Kaldar staðreyndir

Ég var að fletta hér eintaki af Iceland Rewiev þar sem fjallað er um framkvæmdirnar fyrir austan.  Greinin er að mörgu leyti góðð (finnst mér) og þar er dregin upp mynd af þessum framkvæmdum og blaðamaðurinn (Edward Weinmann) setur þarna á prent skoðanir þeirra sem eru með og á móti þessu verkefni.

En það var eitt sem sló mig aðeins og ég get eiginlega ekki setið á mér að gera athugasemdir við, en þarna er vitnað í Helenu Stefánsdóttur og þarna var hún kennd við Kaffi Hljómalind.

Hún segir þarna berum orðum að ef austfirðingar eða aðrir landsbyggðarmenn geti ekki fundið eitthvað sér til viðuværis án þess að nýta til þess náttúruauðlindir svæðanna sem um ræðir, þá eigi þessar byggðir ekki rétt á sér og þær hljóti að deyja og að það sé ekkert sorglegt í sjálfu sér heldur einungis eðlileg þróun. 

"Towns should be born and die like everything else. Things end. There is nothing sad about that really." 

Eða á góðri íslensku: "Landsbyggðin verður að vera ósnortin og óspjölluð umfram allt, svo að ég geti ferðast úr 101 þriðja hvert ár til að finna ósnortna náttúru.  Mér kemur ekki við hvað fólkið sem þarna býr gerir, það getur bara flutt á 101 og selt kaffi, skrifað ljóð, eða bara eitthvað annað!!!!!"

 


Jæja..................

Staður: Park Hótel Reykjavík Kl: 18:55 að staðartíma.

Jæja það er ljóst að ekki verður flogið til Jú Ess Ei í dag og því er búið að "parkera" á Park Inn í Reykjavík, að sinni.    Allar líkur eru á því að ekkert verði úr flugi fyrr en seinnipartinn á morgun, en það er ekki einusinni alveg víst því að það verður mikið hringl á fluginu á morgun vegna allra þessara frestanna og aflýsinga í dag.

Það hefði nú bara verið betra að vera heima í gær, skreppa á fjall og myrða nokkra saklausa fugla af kyni hænsna, og eyða svo kveldinu í gær og deginum í dag með fjölskyldunni.

En það verður víst ekki á allt kosið í dag frekar en endranær....

En þegar ég hugsa málið aðeins betur þá hefi ég nú líklega ekki verið heima hjá mér í dag, ef ég hefði verið heima, ég hefði eflaust verið eitthverstaðar úti með félögum mínum í Ársól, að hefta fjúkandi hluti, sjá hér:(http://frontpage.simnet.is/arsol

 


Er fall fararheill???

Staður:  Keflavíkurflugvöllur  Kl: 17:00 að staðartíma 

Ekki byrjar það vel.  Búið að aflýsa fluginu til Baltimore og við sitjum hér í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og bíðum eftir því að eitthvað verði ákveðið um það hvernig þetta verði leyst.  Það byrjaði reyndar á því að við þurftum að fara sólarhring fyrr til Borgar óttans en áætlað var, en það var vegna slæms veðurútlits og við sitjum hér vegna sama hlutar nema nú má taka "útlitið" af og notað bara veðrið.

En þetta skýrist nú vonandi á næsta klukkutímanum eða svo hvernig verði brugðist verður við þessu.

Það er reyndar smá ljós punktur í þessu :  Bjórinn er frír þegar þú flýgur á Buisness Class!!   Wink

En nú verð ég að fara og athuga hvort að Ferðaskrifstofa Flugleiða geti reddað okkur til Charleston með einhverjum öðrum hætti.


Hvenær er "slóði" slóði

Þessu ber að fagna eða hvað???

Það er nú nokkuð ljóst miðað við þennan dóm að ekki er hægt að dæma menn fyrir "utanvegaakstur" á slóðum.  Þetta þýðir það að það má keyra þá slóða sem ekki eru skráðir, þvert ofaní það sem sumir sýslumenn hafa haldið fram.

En hitt ber þó að hafa í huga að skráining slóða og vega þarf að vera betri og skilgreiningu laganna á slóða eða vegi þarf að vera skýrari, því að þeir eru ansi margir slóðarnir sem menn eru að reyna að leggja niður, en samkvæmt þessum dómi er nóg að það sé ummerki um einhverskonar vegaframkvæmd til að heimilt sé að aka um.

Ég er þeirrar skoðunar að þetta verkefni sé mjög brýnt og þetta eigi að framkvæma í samráði við alla hagsmunaaðila, s.s. Vegagerðina, útivistarfólk, jeppamenn, bændur, sveitarfélög og ríki, en allir þessir aðilar eiga að fara í áumana á málini hið allra fyrsta.

Ekki er slóði vegur nema sýnilegur sé


mbl.is Sýknað enn á ný í utanvegaakstursmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein mynd segir meira en þúsund orð

Ég villtist inná síðu Ómars Ragnarssonar og sá þar mjög fína myndaseríu af fyllyngu Hálslóns.  Ég er nú bara nokkuð ánægður mað það að þetta skuli  vera documenterað á þennan hátt.

En það var eitt sem sló mig aðeins og það var mynd af fallegu sléttu vatni með Kverkfjöll í baksýn.  Þeir sem ekki þekkja til á svæðinu (meginþorri landsmanna) gera sér ekki grein fyrir því að þarna er um að ræða Grágæsadal sem er í um 14 km fjarðlægð frá verðandi lóni Kárahnjúkavirkjunar.

Ekki það að Ómar megi ekki mynda Grágæsadal heldur er það að myndin var án allrar aðgreiningar frá þeim myndum sem voru sitt hvorum megin við þessa einu en þær voru teknar í Örkinni á Hálslóni.  Þannig að þetta er auðvelt að misskilja ef ekki er til staðar staðkunnátta.

Ekki er allt búið enn, því að seinna í skoðun minni á þessum myndum fann ég myndina af Grágæsadal aftur og nú var búið að photoshoppa hana, væntanlega til að auka enn meir áhrifin sem hún átti að valda.

Ekki falllegt að setja inn þessi "þúsund orð" á fölskum forsendum

ShoppaðurGrágæsadalur óshoppaðurÞessi var á undan og önnur svipuð á eftir


Jafnrétti????

Í hádegisfréttum NFS var minnst á tillögu eða kröfu (ég heyrði ekki alla fréttina) þess eðlis að eitthvað af gangbrautarljósum í Reykjavík, yrðu settir upp kvenkyns "grænir og rauðir kallar"

Síðan var birt mynd af grænu "konunni" og þá var hún að sjálfsögðu í pilsi og með sítt hár!!!!!

Ég get ekki að því gert en mér fannst þetta grátbroslegt, því að með því að fara fram á svona "jafnrétti" var einnig verið að festa í sessi staðalímynd kvenna, og er það ekki það sem er verst að konur séu með fasta staðalímynd ?????

Er það ekki eitt að stærstu skrefum sem við getum stigið til jafnréttis, hvort sem það er á milli kynja eða kynþátta, að leggja niður staðalímyndir???

Í upphafi skyldi endin skoða!!! 


Kosningar

Nú fer að líða að því að það verði komin mynd á lista flokkana fyrir næstu alþingiskosningar, og það verður gaman að fyrlgjast með því hvernig þetta raðast niður.

Reyndar eru fjölmennustu kjördæmin fyrst og hafa auglýsingar frambjóðanda í prófkjörum víða um land verið nokkuð áberandi að undanförnu.  Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvað svona lagað kostar og hver borgar eiginlega brúsan!!  Hvað kostar t.d. heilsíðuaugýsing í Mogganum??  Eru það ekki einhverjir tugir eða hundruðir þúsunda?? 

Er ekki spurning um það að þegar svona lagað er í gangi að allt sé á yfirborðinu hvað varðar styrki og sporslur og kostnað??  Mér finnst það.

Hvernig er hægt að réttlæta kostnað uppá fleiri miljónir við það eitt að ná sæti á lista einhvers framboð í einhverju kjördæmi hér á klakanum, hvernig geta menn varið svona lagað. Er þetta ekki komið út yfir öll velsæmismörk?

Það hefur nú oft verið gagnrýnt þegar flokkarnir standa í sinni kosningabaráttu hversu miklum fjármunum hefur verið varið í baráttuna, en ég held að þetta sé ennþá alvarlegra, því að tengsl við einstaklings eru, hlutarins eðli samkvæmt, mun nánari og styttri heldur en þegar heill flokkur er studdur og að ég tali nú ekki um það ef að sú stefna er viðhöfð hjá þeim sem styrkir að styðja alla flokka jafnt eins og dæmi eru sum að fyrirtæki geri.

Mér finnst þetta vera slæm þróunn, en kanski er ekki svo gott að eiga við þetta, í svona upplýsingavæddu þjóðfélagi eins og okkar.

En engu að síður er gaman að fylgjast með þessum fyrstu kosningaskjálftum.

 


Steypa

Jæja loksins byrjuðum við af einhverju vit á húsinu okkar (Björgunarsveitin Ársól) en fyrsta steypan var steypt um helgina.  Þetta er langþráður áfangi og við hefðum átt að vera löngu búnir að þessu, en svona er þetta bara, það er ekki alltaf tími til að gera allt sem maður vildi.

Það að við skildum ná þessum áfanga er fyrst og fremst að þakka ofvirkni þeirra feðga Vilbergs og Inga Lárs, en Vilbergur var víst orðin eitthvað þreittur á seinaganginum í okkur og tók því af skarið og réðst á þetta verk og við hinir fylgdum í kjölfarið. 

En loksins er það farið af stað.

 En í nýju vinnuni er allt frekar í rólegri kantinum, maður er að reyna að tileinka sér nýja þekkingu, mest hefur það farið fram með lestri og fyrirlestrum, og ég verð að segja það, að það er nú ekki akkúrat mitt að sitja 8 tíma á dag og lesa eða hlusta á fyrirlestra.  En svona verður þetta bara til að byrja með.

Reyndar fékk ég í dag ferðaáætlun yfir það hvernig næstu tveimur vikum verður varið, og það verður ansi mikil yfirferð því að við heimsækjum, að mig minnir 6 borgir um öll Bandaríkin á þessum tveimur vikum, og verður það sértök upplifun fyrir sveitamannin Eið sem ekki hefur komið nema tvisar áður út fyrir landsteinana, (Ef Papey, Vestmannaeyjar og Skrúður eru ekki talin með).

Ég ætla að reyna að halda hér dagbók yfir ferðalagið þegar að því kemur en það verður lagt í hann á sunnudaginn kemur.

Sí jú aránd


Afhverju eru menn hissa????

Það var gert töluvert úr því í Íslandi í dag á Stöð 2 að það "virðist allt stefna í það að álverið verði mannað Íslendingum" !

Afhverju eru menn svona hissa á því??  Hefur starfskraftur íslenskra álvera ekki verið nokkuð stabíll hingað til?  Hafa þessir vinnustaðir ekki bara svipaða möguleika uppá að bjóða og önnur fyrirtæki hér á skerinu?  Eða bara jafnvel meiri??

Tökum mig sem dæmi, ég er nú ekki með langan starfsferil að baki en samt er ég búinn að prufa ýmislegt, en miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið síðustu daga eru síst minni möguleikar á því að vaxa og dafna í starfi á þessum nýja vinnustað.  Ég vann rúm fimm ár í fiski, og ég held að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel.  Ekki voru möguleikarnir miklir þar á því að bæta sig eða eflast í starfi og það endaði með því að maður leitaði annað.  Ég vann hjá flutningafyrirtæki í 2 ár þar var það sama uppi á teningnum ekki var gert ráð fyrir því að menn ynnu sig upp heldur átti hver bara að sinna sínu og láta það gott heita.

Ég hef síðastliðin fimm ár verið í vinnu hjá mjög öflugu fyrirtæki í framleiðslu og markaðssetningu, og hafði mjög gaman af, en þar vantaði þetta element að maður gæti vaxið og dafnað, kanski var það vegna þess að möguleikarnir á því að vinna sig upp eru minni þegar maður er einn á sínu svæði og því fór sem fór.

Á þessum nýja vinnustað er unnið markvist að því að menn eflist og vaxi sem starfsmenn, allavega er það yfirlýst starfsmannastefna fyrirtækisins.  Mannssálin er einfaldlega þannig að hún þarf á því að halda að fá tilbreytingu og fjölbreytileika.  Ef að það gengur eftir sem okkur þessum nýju starfsmönnum hefur verið tjáð þá verður þetta alveg magnaður vinnustaður, með nóg af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum til að leysa og það er einfaldlega það sem margir þurfa á að halda til að vera ánægðir í sinni vinnu.

Nú ef það kemur svo í ljós (sem ég hef ekki trú á) að þetta reynist ekki rétt þá getur maður bara alltaf hætt og snúið sér að öðru

Ég er þess fullviss að það eru spennandi tímar framundan.


Höllin

Ég fór í Fjarðabyggðarhöllina í dag til að spila fótbolta.  Búinn að bíða eftir þessu nokkuð lengi en tækifærið hefur ekki gefist fyrr en nú.  Reyndar hefðu mátt vera fleiri því við vorum bara 6 en það verða eflaust fleiri þegar fram í sækir.

Þarna spiluðum við knattspyrnu í góða klukkustund, og höfðum feikilega gaman af, þetta er óviðjafnanlegar aðstæður það er á hreinu.  Við "gömlu kallarnir" sem munum eftir því hvernig var að leika á möl við afspyrnu misjafnar aðstæður, bæði á æfingum og í leikjum kunnum svo sannarlega að met aðstæður sem þessar, þetta eru eiginlega jafnmikil viðbrygði og þegar þökurnar voru lagðar á mölina heima á Djúpa á sínum tíma.

Þegar grasið kom þurfti maður ekki lengur búnt af plástrum og sáraumbúðum eftir hvern leik, skórnir fóru langt með að duga sumarið í staðinn fyrir 3 vikur og meiðsl og tognanir urðu ekki daglegt brauð.

Reyndar þurfa menn að venjast þessu gerfigrasi því að það er ekki eins og að spila á grasi, það er stamara og veitir meiri fyrirstöðu og því þurfa menn að fara varlega í fyrstu á meðan menn venjast því hvernig er að spila á gerfigrasinu.

Enn engu að síðiur þá eru þetta frábærar aðstæður og ég mun reyna að spila þarna reglulega í framtíðinni.


Hvað er eiginlega í gangi????

Ég hef altaf haft trölltrú á fréttamönnum og blaðamönnum, ég hef í gegnum tíðina talið þessa starfsstétt standa vörð um sannleikan og reyna að varpa fram sem flestum hliðum á málefnum líðandi stundar.  En undanfarin misseri hafa runnið á mig tvær grímur, mikið hefur verið um rangfærslur, og að því er mér finnst mikið um einsleitan málflutning og hefur það oft tengst þeim framkvæmdum sem hafa verið hér í gangi hér fyrir austan.

En þetta þykir mér nú taka steininn úr með þessari frétt!!

Ég held að þetta ágæta fólk þyrfti að vanda sig betur...


mbl.is Liberation um framkvæmdir við Kárahnjúka: Virkjað í óþökk náttúrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefni líðandi stundar

Hvað myndi gerast á Austurlandi ef Kárahnjúkavirkjun yrði stöðvuð?????

Ég veit það svo sem ekki fyrir víst en það myndi líklega leggja fjórðungin í eyði, hvert og eitt einasta verktakafyrirtæki í fjórðungnum myndi rúlla og fjölmörg önnur annarsstaðar af landinu.  Sömu sögu yrði af segja af verslunar og þjónustufyrirtækjum.

Atvinnuleysi myndi tífaldast eða tuttugufaldast, Landsvirkjun yrði gjaldþrota og ríkissjóður yrði að greiða það úr eigin vasa ásamt Reykjavíkurborg og Akueyrarbæ sem þar stæði útaf.  Íslensk stjórnvöld myndu aldrei fá traust annara fyrirtækja eða jafnvel ríkisstjórna í samningaviðræðum af ýmsu tagi.

Ísland myndi hrynja niður þann skala sem við höfum trónað á toppnum lengi hvað varðar lífsgæði og velmegun og það yrði löng þrautagagna þar upp aftur því að hér kæmi mikill í afturkippur í allar fjárfestingar, hvort sem að á bakvið þær stæðu innlendir aða erlendir fjárfestar.

Hagvöxtur yrði neikvæður hér myndi ríkja kreppa og velmenntaðir einstaklingar sem hafa undanfarin misseri flutt uppá skerið, m.a. vegna þessara framkvæmda, myndu finna sér vinnu aftur erlendis þar sem stöðugleiki ríkir en ekki sú óvissa sem hér yrði. Fólksflóttinn yrði ekki á milli landshluta heldur úr landi.

Ég veit ekki hvort að ég sé óhóflega svartsýnn eða hvað, en það væri nú gaman ef fréttamenn eða einhverjir hagfræðispekúlantar gætu nú velt þessari spurningu fyrir sér og reynt að finna svör, því ekki er ég nú sprenglærður spekúlant með gráður á báða bóga.

Ég hef aldrei upplifað neina alvöru kreppu en ég velti því fyrir mér hvað það sé sem fyrst missir sig þegar þrengir að, en ég myndi álíta að það væru hlutir eins og menningarviðburðir af ýmsu tagi, fólk fer jú ekki í leikhús eða í bíó ef tekjur eru einungis til hnífs og skeiðar.  Ekki er ég heldur viss um að það myndu seljast margar bækur, hvort sem þær væru ætlaðar til sjálfshjálpar eður ei. (Notuðum við ekki handritin í föt á sínum tíma??)  Hafa þeir sem mótmæla hvað harðast velt þessu fyrir sér?

Nei nú segi ég það sama og margir andstæðingar þessarar framkvæmdar hafa sagt:  Er ekki rétt að hugsa sig aðeins um núna og reyna að átta sig á því hverju er verið að fórna og hvað það kostar ef vilji þessa ágæta fólks nær fram að ganga????

Tappan í á fimtudaginn

kv

Eiður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband