Algjörir snillingar....

Ekki er það orðum aukið hversu miklir snillingar vinna hjá Vegagerðinni okkar.  Þessir ágætu menn sem leggja vegina okkar við misgóðar aðstæður og úr misgóðu efni, með mismunandi árangri, eru stundum ekki í takt við okkur hin sem þó höfum skoðanir á samgöngumálum og vegamálum almennt.

Tökum dæmi: Nú í morgun vaknaði maður upp og sá að það hafði snjóað í fjöll niður undir 700 metrana, og viti menn, Vegagerðin tilkynnir um lokun Oddskarðsganga næstu nótt vegna viðhalds.  Ekki það að ég sé eitthvað á móti viðhaldi á þeirri rottuholu sem þessi blessuðu göng eru, þvert á móti, þeim verður að sjálfsögðu að halda við þar til að við fáum nýju göngin (vonandi ekki seinna en 2010) en að bíða alltaf með lokunina þar til að það fer að snjóa í fjöll það er furðulegt!!!

Ég minnist þess ekki að svona lokanir hafi átt sér stað undanfarin ár nema eftir að það byrjar að snjóa í fjöll, og furða mig á því aðfhverju þetta er ekki gert örlítið fyrr, því að það er ekkert grín að keyra gamla vegin yfir Oddskarð ef það er einhver snjór.

Sjálfsagt má færa rök fyrir því að þetta sé gert vegna túrismans en það er nú á færri stöðum á landinu fallegra útsýni en einmitt af Oddskarði á fallegum degi, og því er það ekki slæmt fyrir ferðamenn að lenda þangað upp, þvert á móti það er ákveðin upplifun, sérstaklega fyrir þá sem þar hafa ekki farið áður.

Nei þetta eru bara snillingar...


Öryggið á oddinn....

Þegar íslenskum yfirvöldum var það ljóst að ekki yrði lengur hægt að stóla á varnaliðsþyrlur til bjargar íslenskum borgurum í háska, hvort sem er á landi eður láði, þá var gefin út sú yfirlýsing að þyrlum í eigu Landhelgisgæslunar yrði fjölgað. 

Það að fjölga þyrlunum yrði óhjákvæmilegt til að tryggja öryggi landsmanna.  Ég vona að yfirvöld láti það ekki bara nægja að fjárfesta í þessum flutækjum, því að hingað til hefur Landhelgisgæslan ekki haft of mikið fé á milli handana til reksturs, en með tilkomu þessara nýju tækja þarf að bæta töluvert í til að hlutirnir gangi upp.

En það var nú ekki aðalkveikjan hjá mér að keyptar yrðu nýjar þyrlur, heldur hvernig framhaldið yrði eftir að þyrlurnar yrðu komnar til landsins, og þar er ég fyrst og fremst að tala um staðsetningu.

Það yrðu mikil mistök ef þessi tæki öll yrðu bara staðsett í Höfuðborginni eða á suðvesturhorni landsins.  Ég þekki það sem björgunarmaður að það er oft sem þyrlur geta ekki tekið þát í leit og björgun vegna staðsetnigar þeirra og þá erum við bæði að tala um tíma og aðstæður hverju sinni. 

Því er það alveg ljóst í mínum huga að það þarf þyrlur á Akureyrim, Ísafirði og Norfirði.  Ef þyrlur yrðu staðsettar á þessum stöðum mydi það stytta útkallstíma, bæði í sjóbjörgun og landbjörgun, heimastöðvar þeirra yrðiu í túnjaðri sjúkrahúsa og þær gætu unnið með björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þegar þess þyrfti við.

Þetta er eitthvað sem þarf að skoða vandlega í samráði við Björgunarsveitir, Heilbrigðistofnanir og lögreglu áður en ákvörðun er tekinn.

 

 


MÚTUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Enn ein samsæriskenningin tröllríður nú fjölmiðlum..... 2 Lögreglumenn í Fjarðabyggð þáðu pening af Alcoa svo að þeir gætu farið á námskeið erlendis til að auka þekkingu sína.

Og að sjálfsögðu er það alveg SKELFILEGT!!!!!!!!!!!

Alcoa á þessa ágætu menn líklega bara skuldlausa núna og líklega bara beitt þeim að vild á alla sína óvini t.d. Guðmund á Kollaleiru og tjalbúana hans?? Eða hvað?

Afhverju er Alcoa ekki búið að láta helvítis einkalögguna sem þeir keyptu fyrir nokkra þúsundkalla fjarlægja Guðmund og þessa þúfnavini sem þar eru????? Maður spyr sig????

Nei að öllu gamni slepptu þá finnst mér þessi málflutningur vera út í hött!!! Hvað með björgunarsveitir landsins sem flestar eru reknar að hluta með fyrirtækjastyrkjum eru þær þá ekki skulbundnar til að aðstoða fyrst þá sem styrkja og svo þá sem minna gefa?? 

Eða öll leikfélögin og listaklúbbana sem fá styrki frá fyrirtækjum verða þeir þá ekki að ritskoða allt sitt efni svo að það þóknist styrkveitendum??

Það er löng hefð fyrir því hér á skerinu að fyrirtæki stór og smá, umdeild og óumdeild láti fé af hendi rakna til að leggja góðum málum lið og mér finnst að þar bara í góðu lagi, svo fremi sem fénu fylgja ekki nein skilyrði sem gætu gengið gegn hagsmunum almennings og samfélagsins.

Þekkir einhver dæmi um slíkt?? Ég held ekki


Er sumarið búið??

Húmar að hausti

Ég hef verið að velta því fyrir mér í góðviðrinu undanfarna daga hversu mikið væri eftir af sumrinu.  Hitatölurnar sem við höfum verið að sjá hér gefa nú kanski ekki ástæðu til þess en, það er eitthvað sem segir að nú fari eitthvað að breytiast.  Knaski er þetta bara venjuleg íslensk veðursvartsýni, að geta ekki notið góða veðursins öðruvísi en að hafa í leiðinni áhyggjur af því að það sé örugglega alveg að verða búið og að í staðin fáum við slydduél og stinningskalda.

Endemis vitleysa er það nú að njóta ekki á meðan hægt er.

En ég hef líka tekið eftir einu á síðastliðnum árum og það er íslenska birkið sem ekki lætur blekkjast.  sérstaklega á þetta við á vorin, egar allir útlendingarnir (aspir og alaskavíðir og fleiri trjáplöntur) halda að 4 daga sólarkafli með hlýindum í febrúar sé vorið mætt á svæðið til að bræða klakan.  Og allt fer á fullt brum byrjar að myndast og allt virðist ætla að verða fulllaufgað á fyrsta degi Góu en svo skeður það, sólin víkur fyrir frostinu og trén bera þess ekki bætur, nema birkið sem hlær bara að öllu saman og segir " hi hi þetta sagði ég, hér vorar aldrei fyrr en í júní og jafnvel þá er það ekki öruggt."

En ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum eru einfaldar, ég var að keyra í gegnum sjálfsáðan birkiskóg í síðustu viku, og viti menn, laufin á birkinu eru farin að gulna, eða með öðrum orðum það styttist í veturinn gott ´fólk, það er víst betra að hafa vettlingana og húfuna á vísum stað.


Til hamingju Ingi og Fanney

Brúðhjónin

Laugardagurinn er liðinn og hann fór bara í eitt hjá mér, brúðkaupið Inga og Fanneyjar.   Þetta var mjög fallegt og ég held að þau fyrrum hjónaleysin séu mjög ánægð og hamingjusöm með daginn, eða í það minnsta vona ég það. 

Ég man ekki eftir því að Ingi hafi nokkurntíman í mín eyru sagt " Já " með jafnmikilli áherslu og þunga eins og þegar séra Davíð spurði hann spurningu dagsins. 

Ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni og vona að þeira hjónaband verði gæfuríkt og hamingjusamt.

Til hamingju brói......

 

 


Athyglisvert......

Ég rakst á könnun sem gerð var af Gallup fyrir stuðningsfólk Sivjar Friðleifsdóttur, um það hvort að Framsókn yrði vænlegri undir stjórn Jóns eða Sivjar.

Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku og mögulega kjósa Framsókn völdu Siv umfram Jón eða 34% aðspurðra en 12,6% töldu Jón vænlegri.  Það styrkir eflaust Siv í sinni baráttu um formannssætið og einnig styrkir það þau ummæli hennar að nauðsynlegt sé nú á þessum tímapunkti að fá kynslóðaskipti í forustu Framsóknarflokksins.

En, það var annað sem vakti athygli mína í þessari könnun, en það var sú tölulega staðreynd að á bilinu 37-65% aðspurðra sögðust ekki myndu kósa Framsókn alveg sama hvort þeirra yrði formaður, og það mætti útleggja á þann veg að Framsókn eigi séns á allt að 30% fylgi í næstu kostningum.

En við sjáum til, hvað laugardagurinn hefur í för með sér og þá skýrast línurnar.

 


Mótmælendur

Já er það ekki aðalumræðan þessa daganna, mótmælendur, eða hvað?

Nýjasta afrek þessa villuráfandi fólks var að loka Valla og félaga á Hönnun inni líklega í þeim eina tilgangi að komast í fréttirnar, eða kanski að þeir hafi ætlað að loka bæjarskriftsofum Fjarðabyggðar og beygt vitlausa leið þegar á  aðra hæðina var komið.

Ég veit ekki, en samt einhvernveginn finnst mér að það sé verið að mótmæla á vitlausum stað og/eða á vitlausum tíma.  Ég hefði talið að þetta ágæta en illa upplýsta fólk ætti að setja upp mótmælendabúðir inni í Arnardal á Fjöllum, því að til eru á pappír áætlanir um að sökkva honum en ekki neinar framkvæmdir hafnar, eða við Langasjó því að þar er sama staðan uppi á teningnum, en ekki neitt verið aðhafst enn.  Það væri kanski ráð að upplýsa þessa mótmælendur og Íslandsvini um það svo að þeir gætu sett sér markmið sem þeir eiga möguleika á að ná?

En hverjir myndu flytja fréttir af því?? Líklega engin, því að þeim yrði ekki vísað af þessum stöðum, þeir yrðu ekki fyrir neinum og engin hætta á að kastast myndi í kekki milli yfirvalda og þeirra, og því er þetta ekki hentugt í þeim tilgangi að vekja athygli fólks.

Ekki hefur heldur einn né neinn mótmælt Hellisheiðarvirkjun, sem þó er byrjað á og þar á svæðinu eru um 1000 mans að störfum, og orkan fer einnig til álvinnslu og verðið á orkunni er líka trúnaðarmál.

Það er margt skrítið í kýrhausnum þegar hann er sóttur yfir bakkafullan lækinn.

 

 


Málefni líðandi stundar

Það sem ber hæðst í fjölmiðlum þessa dagana er auðvitað umræðan um mótmelendur við Kárahnjúka og Snæfell.  Sumir vilja meina að lögregla fari offari í störfum sínum en aðrir ekki.

Ég var staddur inni í Lindum akkúrat á sama tíma og lögregla var að "reka" mótmælendur í burtu með "harðræði" og ég verð nú að segja að ekki sá ég "harðræðið" en vissulega voru tjaldbúðirnar og fólkið fjarlægt af svæðinu.

Ég átti leið um Snæfell í síðustu viku þegar við félagar í Björgunarsveitinni Ársól vorum í Hálendisverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, verkefni sem fellst í því að björgunarsveitir eru á ferð um hálendið m.a. til að aðstoða vegfarendur og aðra þá er gætu þurft á því að halda.  Ég vissi að þar væru tjaldbúðir mótmælenda og fannst að það ætti ekki að skipta máli fyrir okkur, en mér fannst augnaráð þessa ágæta fólks vera frekar kuldalegt þegar við mættum á staðinn og okkur bar saman um það að við værum ekki velkomnir. 

Sömu sögu var að segja af Súlumönnum (bjsv. Súlur Akureyri) þeir höfðu einnig orð á þessu og upplifðu þetta á nákvæmlega sama hátt og við, en það sem mér fannst verst var það þegar ég frétti það hjá Slysavarnarfélaginu að haft hefði verið samband við starfsfólks félagsins i Reykjavík og það spurt afhverju björgunarsveitirnar væru að fylgjast með friðsamlegum mótmælendum við Snæfell fyrir lögregluna á austurlandi!!!

Ég held að þetta sýni nú hvernig þetta ágæta fólk hugsar, það virðist vera ákaflega upptekið af því að allir séu að "vakta" það eða með öðrum orðum með ofsóknarkennd á háu stigi.  Það virðist vera eitt af markmiðum þessa fólks að sverta yfirvöld og alla sem þeim tengjast, og það virðist ekki skipta máli hvort að það á við einhver rök að styðjast eða ekki, bara ef þú tengist yfirvöldum það eitt gerir þig að "vondan"

Ég veit það ekki, mér finnst að það þurfi nú stundum að stíga varlega til jarðar þegar hitamál eins og þessi eru uppi á teningnum, og það á sérstaklega við um fjölmiðla, en mér þeir séu ekki að standa sig sem skildi í þessu máli.  Mér finnst öll umfjöllun og annað í kringm þetta allt einkennast af æsifréttamennsku og látum.  Einnig er það umhugsunarefni að þegar fjölmiðlamenn eru yfirlýstir andstæðingar virkjunar og stóriðju, hvort að þeir ágætu menn geti sannarlega flutt fréttir eða tekið upp myndskot á þann hátt að það gefi rétta mynd af þvi sem er að gerast, og það á að vera eitt af hlutverkum yfirmanna að sjá til þess að fréttir séu óhlutdrægar og það á hvorn veginn sem er. 

 


Að afloknu ættarmóti

Það var ættarmót síðustu helgi hjá afkomendum langa langa afa og langa langa ömmu Stefáns Sigurðsson og Steinunnar Einarsdóttur.  Þetta var þrælfínt mót með þokkalegri mætingu viðkomandi aðila.  Ekki spillti veðrið fyrir en það var eins og best verður á kosið sól og blíða og hreyfðist varla hár á höfði þeirra sem það höfðu.  Farið var á æskuslóðir "afa og ömmu" eins og Ingimar orðaði það alltaf og milaði hann úr sínum, að því er virðist endalausa, viskubrunni og sagði sögur af því fólki sem við erum öll komin af og samferðarfólki þeirra.

Mér fanst gaman og ég vona að aðrir sem þarna voru hafi skemmt sér jafnvel og ég.


Þjóðvegurinn (numero uno)

Ég greip á hlaupum í gær Bændablaðið iná Olís og var síðan að fletta því í morgun.  Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en ég rakst á athyglisverða grein um jarðgöng undir Tröllaskaga þar.  Þar voru viðraðir ýmis kostir í þeirri stöðu, eins og gerist og gengur um þegar möguleg göt í fjallgarða eru rædd.  En það var hinsvegar ekki það sem vakti athygi mína í greininni, heldur skoðanakönnun sem Leið ehf lét gera fyrir sig um hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Í þeirri skoðannakönnun kom m.a. fram að mikill meirihluti þeirra sem afstöðu tóku vildu að þjóðvegur eitt tengdi saman byggðirnar í stað þess að fara styðstu leið yfir hálendið.  Merkileg skilaboð það, skyldi þetta eiga við um Austfirðinga líka??

Þetta styrkir mig í þeirri vissu að þjóðvegur eitt á að vera um firði hér fyrir austan, og annað á ekki að ræða, svo einfalt er það í mínum huga. Það er sú leið sem skynsamlegust er, með tiliti til öryggis vegfarenda og einnig eru það hagsmunir Austfirðinga að vegur nr 1 tengi sem flestar byggðir saman með öruggum heilsárssamgöngum.

Ef við höfum það eitt að markmiði að stytta hringvegin þá er ég með bæði einfalda og ódýra lausn á því: Við leggjum tvíbreiðan malbikaðan veg í kringum Fjórðungsöldu og málið er dautt!!!!!

this is the road to.......


Laugardagurinn langi

Ég fór í alveg einstaklega skemmtilega ferð um helgina, gekk frá Reyðarfirði yfir í Breiðdal, ásamt unglingadeildinni.  Við lögðum af stað frá Stuðlum um kl 9 á laugardagsmorgunin og reiknuðum með að ver komin yfir í Breiðdal svona um kl 6 um kvöldið.

En það fór nú aldeilis ekki svo, við vorum komin í Breiðdal kl 9 um kvöldið og ég held að allir hafi verið orðnir mjög þreyttir eftir 12 klst ferðalag á tveimur jafnstuttum.  En engu að síður fannst mér þetta gaman, það var aðeins eitt sem skyggði á ánægjuna, en það var þokan sem byrgði okkur sín þegar við komumst á toppinn á Miðheiðarhnjúk, en útsýni af honum hlítur að vera frábært því að þar er maður í tæplega 1300 metra hæð.

Það er því alveg ljóst að þarna verður maður að fara upp aftur og það helst í sumar.

Með göngukveðju


Frestun framkvæmda

"Vegna þennslu í þjóðfélaginu finnst ráða mönnum ráðlegt að fresta framkvæmdum við hin ýmsu verk sem eru í deiglunni af hálfu hins opinbera"

Þessi fyrirsögn er reyndar ekki tekin úr neinu blaði en þetta nær þeim boðskap sem uppi er í dag um þensluna, og verðbólguna sem nú tröllríður öllu.  Ekki´ætla ég að fara að gera lítið úr þem vanda sem nú er uppi, en viðbrögðin finnast mér skrítin.

Til að minka þensluna eru uppi hugmyndir um að fresta til dæmis vegaframkvæmdum bæði á Vestfjörðum og á norðausturhorni landsins,  þar sem ekki eru vegir fyrir heldur moldartroðningar sem lagðir voru með handafli fyrir seinna stríð.  Vegkaflar sem kosta líklega samanlagt  ekki nema um 25% af  áætluðum kostnaí við byggingu nýs tónlistar og ráðstefnuhúss í höfuðborginni, og líklega innan við 10% af áætluðum kostnði við byggingu hátæknisjúkrahúss.

Hvar er þenslan mest???  Hún er langmest á stórHafnarfjarðarsvæðinu og þar ætti að sjálfsögðu að fresta framkvæmdum fyrst, það hefur verið bent á það að Kárahnjúkavirkjun og Fjarðarálsverkaefni sé líka þensluvaldur, og það er að sjálfsögðu rétt en svo merkilegt sem það er nú,  þá eru þær framkvæmdir minni þensluvaldur heldur en allar þær framkvæmdir sem eru í gangi á suðvesturhorninu.

Vestfirðir eiga að hafa óskert vegafé þar til að vegir þeirra Vesfirðinga verða komnir í betra á stand, og að tengja norðausturland við restina af Íslandi á að vera forgangsverkefni einnig.

Einnig hefur verið bent á það að ekki gangi of vel að manna og reka þær sjúkrastofnanir sem við eigum nú þegar og því sé erfitt að sjá hvernig það eigi að geta gengið með nýja sjúkrahúsið okkar.  Ég tel að það þurfi í sjúkrahúsmálinu að skoða innviðina betur áður en menn fara að hræra steypu í nýbyggingar, því að ef að starfsfólk er ekki til staðar til að vinna verkin þá þarf ekki nein hús.

Og svona í lokin til að sýna hvað ég get stundum verið gamaldags, þá vil ég benda á eina leið til að slá á þenslu: Tökum aftur upp skyldusparnað!!! 10% af launum þeirra sem eru að byrja sinn feril á vinnumarkaði á að taka og ávaxta.  Síðan þegar þetta ágæta fólk fer í húsnæðiskaup þá er til fyrir útborguninni og ekki þörf fyrir nema 80% lán og allir græða.  Ég held að þetta sé eitthvað sem skoða á alvarlega, þó að frjálshyggjumenn séu mér eflaust ósammála.

Með sparnaðarkveðju.

Eiður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband