15.5.2008 | 19:32
Fallegt á fjöllum.....
Það er ekki ofsögum sagt af því að það er gaman á fjöllum, og það er alveg sama hvort farið er akandi á bíl, sleða eða gengið það er alltaf jafn gaman. ég smellti inn nokkrum myndum af sleðaferð sem ég og nokkrir aðrir fóru nú í apríl, í grenjandi blíðu og frábæru færi...
Smellið á "view album" til að sjá myndirnar í meiri upplausn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 01:28
Hér mætti...
Mogginn standa sig betur, fréttin er mun ítarlegri á Vísi .is.
Á ekki morgunblaðið fréttaritara í fjórðungnum, mér er spurn??
Hringvegurinn lokaður á Möðrudalsöræfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 01:28
Heilsársvegurinn....
Öxi....
Ég tók þessa mynd af bloggsíðu félaga míns Hafliða Hinrikssonar, en eins og oft hefur verið sagt áður þá segir ein mynd meira en þúsund orð.....
Er þetta ekki frekar ógáfulegt??
24.4.2008 | 15:10
Er ekki
allt í lagi???
Þetta virðist ætla að spinna utan á sig og það með frekar leiðinlegum hætti....
Ráðist á lögregluþjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2008 | 11:28
2
Ár
komin.
Af bloggi.
Og síðan hafa 35.000.- aðilar kíkt við...
Ég vara ð fatta það að í dag hefur þessu bulli mínu verið haldið út í 2 ár, mikið assgoti flýgur tíminn áfram, maður verður orðið elliært gamalmenni áður en maður veit af.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 11:24
Það vantar þjálfun........
Vörubílstjórum vantar þjálfun, því við Íslendingar kunnum ekki að mótmæla, lögreglumönnum Íslands vantar þjálfun því þeir eru ekki vanir að bregðast við mótmælum, og vegfarendum vantar þjálfun því að þeir eru ekki vanir að fylgjast með mótmælaðgerðum eða fylgjast með þegar þær eru stöðvaðar.
En án gamans, þá eru viðburðir gærdagsins mikið umhugsunarefni. Mér fannst í byrjun mótmæla þessara ágætu manna að þeir væru í raun að standa sig vel, keyrðu löturhægt um vegi og hægðu á umferð í einhvern tíma en hurfu svo frá nógu snemma til að valda ekki hættu eða gríðarlegum umferðartöfum, en nógu seint til að ná athygli ráðamanna og fjölmiðla.
En þetta hefur nú tekið á sig verri mynd, mynd sem ég held að engin hafi óskað eftir.
En hvor er sekur í þessu máli, það er erfitt að fullyrða, lögreglan var búin að biðja þá um að yfirgefa svæðið nokkrum sinnum áður en gripið var til aðgerða, hvort að sá tími sem leið þarna á milli var réttur eða ekki það er spurning.
Vörubílstjórar bjuggu sig undir ofbeldi, það sást vel í fréttum sjónvarps í gær, þeir gerðu sig líklega til að úða á móti lögreglu WD40 og start sprey, það get ég ekki lesið sem að þeir væru að fara í burt eins og einhverjir hér á blogginu hafa haldið fram að hafi verið að gerast þegar lögregla tók þá ákvörðun að fara "hörðu" leiðina.
Það má túlka þetta á marga vegu, en ég held nú að hjá mér hafi lögreglan vinningin, (ef það er hægt að tala um "vinning" í þessu máli) en engu að síður er ég þeirrar skoðunar eftir að hafa horft á hin ýmsu myndskeið að vinnubrögð hennar á meðan aðgerðum stóð, séu langt frá því að vera flekklaus eða hafin yfir alla gagnrýni. Margar handtökurnar virðast t.d óþarflega harkalegar svo eitthvað sé nefnt
Gas drengurinn til dæmis, var ekki með sitt á hreinu, það er ljóst og ég er þeirra skoðunar að hann eigi að ávíta, því að mazeinu áttu einungis að beyta sé þér ógnað, það hafa lögreglumenn tjáð mér, að þetta sé ekki hugsað sem árásartæki heldur til varnar, og þar sem hann stendur þarna að baki félögum sínum og úðar yfir axlir þeirra, er hann klárlega ekki í hættu.
Bestu viðbrögð minna fyrrum stéttarbræðra, hefði verið að setjast niður þegar lögreglan mætti á svæði og láta þá fjarlægja sig án mótspyrnu, þá hefðu þeir áunnið sér virðingu lögreglunar og samkennd almennings, það er ég alveg 100% viss um
Enn þessi skrílslæti sem þarna spruttu fram voru engum til framdráttar hvorki þeirra málstað né lögreglunni.
Það myndaðist gríðarleg múgsefjun þarna og þetta er eiginlega kennslubókardæmi um það hvernig svona hlutir geta farið úr böndunum, spennan á svæðinu var þvílík og taugar allra sem voru á staðnum þandar til hins ýtrasta og því fór sem fór.
Þetta er allt hið versta mál.....
Boðaðir í skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 14:42
Ég myndi vilja sjá
Einn svona upp á Hádegisfjallið hér á Reyðarfirði, það væri tær snilld, en það er reyndar spurning um nýtingu og fjármögnun.
Af hádegisfjallinu er flott útsýni yfir og út með Reyðarfirði en það er svipað að hæð og Eyrarfjall
Kláfur lagður í saltpækil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2008 | 12:40
Móðursýki fjölmiðla
Töluvert hefur borið á því undanfarið að fjölmiðlar hafi dregið upp svarta mynd af því sem hér er að gerast á austurlandi varðandi íbúaþróun. Austurglugginn hefur tæpt á því, Morgunblaðið einnig og líka Fréttablaðið.
Það þykir víst stórfrétt að austfirðingum hefur ekki fjölgað um fleiri þúsund eftir álver.
En skoðum nú málið aðeins.
Nú eru liðin tæp fjögur ár frá fyrstu skóflustungu að þessum stóra vinnustað hér á Reyðarfirði, og bábiljan um að hér myndi fjölga í veldisvís, og það líklega í sömu viku og valgerður stakk krómaðri skóflunni í undirbúna jörð. Væntingar voru gríðarlegar og verktakar og einstaklingar stukku af stað með offorsi og látum til að byggja yfir allan þann lýð sem hingað myndi flæmast til að vinna í álverinu og tengdum fyrirtækjum.
Einn verktaki til að mynda krafðist þess að fá 100 lóðir í sinn hlut á Reyðarfirði og annað eins á Héraði það væri ekkert vit að byggja minna en það. Þessi sami verktaki er nú farinn með skottið á milli lappana án þess að standa við samninga sem hann gerði við bæði Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað, því "hér er ekkert að gerast" ef við notum þeirra orð.
En það er önnur saga. Það sem ég ætlaði að fara yfir var íbúaþróunin og væntingar austfirðinga til hennar.
Við skulum skoða íbúatölur hér í fjórðungnum síðustu ár. Árið 2004 og 2008 voru íbúar helstu byggðarkjarna hér á austurlandi sem hér segir, fyrri talan er 2004 og sú seinni 2008
- Djúpivogur 379-355
- Breiðdalsvík 163-149
- Stöðvarfjörður 257-231
- Fáskrúðsfjörður 614-678
- Reyðarfjörður 696-1.537
- Eskifjörður 999-1.100
- Norfjörður 1.411-1.436
- Egilsstaðir 1.765-2.229
- Fellabær 417-444
- Seyðisfjörður 714-713
- Borgarfjörður 103-100
Þegar þessar tölur eru skoðaðar hefur fækkað í fimm byggðarkjörnum en fjölgað í sex. Þeir staðir sem lengst liggja frá áhrifavæði framkvæmdanna eru þeir sem fækkar í.
Samtölur úr þessu eru þær að árið 2004 bjuggu í þessum kjörnum bjuggu 7.518 en árið 2008 bjuggu þar 8.972 og það er, ef mín starfræði bregst mér ekki, fjölgun um 1.454 íbúa eða um 20%.
Þessar tölur eru teknar af vef Hagstofunar og miðast við 1 jan. Ég fæ ekki séð hvernig þetta er fólksfækkun, en til að gæta sannmælis þá eru sveitir fjórðungsins ekki þarna inni nema að hluta og þar gæti hafa fækkað eitthvað og hluti af þeim séu sú fjölgun sem við sjáum í byggðarkjörnunum.
En þegar þessu sleppir þá er gaman að skoða tölur af vesturlandi á áhrifasvæði svipaðrar framkvæmdar, Norðuráls í Hvalfirði.
Árið 1997 þegar skóflustunga var tekin að því álveri þá bjuggu á Akranesi og Borgarnesi samanlagt 6.889 manns. En tíu árum seinna bjuggu þar 8.275 manns en það er fjölgun uppá um 20% einnig, þrátt fyrir það að bæði stafsfólk og fyrirtæki af Kjalarnesi, Mosfellsbæ og úr Reykjavík séu að vinna og þjónusta Norðurál.
En munurinn á Norðuráli og Fjarðaáli er einmitt sá að hér verða menn að koma upp þjónustu við álverið á meðan það er lítið mál að sækja hana til torfunar og því er alveg öruggt að hér mun fjölga mun meira heldur en gerði vestur á landi þegar umrætt álver var reist.
Góðar stundir.
29.2.2008 | 18:09
Að hengja bakara fyrir smið
Í grein í 24 stundum fimmtudaginn síðastliðinn, skrifar Birgir Ármannson þingmaður Sjálfstæðismanna, grein undir yfirskriftinni "Á ríkið að lána til íbúðakaupa?" Í þessari grein veltir þingmaðurinn því fyrir sér hvort að íbúðalánasjóður í þeirri mynd sem hann er í dag eigi rétt á sér. Eftir einu hjó ég þá sérstaklega í þessari grein hans, það er að hann vill meina að það sé íbúðasjóði að kenna að fasteignaverð hafi hækkað á íslandi ásamt aukinni þenslu og verðbólgu.
"Fjölmargir aðilar sem um íslensk efnahagsmál fjalla hafa bent á þetta, meðal annars í því samhengi að þaða hafi verið undarleg og óheppileg staða að á sama tíma og Seðlabankinn hafi reynt að sporna við verðbólgu með aðgerðum á sviði peningamála hafi lánasjóður í eigu ríkissins róið í öfuga átt"
Þarna tekur hann undir með fyrrverandi þingmanni sem nú er framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins (ef ég man rétt) en sá mæti maður hefur einmitt haldið þessu fram líka.
Nú þegar málsmetandi menn af þessu tagi tala um slíka hluti hlýtur það að vera rétt eða hvað?? Ekki aldeilis, allavega ekki í mínum huga. Þið sem þetta lesið leiðréttið mig endilega ef þið eru mér ekki sammála.
Það sem íbúðalánasjóður gerði þegar bankarnir tóku höndum saman og reyndu að bola honum útaf markaðnum var tvennt: hámarkshlutfall fór í 90% af kaupverði og hámarksupphæð fór í 18 miljónir. Hvort tveggja var reyndar pólitísk ákvörðun sem tekin var af ráðherra til að uppfylla kosningaloforð.
En hvað gerðu bankarnir?? Þeir fóru með sín lán í 100% og hámarkið var nánast ekkert!!! Það sér hver maður sem vill að það voru ekki þær aðgerðir sem íbúðalánasjóður fór í sem hleyptu fasteignaverði verðbólgu og þennslu upp, það voru aðgerðir hina frjálsu bankastofnana.
Og einnig er rétt að hafa í huga að á meðan þú gast fengið 100% fjármögnun á íbúð í 101 sem kostaði um 35 milljónir, þá fékkstu ekki krónu frá sama banka ef þú vildir kaupa þér hús á Hvammstanga eða Vík í Mýrdal, en þar lánaði íbúðalánasjóður þér í sama hlutfalli og með sömu hámarksupphæð og allstaðar annarsstaðar.
Mottó bankana hefur einmitt verið "bara ef það hentar mér" þegar útlán utan torfunar hafa verið uppi á borðinu.
Það má rétt vera að það eigi að endurskoða tilgang og hlutverk íbúðalánasjóðs, og opinberar stofnanir eiga að sjálfsögðu að vera í stöðugri framþróunn, en það má samt ekki fórna honum á altari einkavæðingar heldur þarf að endurskilgreina hlutverk hans, ef það þarf að breyta einhverju á annað borð.
Ég held að í þessari grein sinni sé Birgir að hengja bakara fyrir smið, og lýðurinn sem fagnar þegar bakarinn hangir í snörunni eru bankarnir, sem þyrstir í að geta einokað í samráði íslenskan íbúðalánamarkað....
16.2.2008 | 16:32
Enn og aftur....
Kemur það í ljós hversu handónýtar þessar "mótvægisaðgerðir" eru, ég er ekki viss um að eitt nýtt starf hafi skapast niðri á fjörðum vegna þeirra.
Það má reyndar líta á stóru myndina í þessu, og segja að Egilsstaðabúar missi hvað mest þegar svona kvótaskerðing er annars vegar, því að samdráttur í tekjum við sjávarsíðuna skilar sér væntanlega í samdrætti á kaupum á þjónustu Fjarðamanna á Héraði og þessvegna mætti segja að þetta sé réttlætanlegt, en mér finnst nú persónulega að mótvægisaðgerðir sem þessar eigi að beinast að þeim byggðum sem eru utan áhrifasvæðis virkjunar og stóriðju hér fyrir austan, fyrst og fremst, og þar eru Egilsstaðir ekki.
Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Djúpivogur og Breiðdalsvík eru staðir hér fyrir austan sem þurfa mest á þessu að halda, og best væri ef hægt væri að skapa varanleg framtíðarstörf á þessum stöðum, en ekki eitthvað tímabundið.
Tvö ný störf í boði á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2008 | 01:11
Enn og aftur af Axarvegi...
Ég hef haft miklar og sterkar skoðanir um Axarveg í gegnum tíðina, og oft hlotið bágt fyrir, sérstaklega hjá frændum mínum og vinum, á mínum uppvaxtarstað Djúpavogi. Einna harðast í gangrýni á mig, hefur Andrés Skúlason Oddviti Djúpavogshrepps gengið, og stundum hefur mér fundist nóg um, og það jafnvel þó að ég sé frekar lítið hörundssár þegar gagnrýni á mig er annarsvegar.
Ég geri mér vel grein fyrir því að stytting milli Djúpavogs og Egilsstaða verður hvergi meiri en um Öxi, og það þarf ekki að prétika yfir mér um ágæti vegastyttinga þar sem að ég var atvinnubílstjóri í nær 5 ár þá veit ég hversu mikils virði vegstyttingar eru.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að Axarvegur er í um 530 metra hæð yfir sjó, og snarbrattur verður hann alltaf að austanverðu, sama hvernig vegurinn verður lagður. (8% hljóma kanski ekki sem mikill halli en stór hluti af Oddskaðsvegi er 8% og ég þekki fáa sem finnst hann vera jafnsléttur)
En upphafið á þessum pistli mínum átti ekki að vera þetta, heldur ætlaði ég að tala um þann leiða ávana einstakra aðila þegar hitamál sem þetta eru rædd að sveigja frá málefninu og málefnalegri umræðu um það og yfir á persónulegt áreiti (var að hugsa um að nota orðið skítkast en ákvað að vera dannaður) í stað þess að halda sig við málefnin.
Andrés vinur minn er einmitt einn af þeim sem lenda í þessum skurði persónulegs hroða sem ég tel að menn eigi að forðast og halda sig við málefnin.
Tökum dæmi:
"Það verð ég nú reyndar að segja að ég tel mig í mun minni hættu að keyra yfir Öxi í flughálku í dag heldur en að fara langferð með fjörðum og eiga það á hættu að mæta þér á þínum meðalhraða."
Þetta er gott dæmi um málflutning sem er ekki réttlætanlegur á nokkurn hátt, að draga mína persónu og mitt aksturslag inn í umræðu um fjallveg austur á landi. Hvað á Andrés eiginlega við?? Jú ég hef orð á mér fyrir að keyra frekar í hraðari kantinum en hvað kemur það Axarvegi eiginlega við?? Gæti hann ekki mætt mér á Öxi líka?? Ég keyri þann veg nú stundum, þrátt fyrir að ég eigi að vera sérlegur andstæðingur Axarvegar þá telur teljarinn þar, stundum af mínum völdum.
En tökum annað dæmi:
"Vinnubrögð þín og Guðmundar Þorgrímssonar félaga þíns voru líka fullkomlega opinberuð í þessum efnum á aðalfundi SSA á Hornafirði fyrir tveimur árum, svipuð og jafn ómerkileg vinnubrögð voru uppi þegar þú og Mr. Elísson á Eskifirði stóðuð upp á Aðalfundinum á Reyðarfirði með fáránlegustu tillögu sem flutt hefur verið á Aðalfundi SSA sem gekk bara út að að skaða varanlega vegabóta um Öxi og Skriðdal."
Þarna er Andrés að tala um eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er, þ.e. í fyrra skiptið, varðandi þing SSA. Þar var ég í samgönguhóp, og ég tel að það hafi verið að stórum hluta mér að þakka að fundarmenn hættu skotgrafarhernaði þeim sem búinn er að viðhafast á þingum SSA undanfarin ár, og fóru í stað þess að vinna eins og menn, en Andrés eignar það allt Birni Hafþóri sínum sveitarstjóra. Ég hef verið talsmaður þess í mörg ár að á fundum SSA færu menn þá leið þegar smgöngur bæri á góma að vinna á svipaðan hátt og löggjafinn gerir, þ.e. að gera samgönguáætlun sem nær yfir fjórðungin allan, og það sem lagt væri til grundvallar væru t.d. öryggi vegfarenda, heilsárssamgöngur og stytting vegalengda.
Á þingi SSA á Hornafirði var loksins ályktað um vegabætur í fjórðungnum í eitthverju vitrænu formi, en þar töldum við upp allar þær vegabætur sem við sáum fyrir okkur í fjórðungnum, og byrjað var syðst og endað nyrst. Þetta virðist hafa virkað það vel því að þetta kom nánast óbreytt frá aðalfundi SSA sem haldinn var á Vopnafirði í haust.
Varðandi tillögu mína og Andrésar Elíssonar, á aðalfundi SSA á Reyðarfirði 2006 þá var hún einföld: "Setjum þá peninga sem ætlaðir eru í endurbætur á Breiðdalsheiði í Axarveg og færum þjóðveg eitt niður um firði. " Ef þetta var ekki málamiðlun þá veit ég ekki hvað, en þetta mátti ekki ræða, og einhver kom með frávísunartillögu á þetta í stað þess að leyfa umræður á vitrænum grunni.
Enn eitt dæmi:
Umferðin um Öxi hefur því bara vaxið síðustu ár og þá finnst þér Eiður minn einmitt orðið tímabært og eðlilegt að láta bara loka veginum, meira að segja þótt megin umferðin milli mið- austurlands og suðurlands liggi nú um Öxi þegar vegurinn er vel fær öllum bílum.
Ég hef aldrei, og ég endurtek aldrei, sagt að Axarvegi skyldi lokað, heldur hef ég haft efasemdir um öryggi þessa fjallvegs og staðsetningu hans í forgangröðinni í vegabótum hér á austurlandi.
En það má einnig benda á það að þegar talað er um þennan ágæta veg þá fær fólk á tilfinninguna að það sé álíka mikil umferð um Öxi og Reykjanesbraut, en sannleikurinn er allt annar því að ef eitthvað er að marka heimasíðu Vegagerðarinnar er umferð um Öxi 91 bíll á dag að meðaltali yfir árið.
En til samanburðar keyra 18 bílar um Þórudalsheiði að meðaltali yfir árið og þar er lokað a.m,k. 5 mánuðu á ári, og við Herðubreiðarlindir eru það 36 bílar yfir árið, og þar er vegurinn lokaður frá nóvember fram í júní, og um Suðurfjarðaveg sem á að vera svo til ónotaður þegar Öxi er opin fara 245 bílar að jafnai yfir árið, svo að það er nú ekki sami svakalegi umferðarþungin þarna yfir og menn vilja meina. En ef við berum saman sumarumferð, sem er sanngjarnara þá fara um Öxi 189 bílar á dag en 422 um firði þannig að það er nú ljóst hvar meginnþungi umferðarinnar liggur.
En að lokum, þegar tekist er á um ágreiningsmál svipuð þessum, í guðanna bænum reynum að halda okkur við staðreyndir en ekki persónulegt skítkast, það er betra fyrir alla, og það er öllum hollt að ræða hlutina eins og þeir eru í stað þess að fara með staðlausar staðreyndir.
Góðar stundir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 16:25
Óveður á Fagradal...
Ímyndið ykkur Stórasand (þar sem sumir vilja setja hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar) og 2-3 sinnum verra veður en sést á þessum myndum og ekki nóg með það heldur eru 70 kílómetrar í næstu björgunarsveit og aðstðoð.
Ekki nóg með það heldur er þessi umræddi staður umþb 400 metrum hærra yfir sjó en Fagridalur og því má kanski segja 4-5 sinnum verra veður sé nærri lagi,
Myndirnar eru hér: http://picasaweb.google.com/bjsv.arsol/Fagridalur31012008
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)