemur fram.. Aðrir meiga hafa þær skoðanir sem þeir vilja á mér og Axarvegi það er öllum frjálst og á meðan umræða er málefnaleg, þá er hún til góðs.
Góðar stundir.
27.4.2011 | 00:48
Spurning um...
Að fara að skrifa eitthvað hér inn oftar, svona til að velta fyrir sér málefnum líðandi stundar, eins og t.d. umræðunni um Axarveg sem Oddvitinn heldur í fullkominni gíslingu.. Sá að sá mæti maður fer enn með staðlausa stafi og viss er ég um að hans sveitungar trúa honum í það minnsta einhverjir, enda er aðeins ein skoðun rétt og það er skoðun Andrésar Skúlasonar..
Hann er alveg búinn að gleyma eigin loforðum um að ef að allir geti staðið saman um vegbætur inn Skriðdal, þá skuli hann styðja færslu á Hringveginum um firði.. Nú er búið að bæta Skriðdalsveginn en ekkert bólar á stuðningi hans við færslu á þjóðveginum eins og hann lofaði.. Og eflaust kannast hann ekkert við það loforð, það hentar ekki í dag..
Hann er búinn að gleyma því að hann ásamt fleirum studdu frávísunartillögu á tillögu tveggja bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar og eins fulltrúa Austurbyggðar á SSA þingi á Reyðarfirði, að valið yrði milli uppbyggingar á vegi yfir Öxi og vegi yfir Breiðdalsheiði og því fé sem ætlað væri í Breiðdalsheiði færi frekar í Axarveg.. Það sér það jú hver maður að það sé nóg að byggja upp einn fjallveg yfir Austfjarðafjallgarðinn á þessum slóðum... Nei kanski ekki hver einasti maður.
Hann kannast eflaust heldur ekki við það að það var ekki síst fulltrúum Fjarðabyggðar í samgönguhóp á SSA þingi á Höfn að þakka að loksins komst Axarvegur almenilega inn í upptalningu á þeim vegspottum sem Austfirðingar vildu sjá endurbætta.. Þegar það náðist sátt um það að telja upp alla spotta í þeirri röð sem þeir kæmu fyrir á korti að sunnan og norðurúr án þess að deila um forgangsröð eða annað slíkt.... Þar var undirritaður einn þeirra sem lögðu þetta til en einhverra hluta vegna eignar Oddvitinn þetta sínum fyrrverandi sveitastjóra, sennilega því það hentar áróðrinum gegn Fjarðabyggð betur...
Það er nefnilega ekkert stríð ef það er engin til að berjast við...
Furðulegt er einnig að hann skuli telja það runnið undan rifjum kjörinna fulltrúa þegar Jón og Gunna eða Ásmundur úti í bæ tjáir skoðanir sínar.. Það er kanski ekki skoðana frelsi á Djúpavogi en sem betur fer er það austar á fjörðunum..
Þetta minnir mann orðið á Göbbels áróðursmeistara Hitlers.. Hann sagði að ef að sama lýgin væri sögð nógu oft, þá yrði það að sannleik fyrir rest..
Góðar stundir..
26.4.2011 | 07:30
Þetta er að hluta...
Til rétt hjá kalli.. Og aldrei þessu vant er ég hérumbil sammála, en það breytir ekki því að það að lækka álögur ríkissins á eldsneyti myndi að sjálfsögðu hafa áhrif til bóta fyrir heimilin.. Þar fer hann með rangt mál því það munar um hverja krónu.
Og það er annað sem er rangt hjá kalli, en það er krónur og aurar til vegamála... Nú í dag fara sennilega ekki nema 25% af því fé sem eyrnamerkt er þessum málaflokki í hann.. þannig að lækkun þarna kemur nú lítið niður á því....
En það er löngu tímabært að endurskoða þessar álögur..
Bensínlækkun breytti litlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2011 | 09:09
Leikhús fáránleikans....
Don Kíkóti er eitt af meistaraverkum heimsbókmenntana sagan er eftir spænska rithöfundinn Miguel de Cervantes (1547-1616) er án efa ein skemmtilegasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. Aðalpersónan, don Kíkóti, er búinn að lesa riddarasögur sér til óbóta og hefur tapað vitglórunni. Hann ákveður að ferðast út í heiminn til að koma góðu til leiðar, geta sér eilífan orðstír og vinna hjarta konunnar sem hann elskar. Hann heldur af stað ásamt hinum jarðbundna aðstoðarmanni sínum, Sansjó Pansa, en í huga riddarans breytast vindmyllur í risa, kindahópar í óvinaheri og bændastúlkur í fagrar prinsessur.
Oft er það nú svo að skáldskapurinn dregur dám af lífinu sjálfu, og jafnvel öfugt, og heyrðist það vel í fréttum útvarps í hádeginu á laugardag fyrir páska. Þar var fyrrum sveitungi minn og núverandi Oddviti Djúpavogshrepps Andrés Skúlason að berjast við sínar vindmillur og taldi að þær væru ill tröll sem sóttu að honum úr öllum áttum.
Í þesu dæmi eru eru vindmillur og kindahópar Andrésar Umhverfisstofnun og Fjarðabyggð, en túlkun hans á því hvaða ástæður liggja að bagi frekar neikvæðri umsögn Umhverfisstofnunar um fyrirhugaðar framkvæmdir á Öxi, eða mat á þeim öllu heldur er með ólíkindum, jafnvel don Kíkóti hefði ekki verið svona veruleikafirtur.
Andrés fer mikin um hið illa í þessu máli, Fjarðabyggð, og telur að það sé að völdum sveitarstjórnarmanna í þar sem að umhverfisstofnun kemur með neikvæða umsögn. Já mikil er völd sveitarstjórnarmanna hér í bæ þeir hafa opinberar stofnanir bara í vasanum og umsögn þessara stofnana er samin í reykfylltum bakherbergjum sem ekki þola dagsins ljós, í Molanum á Reyðarfirði.
Nei kjánalegri hefur Oddvitinn ekki verið í langan tíma og það sést best þegar athugasemdir Fjarðabyggðar við frummatsskýrslu Vegagerðarinnar um Axarveg eru skoðaðar, en þar var fyrst og fremst og nær eingöngu fjallað um vegstæðið í Berufjarðarbotni, um nauðsyn þess að þvera fjörðin þannig að sem mesta stytting næðist þar einnig. Það er reyndar hlutur sem Oddvitinn hefur ekki verið svo hrifin af, "það þarf að vernda leirurnar og fuglalífið" svo vitnað sé orðrétt í hans eigin orð.
En hversvegna er það nú svo að ekki þarf að vernda fuglalíf á þurrlendi?? Það er ein af athugasemdum Umhverfisstofnunar, að það raskist töluvert, og það séu m.a. neikvæð áhrif, spyr sá sem ekki veit, ég hefði reyndar talið að áhrif þessarar framkvæmdar á fuglalíf séu nánast engar hvort sem um er að ræða þurrlendi eða leirur, en hvað veit ég leikmaðurinn.
Það er líka í lagi að benda Oddvitanum á það að umsögn Umhverfisstofnunar um þverun Berufjarðar er heldur ekki styttingunni í hag, og fyrst að sveitarstjórnarmenn hér séu eru svona gríðaröflugir í því að semja umsagnir fyrir Umhverfisstofnun hversvegna í ósköpunum gátu menn þá ekki samið jákvæða umsögn um þverun fjarðarins? Ég fæ ekki séð að umsögnin styðji á nokkurn hátt við óskir Fjarðabyggðar um að stytta leiðina eins og mögulegt er heldur þvert á móti.
Að þessu sögðu þá verð ég að bæta því við að barátta Andrésar við vindmillur og sauðfjárhópa er hætt að vera brosleg, það er alvarlegt mál þegar kjörinn fulltrúi elur á sundrungu og heift og finnur hinar ótrúlegustu leiðir til að rökstyðja það hversvegna það þarf að ráða niðurlögum vindmilla sem gera ekkert annað að en að mala sitt korn í rólegheitum íbúum Austurlands til hagsbóta..
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2011 | 13:42
Mikið er....
Nú til í þessu hjá Ólínu.. og það verður hver þingmaður að líta í eigin barm ef þessi umræða á að vera á vitrænum grunni.
Í fyrsta lagi þá hefur mér sýnst það vera svo um þessar mundir að allar þær tillögur sem koma frá sitjandi stjórnarandstöðu séu ýmist arfavitlausar, of dýrar, eða einfaldlega rangar, að mati sitjandi meirihluta. Og þær eru það fyrst og fremst vegna þess hvaðan þær eru uppsprottnar. Þannig á ekki að afskrifa hugmyndir, því orð eru til alls fyrst og hugmynd er ekkert meira en það sem hún er í byrjun, hugmynd. Þegar hugmynd er rædd á máefnalegan og yfirvegaðan hátt án fordóma og hroka þá þróast þær og mótast, hver kemur með sitt innlegg og ef vel er unnið verður hugmyndin að framkvæmd með áorðnum breytingum. Þetta hefur sárlega vantað í íslenska pólitík undanfarin ár.
Í öðru lagi er fyrirlitning á persónum og leikendum í þessum dansi þingmanna og kvenna að verða verulega áberandi. T.d. er fyrirlitning hæstvirts forsætisráðherra í garð forustumanna stjórnarandstöðurnar er svo augljós að jafnvel grunnskólabörn upplifa hana, og hvernig geta menn unnið saman ef þetta er á slíka lund? Reyndar verð ég nú að viðurkenna að stundum hefur maður upplifað það sama frá stjórnarandstöðunni en ekki eins áberandi þó.
Í þriðja lagi þá er sú list ráðamanna að segja einungis þann part sannleikans sem hentar þeim hverju sinni að verða svo þaulæfð, að það liggur við algerri fullkomnun, mikið hefur borið á því á alla kanta, og það á sérstaklega við þegar stór, flókin og viðamikil mál eru rædd og við þekkjum það t.d. þegar kvótakerfið er undir, við kynntumst því vel í Icesafe umræðunni. Þetta er sérstaklega vinsælt í þeim málum sem fá óskipta athygli fjölmiðla.
Í fjórða og síðasta lag (í bili að minnsta kosti) vantar alveg alla auðmýkt í ráðamenn, en í auðmýktinni fellst sá hæfileiki að geta viðurkennt að hafa rangt fyrir sér og sá hæfileiki til að viðurkenna mannlegan breiskleika og sín eigin mistök. Við sjáum það alltof oft að frekar enn að viðurkenna mistök fara yfir þau og læra af þeim er klórað endalaust yfir og oft er það með áðurnefndan "hálfsannleik" að vopni, ásamt því að kenna utanaðkomandi aðstæðum um það sem í raun er ekkert nema mannlega mistök.
Einstein sagði að ýmindunarafl væri mikilvægari en þekking, þekking er takmörkuð en ýmindunaraflið spannar alheiminn..
Það má heimfæra það á pólitíkina að vissu leyti að hugmyndaflug sé mikilvægara en staðreyndir, í það minnsta þegar leitað er lausna á vandamálum, þá þarf að nota hvoru tveggja staðreyndir og hugmyndflug.
Uppskriftin er einföld: Staðreyndir í bland við hugmyndir, bæði varfærnar og djarfar. Þessu er hrært saman og skellt í mót, og bakað í miklum umræðum og hugarflugi þar til að út kemur fullmótuð aðgerð, tilbúin til framkvæmda.
Ef að hluti þeirra sem á að skila inn hugmyndum eða staðreyndum og hluti þeirra sem á að taka þátt í hugarflugi og umræðum er útilokaður, þá verður þetta aldrei nema hálfbökuð ólánskaka og það er það sem við erum að upplifa í þessari blessaðri pólitík í dag.
Og höfum í huga.. að sjaldan veldur einn þá er tveir deila...
Góðar stundir.
Alþingi hefur sett niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2011 kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2011 | 14:37
Smá prufa... Ekki um Icesafe þó....
6.4.2011 | 07:51
Það er alveg með...
Ólíkindum, málflutningur jáara um þessar mundir.. Breskir handrukkarar hafa sannfært stjórnvöld SA og jafnvel stærsta stjórnaradnstöðuflokkin um ágæti þess að kúga sig til að greiða skuld sem við eigum ekki að greiða. Það hafa menn jafnvel tekið svo djúpt í árinni að hér verði allt eins og á steinöld verði ekki samið eða samþykkt það sem liggur á borðinu nú.
Það að hlusta á fromann SA belgja sig út í sjónvarpinu í gærkveldi og halda því fram að samþykkt samningsins væri forsenda þess að semja um kaup og kjör.. Hvaða helvítis bull er þetta.. Þessi samningur gæti kostað okkur meira en 100 milljarða, yfir 100 milljarða mér er sama hverjar líkurnar eru ef þær eru einhverjar þá segi ég stopp. Samningar eru málamiðlanir og hér hefur verið staðið illa að verki því áhættan er öll okkar megin, ég spyr t.d. fyrst að þrotabú Landsbankans dugir "líklega" fyrir skuldbindingunum hversvegna er það ekki látið duga sem greiðsla og síðan samið um vexti eingöngu.??
Þá værum við að horfa fram á kannski 20 milljarða í vexti og enga aðra áhættu í þessu máli.. föst tala óbreytanleg og ekki háð gengi heldur á föstu verðlagi og gengi. Þá myndum við vita hvað við ættum að greiða..
En það er ekki nóg, Bretar vilja að við tökum alla áhættu á því að greiða bæði höfuð stól og vexti.. af hlut sem er ekki okkar í öllum skilningi þess orðs.
Hvað með hryðjuverkalögin sem íslendingar voru beittir, hryðjuverkalögin kostuðu okkur miljarða ef ekki milljarðatugi.. á ekki að bæta okkur það?? Ég hefði haldið að það væri lag að fara með það mál fyrir dómstóla og krefjast bóta, ekki bara vegna þess að það stenst engan vegin að setja heila þjóð í hryðjuverkastraff, og tala nú ekki um ef sú þjóð er í slagtogi með Bretum í hernaðarbandalagi..
Og hvernig í ósköpunum fá menn út að lánshæfismat LÆKKI við það að bæta á sig miljarða tuga skuldbindingum.. ?? Lánshæfismat er eins og greiðslumat, skuldir þínar og tekjur og´önnur útgjöld eru sett á vigt og út kemur það sem þú getur staðið við í auknum afborgunum.. að bæta við sig 40-50 milljörðum hið minnsta getur ekki samkvæmt öllum reglum hagfræðinnar lagað lánshæfismatið.. Það gengur bara ekki upp...
Því hefur verið haldið fram að það sé forsenda þess að inn í landið komi erlent fjármagn til fjárfestinga að samþykkja icesafe.. en það er alrangt, forsendan er afnám gjaldeyrishafta, því að erlendir fjárfestar eru ekki tilbúnir að leggja peninga í íslensk verkefni ef að þeir eiga svo í erfiðleikum með að ná sínum hagnaði til baka vegna hafta í gjaldeyrismálum, og það hefur verið viðurkennt af Seðlabanka Íslands að samningurinn komi til með að lengja höftin í það minnsta til 2015 þannig að við erum að horfa fram a´4 ár í stöðnun í viðbót segjum við já.
Got dæmi um áhættuna sem við erum að taka er t.d. frétt í morgunblaðinu í dag þar sem kemur fram að gengisbreytingar hafa hækkað samningin nú þegar um 15 milljarða.. FIMTÁNÞÚSUNDMILLJÓNIR... Er þetta ekki að opna augu ykkar gottfólk, við höfum í raun enga stjórn á því hvað við greiðum hvorki með þessum samningi né með dómsstóla leiðinni..
Bent hefur verið á að dómstólaleiðin "gæti" kostað okkur hundruði milljarða.. og það má rétt vera, en samningurinn getur einmitt kostað okkur það líka....
Og hversvegna að semja um slík kjör ég bara spyr...?
Því segi ég NEI við þessum samningi og hvet aðra til að gera slíkt hið sama...
Gengur gegn lýðræðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2011 | 09:12
Hvað er að frétta...
Af hinu nýja Íslandi...??
Mikið var talað um það í kjölfar hrunsins að hér þyrftu menn að skoða hlutina upp á nýtt, endurskoða og endurskipuleggja stjórnsýslu og samfélag til að gera það mannvænna og betra..
Ekki heyrði ég neinn mótmæla því, þvert á móti held ég að allir eða í það minnsta flestir hvar svo sem þeir voru í sveit settir hafi tekið undir það, í það minnsta í orði. En hvað er að frétta af þessu umbótum sem Vinstri Grænir og Samfylking hafa gefið sig út fyrir að vera að framkvæma og hafa haldið því mjög á lofti að engin geti gert nema þau, því saga annara flokka bjóði ekki uppá það...
Jú hið nýja Íslandi er svona:
Ráðherrar hins nýja Íslands eru uppfullir af hroka og vandlætingu, þeir stjórna og ekkert gott getur komið frá öðrum en þeim. Tillögur sem aðrir leggja til eru samstundis slegnar út af borðinu og vilji til samvinnu er lítill sem enginn. Leyndarhyggjan tröllríður öllu og við höfum dæmi um að mál sem varða framtíð þjóðarinnar á helst ekkert að ræða eða kynna á opinberum vettvangi...
Þeir flokkar sem sitja við stjórnartaumana hafa ekki endurýjað sína forustu, forsvarsmenn þessara flokka eru með krónískt Ragnars Reykás heilkenni þegar rifjað er upp hvað menn og konur sögðu áður en þeir fengu stjórnartaumana..Aldrei hefur orðræðan á Alþingi verið verri, aldrei hefur verið meira um pólitískar ráðningar á svig við reglur ráðaneytanna og svona mætti lengi telja.
Svona eiga hlutirnir ekki að vera og ég er viss um að núverandi handhafar framkvæmdavaldsins tækju undir það með mér þó svo að þau hafi týnt sér á annari braut...
En hvernig á þetta að vera...??
Við höfum séð ummæli Jóhönnu, Steingríms, og fleiri aðila þar sem sannfæring þeirra frá fyrri tíð er tíunduð og er hún þversum við það sem nú er og maður er farinn að fá það á tilfinninguna að aðalmálið sé að halda völdum frekar en að gera gott og bæta samfélagið.
Ég skil þetta ekki ég bara skil þetta ekki.. því ef að þetta er svona þá eru menn í pólitík að alröngum forsendum.. Pólitík á nefnilega að vera eins og sjálfboðavinnan sem þú vinnur.. Hvert sem það er Rauði Krossinn, Slysavarnarfélagið, Íþróttafélagið eða einhver annar félagsskapur sem þú ert í þá á þetta að virka eins í pólitíkinni... þú ert þarna til að láta gott af þér leiða þú ert þarna til að aðstoða fólk þú ert þarna af einskærum áhuga og þú tekur þau verkefni sem á borð þitt falla og leysir þau í samvinnu við hina sjálfboðaliðana sem eru að gefa sinn tíma af því að þau vilja hlúa að og styrkja starfs síns félags.
Pólitískur fram á að byggjast á hugsjónum, ekki persónulegum metnaði í stöður eða völd og ef þú ert í atvinnupólitík þá áttu að hugsa á hverjum morgni þegar þú lítur í spegilinn "hvernig get ég látið gott af mér leiða í dag?"
Vissulega munu þeir sem kjörnir eru gera mistök, vissulega munu þeir taka ákvarðanir sem ekki reynast réttar eða góðar, en það er merki um það að við séu mannleg, við gerum mistök en við eigum líka að vera nógu þroskuð til að viðurkenna mistökin og læra af þeim, ekki þræta fyrir þau og endurtaka..
Það á ekki að vera eins að fylgjast með Alþingi og Jerry Springer...
Góðar stundir...
9.3.2011 | 19:38
Stefnum...
Sofandi að feigðarósi..
Það á ekki að semja um Icesafe fyrr en í fyrsta lagi vitað er hvað kemur út úr þrotbúi Landsbankans... Ef það á þá að semja yfir höfuð..
Mér líst ekkert á þetta...
63% styðja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2011 | 19:18
Hvað eru.........
Ofurlaun...??
Ég tel að þarna þurfi að stíga varlega til jarðar.. Tökum dæmi..
Framleiðslustarfsmaður (verkamaður) í stóru fyrirtæki hér austanlands getur hæglega verið með um 500þ í laun fyrir það að vinna sinn umsamda vinnutíma. Sami starfsmaður tekur síðan 4 aukavaktir og er þá komin með laun sem eru yfir 600 þúsundum.. Samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda eru þetta "hátekjur" og því eru þeir sem leggja á sig aukavinnu til að eiga eitthvað umfram en til hnífs og skeiðar, eru skattlagðir úr hófi fram.. Það er í gangi nú þegar og er óréttlátt.
Sjómenn eru í dag með prýðistekjur, en fyrir mjög mikla vinnu, og heilmikla fjarveru frá sínum nánustu.. Stundum er það einnig svo með þessa starfsstétt að lungað af tekjunum er aflað á tiltölulega stuttum tíma og því eru mánaðarlaun þeirra á vertíðinni ansi há og þeir lenda fyrir vikið í "hátekjuskatti" en hafa síðan litlar sem engar tekjur þegar vertíðinni líkur.... Þessir menn "lána" því ríkinu hluta af sínum launum í ákveðin tíma og fá síðan krónurnar sínar aftur með engum vöxtum í ágúst árið eftir..
Það er engum greiði gerður með þessari aðferðarfræði.. Vissulega má vera hátekjuskattur, en hann á að vera slíkur en ekki aukinn skattur á meðaltekjur eða skattur á duglegt verkafólk sem leggur á sig mikla vinnu við að ná endum saman..
Síðan er það löngu tímabært að ríkið borgi vexti þegar það fær "lánaða" peninga hjá fólkinu í landinu með því að rukka hátekjuskatt af fólki þá mánuði sem tekjurnar eru góðar, en þarf síðan að endurgreiða árið eftir.. Þennan pening gæti fólk notað til að greiða af sínu, en það er erfitt að eiga við það þegar ríkið kippir þessu til sín tímabundið...
En ef við erum að tala um hátekjuskatt þá skulum við tala um hann sem slíkan og höfum í huga að nýframkomin neysluviðmið benda á það að fimm manna fjölskylda þarf að hafa nálægt milljón í tekjur til að hlutirnir hangi þokkalega upp, og þá er varla hægt að kalla það háar tekjur..
Góðar stundir..
Ofurlaunum mætt með viðeigandi sköttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2011 | 15:27
Já það er....
Nefnilega það..
Kemur á daginn að auknar álögur skila litlu.. Þetta er þekkt úr hagfræðinni, að það að hækka skatta skilar oftar en ekki litlu í kassan.
En einnig ber að hafa í huga að eftir hrun af þessari stærðargráðu hverfa oft hlutir sem skiluðu ágætum skatttekjum t.d. fjármagnstekjuskattur.. Hversu miklu skyldi hann skila.. það eru örugglega ekki margar krónur miðað við það sem sá skattur aflaði 2006 eða 2007..
Tekjuskattar hafa dregist saman sem nemur 10-15.000 hausum hið minnsta, atvinnuleysi og brottfluttningur íslendinga þrengir að svo um munar..
Og svo er það auðvitað að hvatinn á því að vinna meira verður minni ef skatturinn er hár, en það skitpir að ég held ekki höfuðmáli í þessari jöfnu, frekar er það samdrátturinn.
En ég vil gjarnan fá þennan útreikning, og þá á hverjum skattflokk fyrir sig en ekki á heildarsummuni, það er ekki að gefa nógu góða mynd af þessu öllu...
Vilja vita hvað varð um skattana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |