21.6.2006 | 13:16
Bakþankar
Ég les Fréttablaðið
Ég les Fréttablaðið líklega helst vegna þess að það er ókeypis, en reyndar er nú ýmislegt í því sem er áhugavert, þannig að verðið er ekki eina ástæðan.
Eitt af því sem mér finnst gaman að lesa eru bakþankar hinna og þessa sem finna má á baksíðu þessa ágæta blaðs. Reyndar eru þankar oft misgáfulegir en yfirleitt skemmtileg lesning þó, því þarna slá niður lykli margar vel skrifandi manneskjur.
Ekki eru pitlar þessir þó endilega teinréttar og haldgóðar upplýsingar ef þú ert að leita þér af efni í heimildarritgerð, og stundum eru þar skemmtilega augljósar rangfærsur, en yfirleitt er þetta skemmtileg lesning og ég held að það hljóti að vera tilgangurinn.
Ég les Fréttablaðið
14.6.2006 | 00:09
Þurkur....
Mikil bloggþurð hefur hrjáð undirritaðan að undanförnu. Hafði eiginlega lofað því upp í ermina á mér að setja eitthvað hér inn daglega en það hefur nú ekki aldeilis gengið eftir. En nú ætla ég reyndar að fara herða mig í þessu.
Samt finnst mér að maður verði að hafa eitthvað að segja til að setja niður penna (eða berja niður lykli væri réttara) en bara svona til að halda einhverju lífi hér þá verður stundum að setja hér inn eitthvað léttvægt.
Skrapp í borgina um síðustu helgi með hele familien, ýmislegt skoðað og og þar m.a. bílasýningin ógurlega í Höllinni, og varð maður nú frekar lasin eftir þá heimsókn. Ekki voru það nú samt einhver Egg frá Svíalandi eða 90 miljón króna Porche sem helluðu mig mest, heldur var það gamall Land Cruser af 80 gerð sem komin var á barða af stærð 46. MAGNAÐ!!!!!! Vá svona ætla ég að fá mér þegar ég verð stór, mikð helv... var þessi 12 ára gamli JEPPI (með stórum stöfum, takið eftir því) glæsilegur.....
En þarna voru margskonar bílar af öllum stærðum og gerðum og mjög gaman að litast þarna um og láta sig dreyma örlítið.
Að lokum, ég vil gjarnan fá hér inn mikið af kveðjum og athugasemdum, en skemmtilegast er það ef að viðkomandi nafngreini sig. En fyrir þá sem ekki treysta sér til þess og vilja samt setja inn athugasemdir, þá geta þeir sent mér tölvupóst á emilið mitt sem er: eidurr@simnet.is
Nóg bullað í bili
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 13:30
Eitthvað
Veit eiginlega ekki hvað á að skrifa, en þetta er fast að því orðið skylduverk að renna hér inn einhverju misgáfulegu á því sem næst hverjum degi. Það veldur mér þó vonbrigðum að ekki skuli fleiri "commennta" að það sem hér er inni því að það hafa að jafnaði verið um 20 - 30 heimsóknir á dag að undanförnu.
Bjóst satt að segja við hrinu af athugasemdum eftir að ljóst var að það yrði samið við Fjarðalistan um meirihlutasamstarf, og enn stærri hrinu, eða hreinlega flóði af athugasemdum bjóst ég við að sjá eftir að samningurinn var settur hér inn, en viti menn ekkert hefur borið á því, amsk ekki enn.
Sumarið er líklega komið, þó myndi það ekki koma mér á óvart þó að það kæmi snjór eins og einu sinni enn áður en sumarið verður alveg komið en vonandi hef ég bara rangt fyrir mér í því.
Nóg í bili, kanski kemur andin betur yfir mig seinna !!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2006 | 09:32
Samið hefur verið
Búið er að undirrita samning milli Fjarðaslista og B-lista um meirihluta samstarf í Fjarðabyggð kjörtímabilinu, sg er hann svohljóðandi:
Málefnasamningur um meirihlutasamstarf Fjarðalista og B-lista í bæjarstjórn Fjarðabyggðar kjörtímabilið 2006-2010
Fjarðalistinn og B-listinn hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar kjörtímabilið 2006-2010. Samkomulagið felst í eftirfarandi málefnasamningi og einnig stefnuskrám framboðanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006.
Bæjarstjóri
Auglýst verður eftir bæjarstjóra og ráðið í starfið á faglegum forsendum. Ráðinn verði aðstoðarmaður bæjarstjóra sem sinni sameiningarmálum og sérstökum verkefnum
Forseti bæjarstjórnar
Forseti bæjarstjórnar verður af L-lista.
Formaður bæjarráðs
Formaður bæjarráðs verður af B-lista.
Samvirk forysta
Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs skulu hafa með sér samstarf og skulu þeir m.a. ákveða sameiginlega um samskipti sveitarfélagsins við opinbera aðila og fjölmiðla.
Nefndakjör og formennska í nefndum
Í fastanefndir tilnefnir L-listi tvo fulltrúa í fjórar en B-listi tvo fulltrúa í tvær. L-listi tilnefnir formenn í þrjár nefndir og B-listi í þrjár. Gert er ráð fyrir því að formennska í meginnefndum skiptist þannig á milli listanna:
Skipulags- og umhverfisnefnd: B-listi
Fræðslunefnd: L-listi
Íþrótta og tómstundanefnd:
B-listi Menningarnefnd: B-listi
Hafnarstjórn: L-listi
Félagsmálanefnd: L-listi
-Gert er ráð fyrir að starfshópar verði skipaðir til að fjalla um sérstök afmörkuð málefni eins og t.d. málefni heilugæslu og heilsuverndar og málefni veitna.
-Strax verði skipað í þriggja manna starfshóp til að fjalla um samgöngumál.
-Í aðrar nefndir, ráð og stjórnir á vegum Fjarðabyggðar verður haft samráð á hverjum tíma um skipun fulltrúa.
-Tveir fulltrúar frá meirihluta munu sitja í bæjarráði, annar frá L-lista og hinn B-lista
Tekjustofnar og fjármál
-Tryggt verði að þjónustugjaldskrár stuðli að góðri samkeppnisstöðu sveitarfélagsins.
-Þrýst verði á ríkisvaldið að tryggja sveitarfélögum viðunandi tekjustofna.
-Gert er ráð fyrir að þegar yfirstandandi uppbyggingartímabili lýkur verði hægt á framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og áhersla lögð á að greiða niður skuldir.
-Metnaður verður lagður í rekstur sveitarfélagsins.
Atvinnumál
-Áhersla verði lögð á að nýta uppbyggingu álvers til að efla sem flesta þætti atvinnulífs og auka fjölbreytni þess.
-Stuðlað verði að eflingu fiskeldis í sveitarfélaginu.
-Áfram verði leitað að heitu vatni í sveitarfélaginu og kappkostað að nýta það sem best.
-Að öðru leyti er vísað í stefnuskrár framboðanna.
Stjórnsýsla
-Markmiðið er að öll stjórnsýsla sveitarfélagsins verði sameinuð á einum stað að sex árum liðnum en fyrr ef samgönguaðstæður breytast.
-Bæjarstjórnarfundir og bæjarráðsfundir verði haldnir á Reyðarfirði nema annað sé sérstaklega ákveðið.
-Nefndir ákveði hvar þær haldi sína fundi.
-Áhersla verði lögð á góð tengsl við íbúana. Það verði m.a. gert með útvarpssendingum frá bæjarstjórnarfundum, viðtalstímum bæjarfulltrúa, kynningarfundum, útsendingu fréttabréfa og öflugri heimasíðu.
-Unnið verði að því að ríkisstofnanir í sveitarfélaginu eflist og stuðlað verði að fjölgun þeirra.
Skólamál
-Grunnskólar starfi í öllum sex byggðarkjörnum sveitarfélagsins og stuðlað verði að markvissu samstarfi þeirra á milli.
-Uppbyggingu skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði verði haldið áfram.
-Áhersla verði lögð á að leikskólar geti fullnægt eftirspurn.
-Stefnt er að því að framkvæmdir við nýjan leikskóla á Norðfirði geti hafist árið 2007.
-Skoðaðir verða möguleikar á því að koma á móts við foreldra og atvinnulíf vegna sumarlokunar leikskóla.
-Stigin verði skref á kjörtímabilinu í þá átt að leikskóli verði gjaldfrjáls.
-Að öðru leyti er vísað í stefnuskrár framboðanna
Íþrótta- og æskulýðsmál
-Áhersla verði lögð á að móta skýra stefnu um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja, í samráði við íþróttafélögin og aðra hagsmunaaðila.
- Mótuð verði stefna í málefnum íþróttafélaganna með það að markmiði að efla þau og notað verði til þess t.d. hvatakerfi.
-Stefnt verði að því að bæta aðstöðu félagsmiðstöðva unglinga.
-Áfram verði haldið starfsemi ungmennahúss sem ætlað er ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
-Stutt verði við listahátíð ungs fólks í Fjarðabyggð.
-Áhersla verði lögð á að efla forvarnir.
Menningarmál-ferðamál
-Unnið verði að eflingu safna í sveitarfélaginu.
-Stutt verði við bakið á menningarstarfsemi og félögum sem starfa á menningarsviðinu.
-Stutt verði við bakið á staðbundnum hátíðum innan sveitarfélagsins.
-Áhersla verði lögð á upplýsinga- og kynningarmál og sérstök nefnd sinni því verkefni fyrst um sinn.
-Samstarf við Markaðsstofu Austurlands verði eflt, og hún nýtt betur.
Skipulagsmál
-Hafin verði vinna við aðalskipulag sveitarfélagsins hið fyrsta.
-Efla verður umhverfissvið sveitarfélagsins til að gera vinnu þess markvissari og skilvirkari. Einnig verði eftirlit með framkvæmdum hert.
-Tryggt verði að deiliskipulögð svæði séu til staðar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðabyggð.
-Áhersla verði lögð á að kynna skipulagstillögur vel, t.d. með dreifibréfum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
-Lögð verður áhersla á samræmingu og þéttingu byggðar og uppkaupalistar verði endurskoðaðir reglulega með það í huga.
-Að öðru leyti er vísað í stefnuskrár framboðanna.
Umhverfismál
-Áhersla verði lögð á frágang opinna svæða og almennar umbætur á umhverfi.
-Sérstök áhersla verði lögð á frágang á aðkomunni að þéttbýliskjörnunum.
-Unnið verði að umbótum hvað varðar starfsemi á sviði sorpmála.
-Skýrar kröfur verði gerðar varðandi meðferð á brotamálmi á brotamálmssvæðinu fyrir botni Reyðarfjarðar, og einnig verði umhverfi svæðisins endurskipulagt, með það að leiðarljósi að takmarka sem mest sjónmengun.
-Í samvinnu við ríkisvaldið verði unnin áætlun um aðgerðir á sviði fráveitumála.
Félags- og heilbrigðismál
-Staðið verði fyrir umræðu með fagaðilum um heilbrigðisþjónustuna í Fjarðabyggð.
-Þrýst verði á um stækkun heilsugæslustöðvar á Reyðarfirði.
-Lokið verði við framkvæmdir við hjúkrunardeild á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og öll áhersla lögð á að framkvæmdir við nýja Hulduhlíð hefjist hið fyrsta.
-Áhersla verði lögð á að samhæfa heimaþjónustu og heimahjúkrun.
-Áfram verði haldið að selja íbúðir í eigu sveitarfélagsins.
-Mótuð verði fjölmenningarstefna fyrir Fjarðabyggð.
-Skoðaðir verði möguleikar á samþættingu félagþjónustu og fræðslusviðs með stofnun Fjölskylduskrifstofu Fjarðabyggðar í huga.
-Að öðru leyti er vísað í stefnuskrár framboðanna.
Samgöngumál og hafnamál
-Almenningssamgöngum verði komið á.
-Þrýst verði á um að þjóðvegur númer eitt liggi um firði.
-Áhersla verði lögð á að skilgreina hlutverk hafnanna í sveitarfélaginu, að svo miklu leyti sem hægt er.
-Ráðinn verði framkvæmdastjóri hafna Fjarðabyggðar, sem meðal annars ynni að markaðssetningu þeirra.
-Áhersla verði lögð á að ný göng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar verði fremst í forgangasröð jarðganga í nýrri samgönguáætlun.
-Sveitarfélagið standi fyrir stofnun félags sem hafi það hlutverk að flýta jarðgangagerð eins og frekast er kostur.
-Sveitarfélagið taki upp formlegt samstarf við SAMGÖNG.
Staðfest með undirritun í Fjarðabyggð þann 30. maí 2006 Guðmundur R Gíslason Guðmundur Þorgrímsson
31.5.2006 | 09:12
Gærdagurinn langi
Erþað ekki alveg makalaust hvað tíminn flýgur áfram?? Ég var að uppgötva það að í dag eru liðinn nákvæmlega 5 ár frá því að ég fór í þá vinnu sem ég er í núna.
Fimm ár, og fyrir mér er eins og það hafi gerst í gær.
Mikið helvíti hvað gærdagurinn er búinn að vera langur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2006 | 16:18
Mér finnst kaffi gott
Ég man eftir því þegar ég var krakki hvað Eið frænda, sem lengi var vinnumaður hjá foreldrum mínum, fannst kaffi gott. Það var ekkert mál fyrir mömmu að fá hann til að vaska upp, það eina sem þurfti að lofa var kaffibolli á eftir og þá stökk drengurinn í verkið með bros á vör.
Hann var ekki nema 12 ára og Þórunnborgu (mömmu) þótti nú ekki mjög gáfulegt að leyfa piltinum að drekka kaffi í tíma og ótíma. En ég aftur á móti sem var svona kanski rétt hættur að skríða eða rúmlega það, fanst alveg merkilegt að einhver yfir höfuð, hvað þá frændi minn sem rétt var skriðinn á unglingsaldur skildi drekka þennan illa lyktandi og vonda drykk.
En tímarnir breytast og mennirnir með, og nú er þessi mjöður sem smíðaður er úr handtíndum brenndum baunum, í miklu uppáhaldi hjá mér, og svei mér þá ef ég drekk ekki alltof mikið af þessum vökva. Í ljósi þess hve kaffi skipar stóran sess í minni daglegu neyslu á drykkjarföngum, þá kom í ljós að langþrjóska (gott nýyrði ekki satt?) mín var borin yfirliði (ofurliði) af þörfinni fyrir reiðilestur Samúels vinar míns og kaffibolla úr hans höndum.
Því fór ég í gærmorgun (það voru ekki liðnir tveir sólahringar frá úrsögn minni úr kaffiklúbb Samúels Svarta og Myrkrahöfðingjans Ásmundar) sem ég fór undir því yfirskini að kaupa skrúfjárn, í kaffi til þeirra tveggja. Þegar ég og Samúel vorum búnir að leita af okkur allan grun um að það fengist ekki hjá honum gott skrúfjárn sem skrúfar fyrir horn, gat ég með svona þokkalegri samvisku fengið mér plastmál af svörtu kaffi með slurk af G-mjólk og mola.(Maður er nú meiri helv..... auminginn.)
En ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum því að þessum ágætu helbláu mönnum lá bara ekkert á hjarta þrátt fyrir að sá kvittur væri farin að berast um bæinn að við (Framsóknarmenn) værum farin að ræða um myndun meirihluta með Fjarðarlistanum.
En þeir ausa eflaust yfir mig seinna
Kaffi er gott!!!!!!!!
Dægurmál | Breytt 31.5.2006 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2006 | 08:36
Kaffiþurð
Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir það í gegnum tíðina að vera langrækin, en nú er komið að því. Ég hugsa að það væri kanski réttara að segja langþrjóskur, þó að það sé orðskrípi sem ég hafi nú bara smíðað rétt í þessu. Yfirlýsingar mínar á aðfararnótt sunnudags kalla engu að síður á svona langþrjósku, því að ég lýsti því yfir að ég myndi ekki mæta í kaffi hjá Myrkrahöfðingjanum og Samúel svarta næsta árið ef við (Framsóknarmenn) fengum ekki inn 3 menn.
Nú er bara að bíða og sjá langþrjóskan (asgoti er ég að verða hrifinn af þessu orði) dugir.
En svona á léttu nótunum, það er fallegt veður úti núna og ég spái því að það sé bara komið sumar, og þetta sumarið og næstu fjögur fara í garðvinnu hjá mér, enda er garðurinn eins og sprengjuæfingarsvæði á að líta með holu hér og torfi þar og grjóti á enn einum staðnum. Þar þarf að taka til hendinni heldur betur.
ó vot æ bjútífúl moring..........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2006 | 23:11
Það er fullkomnað eða hvað???
Nú er það búið. Úrslitin ljós og þau eru mikil vonbrigði fyrir mig og ég segi bara alveg eins og er að að ég er DRULLUSVEKKTUR!!!!!!! Það vantaði ekki nema 9 atkvæði til að við hefðum fengið 3 inn eins og markmiðið var allan tíman, 9 helv...... atkvæði.
En nú þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði og hefna, eins og stundum sagt er. Ég er allavega komin í frí frá bæjarstjórn næstu 4 árin og eflaust finnst einhverjum það gott, en ég mun fylgjast með af athygli á "hliðarlínunni" og skipta mér af eins mikið og ég get því að þessi fjögur ár sem ég haf tekið þátt í bæjarstjórn hafa að langmestu leiti verið mjög skemmtileg.
Til þeirra sem klikkuðu á því smáatriði að setj x við B þá segji ég aðeins eitt.... Ykkar mistök kæru vinir......
Takk fyrir í dag og góðar stundir
27.5.2006 | 00:45
Þá er komið að því
Nú er komið að því, á morgun á að kjósa um framtíð Fjarðabyggðar og ég vona fyrir mína parta að hún verði græn, ekki samt vinstri græn. Ég er búinn að fara eitthvað um sveitarfélagið í dag og hitta eitthvað af fólki, og ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir hönd okkar Framsóknarmanna. Í fyrramálið ætla ég að fara í Mjóafjörð, og hitta fólk þar og jafnvel kjósa þar ef það er hægt.
Ég vil þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóginn hér hjá okkur Frömmurum á öllum stöðum, þetta er búið að vera mjög gaman og ég vona að úrslitin verði okkur hagstæð.
Einnig vil ég þakka hinum framboðunum fyrir málefnalega og drengilega kotningabaráttu.
Djöfull er ég skelfilega hátíðlegur og væminn!!!!!!!!!!! En það á bara að vera svona núna...
Áfram Framsókn............ Fyrir betri Fjarðabyggð................
26.5.2006 | 14:17
Endaspretturinn
Ekki er það félegt. Síðasta blað Fjarðalistans fyrir kosningar virðist bara snúast um eitt! Smára Geirsson. Það er bara nánast ekki minnst á neitt annað og öllu verra er ef satt er, að það eru ekki sömu sneplar sem bornir eru í hús á t.d. Norfirði og Stöðvarfirði, og virðist mér sem að það eigi að spila á hinn umtalaða hrepparíg.
Það er nú ekki hugguleg taktík að spila á þennan ríg á þessum fallega föstudegi og segja svo í "spariræðum" að aðalmálið sé að sameina Fjarðabyggð hina nýju.
Ég veit ekki með þennan ríg hvort að hann er einungis heilbrigður metnaður gagnvart sínum byggðarkjarna eða rætin rógur um sína nágranna. Það brýst fram í manni svona Ragnars Reykás heilkenni gagnvart þessu, maður er á einu máli þessa stundina en svo á öndverðu máli hina, "Mamamamaður áttar sig bara ekki á þessu" hefði litli kallinn knái eflaust sagt.
En hvað um það ég tel að heilbrigður metnaður gagnvart sínum byggðarkjarna sé af hinu góða, og ef okkur tekst að spila þetta á þann hátt, þá hef ég ekki áhyggjur af því að fólkið í þessu frábæra sveitarfélagi sem við búum í verði í neinum vandræðum með að dansa í einum takt í náinni framtíð.
Sameinuð stöndum vér sundruð föllum vér!!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2006 | 01:04
Fundirnir búnir
Jæja þá eru sameiginlegu fundirnir búnir, fundirnir sem "lýðræðislega" aflið Fjarðalistinn vildi ekki að yrðu, en þeir vildu einungis 2 fundi, einn á Fáskrúðsfirði og einn á Eskifirði, ekki er mikill vilji fyrir lýðræði þar nema þegar það hentar í ræðuhöldum. Fjarðarlistinn hampaði Smára Geirssyni í byrjun fundarherferðarinnar, en þegar þeir sáu að það var ekki að virka, þá hættu þeir því snarlega og reyndu að snúa sér út úr þeirri "alþekktu pólitísku brellu" að hafa foringann í baráttusæti.
Þessi leikur er reyndar þekktur í íslenskri pólitík, en þá er foringinn eða forsvarsmaðurinn í baráttusætinu og hefur frumkvæðið og er andlitið út á við en nú er Smári vinur minn hafður sem gulrót án raddar og finnst mér það miður að sá ágæti maður hafi slíkt hlutskipti.
Biðlistinn sem telur sig vera rödd fólksins í bæjarstjórn og telur sig vera eina framboðið sem getur breytt einhverju en það er ekki að gera sig finnst mér. Það er skrítið hvað "rödd fólksins" hefur verið þögul undanfarin ár og hvað lítið hefur heyrst í henni. Ekki hafa tillögur eða annar málflutningur "fyrir fólkið" þvælst mikið um í bæjarstjórn, og það læðist að manni sá grunur að markmið Biðlistans sé aðeins eitt, að tryggja sinn mann Ása í bæjarstjórn en afhverju veit ég ekki.
Sjálfstæðismenn eru ekki með bæjarfulltrúa í sveitarstjórn ef eitthvað er að marka málflutning þeirra núna, og þeir eru "byrjaðir að vinna í málunum þrátt fyrir það við séum ekki í bæjarstjórn" Skrítið mál það, ég er ekki viss um að Magni og Andrés vinir mínir sé sáttir við þennan málflutning enda eru þeir í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar er hafði ég frekar gaman af þessum Heimdalls og JC ræðum þeirra Valda og Jens, og þessir frasar sem þeir notuðu eru alþekktir í heimi kappræðna en vikta lítið í alvöru stjórnmálum.
En hvað með Framsóknarmenn?? Við erum og verðum laaaaangflottust. Það má t.d benda á það að fyrsta lýðræðisvinnan í nýrri Fjarðabyggð var Framsóknar, þ.e. prókjörið, og til að toppa það þá biðu allir listar eftir því að við kláruðum okkar prófkjör til að stilla upp eftir því, og það sjá allir ef vel er að gáð að öll framboð röðuðu niður sínum fulltrúum á listanna með tilliti til niðurstöðu Framsóknar.
Ég held að það sé ekki spurning hvað valkostur sé bestur í stöðunni, það er X-B á kjördag til að fá góða niðurstöðu fyrir íbúa Fjarðabyggaðar til framtíðar.
Og hana nú........................
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2006 | 14:21
Af gangamálum
Nú nýlega var haldin fjölmennur fundur í Valhöll á Eskifirði, þar sem rædd voru smgöngumál. Vel var mætt á þennan fund af frammámönnum okkar í vegamálum og var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra einn af þeim. Því miður gat ég ekki setið þennan fund og fanst mér það miður, en eftir að hafa talað við þá sem þar sátu og fengið fregnir af fundinum hjá þeim, þá skilst mér að ekki hafi ég nú misst af miklu.
Eftir þennan fjölnmenna fund kom engin niðurstaða ráðherra vegamála á íslandi hefur ekki dug eða vilja til að vinna að nauðsynlegum vegabótum í fjórðungnum, hvort sem um er að ræða endurbætur eða nýframkvæmdir. Ekki gat hann einu sinni lofað því að ónýtur vegur um Hólmaháls yrði lagaður, þrátt fyrir þreföldun á umferð um þann veg.
Nei ég ætlaði að hrósa Sjálfstæðismönnum hér í Fjarðabyggð fyrir þetta framtak sitt (að halda þennan fund) en þegar ekkert kemur útúr slíkum fundi þá finnst mér nú ekki að hrósið geti verið mikið, en geri mér jafnframt grein fyrir því að ekki geta þeir borið ábyrgð á dugleysi ráðherrans.
En eitt kom þó þarna fram "það á að hefja ransóknir á næstunni við Oddskarðsgöng" Jú auðvitað er það jákvætt en "á næstunni" er frekar loðið og teygjanlegt.
En svona til fróðleiks þá læt ég fylgja með hluta úr skýrslu Vegagerarinnar um Oddskarðsgöng, þar sem tíundað er hvað þarf rannsaka meira, og ekki er það nú ýkja mikið, og ætti því að vera hægt að klára það á næsta sumri:
"5.7 Frekari rannsóknir vegan Norðfjarðarganga.
Nauðsynlegt þykir að bora nokkrar holur ofan við álitlegasta gangamunna og innar á gangaleiðunum eftir því sem aðgengilegt er. Hlíðar Eskifjarðar og Fannardals eru brattar og ekki aðgengilegar til umferðar með þung bortæki án slóðagerðar. Í Eskifirði væri nærtækast að fara vestur frá vegslóðum er liggja að vatnsbólum á Lambeyrardal ofan þéttbýlisins. Ef mjög erfitt verður með umferð bortækja vestur að jarðgangaleiðum, gæti hugsast að bora hjá Þverá, nokkru innan við gangaleiðina. Það er þó ekki æskilegasta staða. Rétt þykir einnig að skoða aðeins möguleika á munna fast utan við Bleiksá, austan við kirkjuna.
Í Fannardal þarf að fara yfir Norðfjarðará innarlega á dalnum og í sneiðingum upp suðurhlíðina. Æskilegt væri að bora a.m.k. tvær holur í gegnum setbergslögin til að kanna styrk og breytileika í gerð þeirra. Samtals yrðu þetta 900-1000 metrar af kjarnaborun."
Skýrsluna má lesa í heild sinni á heimasíðu Vegagerðarinnar hér: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Nordfjardargong_skyrsla/$file/Nordfjardargong_Skyrsla.pdf
Nú ríður á að menn taki höndum saman og krefjist þess að farið verði í þessa vinu í sumar og henni lokið í haust þannig að veturinn geti nýst í undirbúningsvinnu, þannig að hægt sé að hfjast handa strax á næsta ári. Ríkið verður að klára sinn pakka hvað varðar þessa innviði samfélagsins til að þetta stóra verkefni sem hér er í gangi verði farsælt öllum íbúum svæðisisn til hagsbóta.
Tengjum byggðir borum fjöll.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)